Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Langvinnur sársauki, blóðþurrðarsársauki og líkamlegur sársauki eru mismunandi en sársauka má flokka í þrjá flokka. Hér fjöllum við um helstu gerðir sársauka og ástæður hans.

BIRT: 17/04/2024

HVAÐ ER SÁRSAUKI?

Sársauki er óþægileg tilfinning sem oftast stafar af því að vefur hefur skaddast eða bólgnað. Í sumum tilvikum er þó ekki unnt að finna líkamlega ástæðu sársaukans.

 

Skaddaður vefur veldur sársauka með því að virkja tilfinningataugar sem bera boð til heilans.

 

Ef þú t.d. skerð þig á hníf bregðast tilfinningataugar hratt við og á sekúndubroti berast heilanum boð um ákveðinn og stingandi sársauka.

 

Aðrar taugafrumur bregðast svo við á fáeinum mínútum og senda boð um óljósari brennandi sársauka.

 

Og á endanum munu sumar taugafrumur, klukkustundum eða dögum saman, skynja efni sem ónæmisfrumur losa þegar þær hafa safnast að sárinu. Þessi boð eru óskýr en hamrandi.

 

Sársauki getur þó myndast á fleiri vegu og vísindamenn skipta sársauka í þrjá grunnflokka, allt eftir því hvernig sársaukinn verður til.

 

Grunnflokkarnir eru þessir:
  • Skyntaugasársauki, þegar sköddun veldur sársaukanum.

 

  • Taugasársauki, þegar taugafrumur verða fyrir ertingu eða skaddast.

 

  • Óskýrður sársauki sem ekki stafar af líkamlegum ástæðum.

 

Hér að neðan eru þessar mismunandi gerðir skýrðar nánar.

1. Skyntaugasársauki: Sköddun veldur sársauka

Þegar þú dettur og meiðir þig, skerð þig á hníf eða ef bólga hleypur í sár, finnur þú sársauka sem skyntaugar tilkynna heilanum. Sársaukinn myndast þegar sársaukanæmar taugafrumur virkjast, t.d. af völdum mjólkursýru frá sködduðum frumum.

1. Skyntaugasársauki: Framhald

Þessa gerð sársauka má oft kalla góðkynja þar eð sársaukinn hjálpar þér við að halda líkamanum í sem mestri ró eftir sköddun. En þetta getur líka orðið langvinnur sársauki, t.d. gigtarverkir í slitnum liðum eða baki eða þegar langvinnar bólgur skapast í vöðvum eða sinum.

2. Taugasársauki: Tilfinningataugar undir álagi

Taugasársauki, sem sagt sársauki í taugunum sjálfum, stafar af því að taugin sjálf verður fyrir ertingu eða skaddast. Taugafruma tekur þá að senda boð, jafnvel þótt viðtakar á taugaendunum hafi ekki orðið fyrir utanaðkomandi áhrifum.

2. Taugasársauki: Framhald

Þessarar gerðar af sársauka verður t.d. vart þegar taugafrumur lenda í klemmu eða í tengslum við sykursýki en þá getur hár blóðsykur eitrað taugafrumur og valdið taugabólgum.

3. Óskýrður sársauki: Heilinn finnur til

Áður töldu sérfræðingar að sársauka sem ekki ætti sér líkamlega ástæðu mætti afskrifa sem hreina ímyndun. Nú til dags er þetta álitið flóknara vandamál. Sársauki af þessari gerð er einfaldlega ekki skýrður og myndast líklegast vegna þess að taugakerfið hefur þróað of mikið sársaukanæmi.

3. Óskýrður sársauki: Framhald

Vandamálið tengist m.a. heilastöðvum sem vinna úr sársaukaboðum, t.d. eyjunni. Svonefnd vefjagigt ásamt nokkrum gerðum af höfuðverk flokkast undir þessa gerð sársauka.

1. Skyntaugasársauki: Sköddun veldur sársauka

Þegar þú dettur og meiðir þig, skerð þig á hníf eða ef bólga hleypur í sár, finnur þú sársauka sem skyntaugar tilkynna heilanum. Sársaukinn myndast þegar sársaukanæmar taugafrumur virkjast, t.d. af völdum mjólkursýru frá sködduðum frumum.

1. Skyntaugasársauki: Framhald

Þessa gerð sársauka má oft kalla góðkynja þar eð sársaukinn hjálpar þér við að halda líkamanum í sem mestri ró eftir sköddun. En þetta getur líka orðið langvinnur sársauki, t.d. gigtarverkir í slitnum liðum eða baki eða þegar langvinnar bólgur skapast í vöðvum eða sinum.

2.Taugasársauki: Tilfinningataugar undir álagi

Taugasársauki, sem sagt sársauki í taugunum sjálfum, stafar af því að taugin sjálf verður fyrir ertingu eða skaddast. Taugafruma tekur þá að senda boð, jafnvel þótt viðtakar á taugaendunum hafi ekki orðið fyrir utanaðkomandi áhrifum.

2.Taugasársauki: Framhald

Þessarar gerðar af sársauka verður t.d. vart þegar taugafrumur lenda í klemmu eða í tengslum við sykursýki en þá getur hár blóðsykur eitrað taugafrumur og valdið taugabólgum.

3. Óskýrður sársauki: Heilinn finnur til

Áður töldu sérfræðingar að sársauka sem ekki ætti sér líkamlega ástæðu mætti afskrifa sem hreina ímyndun. Nú til dags er þetta álitið flóknara vandamál. Sársauki af þessari gerð er einfaldlega ekki skýrður og myndast líklegast vegna þess að taugakerfið hefur þróað of mikið sársaukanæmi.

3. Óskýrður sársauki: Framhald

Vandamálið tengist m.a. heilastöðvum sem vinna úr sársaukaboðum, t.d. eyjunni. Svonefnd vefjagigt ásamt nokkrum gerðum af höfuðverk flokkast undir þessa gerð sársauka.

HVAÐ ER LANGVINNUR SÁRSAUKI?

Langvinnur sársauki eða verkir skilgreinist sem sársauki sem stendur lengur en í þrjá til sex mánuði. Langvinnir verkir geta verið á flestum stöðum í líkamanum, t.d. í innri líffærum, vöðvum eða beinum.

 

Sársaukinn getur verið skyntaugabundinn, sem sagt langvinnir verkir út frá sköddun eða vef sem af einhverjum ástæðum veldur sársauka.

 

En þetta getur líka verið taugasársauki og þannig stafað sköddun í taug sem annars ber boð frá þeim stað þar sem við teljum okkur skynja sársaukann.

 

Síðast en ekki síst er svo mögulegt að sársaukinn sé óskýrður og verði þannig til í heilanum sjálfum.

 

Langvinnir bakverkir eru oftast raunverulegir, sem sagt stafa af raunverulegum skyntaugaboðum en í 16-55% tilvika á þó sársauki frá taugunum sjálfum einhvern hlut að máli.

 

Núgildandi skilningur á óskýrðum sársauka er tiltölulega nýr og vísindamenn hafa því enn ekki gott yfirlit yfir þátt þessarar gerðar sársauka í langvinnum verkjum.

LESTU EINNIG

HVAÐ ER BLÓÐÞURRÐARSÁRSAUKI?

Blóðþurrðarsársauki stafar af því að blóðstreymi í tiltekinn vef er ekki nægjanlegt. Án blóðstreymis deyr vefurinn úr súrefnisskorti og brotnar síðan smám saman niður.

 

Blóðþurrðarsársauka getur orðið vart á ýmsum stöðum í líkamanum, m.a. í hjarta, þörmum, höndum eða fótum og ástæðan getur verið blóðtappi, alvarleg sköddun eða krabbaæxli.

 

Sársauki af þessum toga getur lýst sér á afar mismunandi hátt. Blóðþurrðarsársauki fyrir brjósti getur t.d. birst sem þrýstingur, eymsli eða brunatilfinning.

 

Blóðþurrðarsársauka þarf að meðhöndla strax og meðferðin fer eftir ástæðunni en t.d. er hjartaþræðing algeng vegna kransæðastíflu og blóðtappa má ýmist fjarlægja með aðgerð eða lyfjum.

Smerter-Iskæmiske-smerter

Blóðþurrðarsársauki getur átt uppruna í hjartanu. Þá finnur fólk verk fyrir brjósti og tilfinningin getur náð út í vinstri handlegg og upp í neðri kjálkann.

HVAÐ ER LÍKAMLEGUR SÁRSAUKI?

Sá líkamlegi sársauki sem við öll þekkjum svo vel stafar af því að tilfinningataugar virkjast í líkamsvef, svo sem húð, bandvef, vöðvum eða liðum.

 

Vegna þess hve mikið af skyntaugum liggja út í þessa vefi er líkamlegur sársauki oftast mjög skýr og auðvelt að staðsetja hann.

 

Það sem við almennt köllum líkamlegan sársauka skiptist þó upp í tvo undirflokka. Hinn hefur verið nefndur innyflaverkir og þeir stafa af því að sársaukanæmar skyntaugar virkjast í innri líffærum eða slímhúðum.

 

Í slíkum vefjum eru tilfinningataugar mjög strjálar og verkirnir eru því oft daufari og óljósari og fyrir bragðið er erfiðara að staðsetja sársaukann nákvæmlega.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: CHRISTIAN AMMITZBØLL JUUL

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is