Fyrir um það bil hundrað árum var venjulegt fólk farið að sækja í sól, strönd og sumarfrí.
Orlof var fram á 19. öld nánast óþekkt hugtak í hugum allra annarra en þeirra sem tilheyrðu efnuðu efri stéttinni. Flest venjulegt fólk starfaði við landbúnað þar sem þau í raun réttri voru sífellt í vinnunni sem fólst í að sinna bústörfum og annast skepnur.
Þegar iðnvæðingin hóf innreið sína og fólk fór að streyma til borganna fóru verkamenn að vinna í tiltekinn tímafjölda á dag og skilin á milli vinnu og frítíma urðu skarpari.
Jafnframt því sem verkamannahreyfingunni og stéttarfélögum jókst ásmegin fór vinnandi fólk undir lok 19. aldar að fá frí á sunnudögum og síðar meir einnig á laugardögum. Síðan fylgdu í kjölfarið samfelldir frídagar og stutt frí.
Sumarfrí komu til á sjöunda áratugnum
Í Norður-Evrópu fór að bera á svokölluðum sumarleyfum á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Á sumrin streymdu verkamennirnir út úr borgunum til þess að dvelja í tjöldum, synda í sjónum og njóta sólarinnar með fjölskyldu og vinum.
Smásæjar bakteríur á ferð gegnum regndropana skýra hvernig á því stendur að sumarregnið ilmar jafn vel og raun ber vitni.
Fjöldaferðamennska og sumarleyfi í útlöndum létu þó ekki á sér kræla fyrr en eftir árið 1960, jafnframt því sem margar stórar ferðaskrifstofur fóru að bjóða vinnandi fólki upp á ódýrar hópferðir, einkum til Miðjarðarhafsins.