Hvað er C-vítamín?
C-vítamín er hið almenna nafn á askobísýru.
Öfugt við flest dýr framleiðir mannslíkaminn ekki C-vítamín sjálfur. Við þurfum því að fá C-vítamín úr fæðunni.
C-vítamín er mikilvægt byggingarefni í bandvef.

Appelsínur er þekktar fyrir ríkulegt innihald af C-vítamíni. En aðrir ávextir og grænmeti innihalda meira af þessu undraefni.
Hvaða gagn gerir C-vítamín?
Það er vel þekkt að C-vítamín eflir ónæmiskerfið.
Ráðlagður dagskammtur af C-vítamíni fyrirbyggir líka ýmsa sjúkdóma. Skyrbjúgur var áður algengur sjúkdómur meðal sjómanna sem voru lengi á hafi og fengu því ekki í sig nóg C-vítamín. En þetta gildir líka um hjartasjúkdóma, háan blóðþrýsting, bólgur, blóðtappa í heila, liðagigt og krabba.
Bandarískir vísindamenn hafa líka sýnt fram á að C-vítamínskortur eykur sjúkdómslíkur almennt.
Hvaðan fáum við C-vítamín?
Sítrusávextir hafa orðið að táknmynd fyrir C-vítamíngjafa og ekki endilega að ófyrirsynju en reyndar er töluvert meira C-vítamín í ýmsum öðrum ávöxtum og grænmeti. Ein appelsína getur verið um 100 grömm og í henni eru um 45 milligrömm af C-vítamíni.
Í hverjum 100 grömmum af rauðri papriku sem nú er orðin algeng á matarborðinu er fimmfalt meira C-vítamín.

Er hægt að taka of mikið C-vítamín?
Það er afar ólíklegt að fá í sig of mikið C-vítamín úr fæðunni því almennt skilar umframmagnið sér út með þvagi. Þar eð það safnast ekki upp er nauðsynlegt að fá þetta vítamín í sig daglega eða því sem næst.
Sé C-vítamín hins vegar tekið sem fæðubótarefni – oftast í töfluformi – skyldi maður hins vegar aldrei taka meira en ráðlegan dagskammt, 65-90 mg. Það magn fæst reyndar með því einu að borða 100 grömm af sprotakáli.