Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Á miðöldum gerði fólk þarfir sínar á götum úti og kastaði innihaldi næturgagnsins út um glugga. Betri lausnir litu smám saman dagsins ljós og m.a. vatnssalerni, salernispappír og klósettsetur áttu eftir að breytu ýmsu.

BIRT: 17/05/2024

Fyrstu aldirnar eftir hrun Rómarveldis á 5. öld lagði stækan fnyk yfir nánast gjörvalla Evrópu.

 

Sameiginlegu rómversku salernin voru horfin á braut og sömu sögu var að segja af þúsundum skurða sem leitt höfðu óheilnæman og illa þefjandi saurinn frá borgunum.

 

Nú gerði fólk aftur á móti þarfir sínar á götum úti um hábjartan dag og næturgögnin voru tæmd í göturæsin.

 

Ef Evrópubúar hægðu sér í hæfilegri fjarlægð frá öðru fólki, virðist slíkt athæfi, að meðtöldu hljóðinu og lyktinni, ekki hafa farið fyrir brjóstið á öðrum, nema þá að óverulegu leyti.

 

Í kringum árið 1000 fjölgaði íbúum Evrópu á ógnarhraða og íbúar í borgum bjuggu í sífellt meira nábýli. Illa þefjandi vandamál var í uppsiglingu.

Þegar fram liðu stundir voru borgararnir sáttir við að nota óvinsælar bækur og háðsádeilurit sem salernispappír.

Ull og dagblöð mýktu afturendann

Allt þar til salernispappírinn var fundinn upp varð fólk að beita hugvitinu þegar kom að því að þerra afturendann eftir klósettferðir.

 

Blöð og strá – einkum meðal sveitafólks 

Í sveitunum þurrkaði fólk sér með því sem hendi var næst úti í náttúrunni. Laufblöð trjánna og þurrkað gras voru vinsæll valkostur og í neyðartilvikum var unnt að nota fatnaðinn.

 

Kindalagðar og blautir klútar – einkum meðal yfirstéttanna

Aðallinn og efnafólk var hrifið af að nota kindalagða sem voru mjúkir og þerruðu vel. Þá voru rakir klútar jafnframt notaðir til að þerra með afturenda efnafólks.

 

Dagblöð eða slitrur úr bókum – 17. öldin 

Á miðöldum rifu efnaðir kamarnotendur stundum síður úr bókum sem þeir skeindu sig með. Þegar svo dagblöð komu til skjalanna á 17. öld öðlaðist dagblaðapappír nýtt hlutverk sem skeinipappír.

Borgir á kafi í saur

Íbúum í Evrópu fjölgaði úr 38 í 75 milljónir á árunum milli 1000 og 1340, að mati sagnfræðinga.

 

Mest varð fjölgunin í Norður-Evrópu þar sem fólksfjöldinn þrefaldaðist og þar sem þekkingin á salernum og frárennsliskerfum Rómverja var fjarlæg, bæði í sögulegri merkingu og landfræðilegri.

 

Heimildir herma að miðborgir í Norður-Evrópu hafi beinlínis verið á kafi í skít sem ekki einungis lyktaði skelfilega, heldur seig jafnframt niður í jarðveginn og mengaði grunnvatnið.

 

Þeir borgarar sem slökktu þorstann í vatni brunnanna í stað þess að neyta annarra úrkosta, á borð við bjór, veiktust fyrir bragðið iðulega af sjúkdómum á borð við kóleru og taugaveiki.

 

Það eitt að ganga örna sinna gat jafnframt reynst varasamt í sívaxandi borgunum. Breski sagnfræðingurinn Lucie Laumonier lýsir því þegar hestvagni var ekið yfir betlaradreng í Lundúnum árið 1339 en hann hafði kropið niður til að hafa hægðir.

Hvernig kláraði fólk salernisferðina áður en klósettpappírinn kom til sögunnar?

Efnaðir borgarbúar létu koma fyrir hjá sér kömrum þar sem þeir gátu dregið sig í hlé til að hægja sér. Kamrar þessir voru eiginlega ekki annað en djúp hola í jörð með skúr umhverfis en þetta krafðist þess vitaskuld að fólk hefði yfir að ráða landskika nærri heimilum sínum en slíkur munaður var alls ekki á allra færi.

 

Þegar holan hafði fyllst gróf eigandinn einfaldlega nýja holu og færði skúrinn til.

 

Náttpottar urðu að sama skapi vinsælir á framanverðri 11. öld. Koppurinn gerði fólki kleift að tæma blöðruna án þess að fara út í kalda og dimma nóttina og pottlaga ílátið mátti geyma undir rúmi og taka fram eftir þörfum.

 

Þegar næturgagnið var orðið fullt, var innihaldi þess hent út um gluggann og þessu fylgdu oft hróp um að gæta sín til þeirra sem áttu leið fram hjá. Innihald næturgagnanna olli því að göturæsin lyktuðu oft skelfilega, meira að segja langar vegalengdir.

 

Mjaltastúlkur útbjuggu áburð

Á meðan borgarbúar þurftu að berjast við úrganginn var saurinn til annarra hluta þarfur í sveitum, þar sem salernisferðir voru skipulagðar með það fyrir augum að nýta dýrmætan úrganginn. Í sveitum gerðu mjaltastúlkurnar þarfir sínar í röðum fyrir aftan kýrnar en vinnumennirnir gengu örna sinna fyrir aftan hrossin.

 

Saurnum var því næst blandað við úrgang skepnanna og hann notaður sem áburður á ökrunum.

 

Inni á milli frjósamra akranna var svo að finna hallir, kastala og herragarða. Þar hafði aðallinn iðulega yfir að ráða litlu húsi sem byggt var rétt utan hallarmúranna. Þar var að finna salernissetu og neðst í kamrinum var svo djúp hola sem náði niður eftir utanverðum hallarmúrunum. Allt eftir gerð múranna endaði saurinn annað hvort í sýkisgryfjunni ellegar á jörðinni utan hallarmúranna.

 

Kamrarnir tryggðu vissulega hreinlæti að vissu marki en stuðluðu hins vegar að því að veikja varnarmúrana. Þegar franskir umsáturshermenn höfðu klifrað upp salernisrennuna við höllina Château Gaillard á Normandí og náð þannig virkinu á sitt vald, var farið að koma fyrir rimlum í rennunum til þess að stöðva óvinainnrásir.

Það sem skipti sköpum fyrir velgengni salernispappírsins voru götuðu rákirnar sem auðvelduðu að hægt væri að rífa pappírinn af.

Teikning af einkaleyfinu leiddi til lykta miklar deilur

Umræðan um á hvorn veginn skuli snúa salernispappírnum er ekki ný af nálinni.

 

Pappírsendinn á rúllunni á ávallt að snúa að salernisgestinum þannig að hann eða hún eigi auðvelt með að rífa pappír af rúllunni án þess að endinn rekist í vegginn.

 

Þetta er sýnt á einkaleyfisteikningunni sem Bandaríkjamaðurinn Seth Wheeler lét fylgja umsókn sinni þegar hann sótti um einkaleyfi fyrir salernispappír árið 1891. Wheeler hafði skapað uppfinningu sem fólst í að vefja salernispappír upp á papparör sem auðvelt var að festa á þar til gerða höldu á veggnum.

 

Þar með hafði Seth Wheeler sjálfur svarað spurningunni sem leitað hefur á marga allar götur síðan: Á endinn á rúllunni að hanga niður meðfram veggnum eða í lausu lofti i átt að notandanum?

Saur og lyktin sem fylgdi olli meira að segja vandkvæðum hjá ríkustu og glæsilegustu hirðinni í Evrópu. Höll Loðvíks sólarkonungs 14. var þekkt fyrir einkar vesæla salernisaðstöðu en þess ber að geta að þrátt fyrir að Versalir hefðu yfir að ráða 2.000 herbergjum og salarkynnum var þar einungis að finna eitt klósett!

 

Á dansleikjum sólarkonungsins höfðu gestirnir fyrir vikið hægðir hvar sem þeir gátu, úti í garði eða á bak við gluggatjöld ef ekki bauðst betra. Hneykslaður Frakki ritaði árið 1764 um Versali:

 

„Fnykurinn í skrúðgarðinum og hallargörðunum veldur viðbjóði“.

 

Vandinn var vel þekktur en þess má geta að Sir John Harington, hirðmaður í hirð Elísabetar 1. Englandsdrottningar, ritaði árið 1596 fyrstu þekktu lýsinguna á vatnssalerni sem hann lýsti sem skál sem spúluð væri hrein með vatni úr vatnsgeymi fyrir ofan skálina.

 

Harington hafði sjálfur útbúið salernið sem hann nefndi Ajax, á heimili sínu í Kelston í Somerset. Ajax samanstóð af salernisskál, vatnskassa yfir skálinni og holu í jörð sem úrgangurinn safnaðist saman í. Hægt var að opna ventil á vatnskassanum með handfangi þannig að vatnið rynni niður í skálina og spúlaði hana þar með hreina.

 

Salerni urðu almenningseign

Hvorki Elísabet Englandsdrottning, né annað hefðarfólk, sýndi uppfinningu Haringtons neinn sérstakan áhuga, sennilega sökum þess að vatnssalernið lyktaði.

 

Loftið sem myndaðist í safnþrónni barst nefnilega upp gegnum frárennslisrörið. Þennan vanda upprætti Skotinn Alexander Cummings 10 árum síðar þegar hann fann upp vatnslásinn.

 

Vatnslásinn gerði það að verkum að þá lá ávallt vatn í rörinu sem hafði lögun eins og bókstafurinn S og kom í veg fyrir að fnykurinn bærist í salernisskálina. Vatnssalerni voru þar með orðin að veruleika en þau kölluðust gjarnan wc (skammstöfun á orðunum water closet eða vatnssalerni).

 

Um aldamótin 1800 barst uppfinningin frá Bretlandseyjum til annarra vestrænna ríkja, meðan annars til Norðurlandanna.

Ég hef heyrt að það sé erfitt að ná réttum vöðvaþrýstingi þarmanna þegar maður situr á klósettinu. Er það satt?

Fyrsti almenningskamarinn í Berlín var opnaður árið 1820 og árið 1834 litu dagsins ljós í París nokkrar pissuskálar fyrir karlmenn.

 

Þegar frárennsliskerfin í Evrópu urðu að veruleika upp úr árinu 1850 gátu stórborgirnar í fyrsta sinn boðið upp á almenningssalerni þar sem íbúarnir gátu setið og teflt við páfann í friði og ró í fyrsta sinn frá tímum Rómverja, án þess að þurfa að fara á kamarinn í húsagarðinum.

 

Fyrstu almenningssalernin litu dagsins ljós árið 1852 í Fleet Street í Lundúnum. „Opinbera biðstofan“, líkt og salernið kallaðist, var einungis ætluð körlum en konurnar þurftu raunar ekki að bíða nema í níu daga eftir sambærilegu úrræði sér til handa.

 

Vatn var lagt í stöðugt fleiri hús og ekki leið á löngu áður en vatnssalerni voru orðin algeng á heimilum fólks. Fyrstu einkasalernin voru vitaskuld gerð úr viði, líkt og við átti um önnur húsgögn en innan skamms komust þrifaleg postulínssalerni í tísku.

Uppfinningamaðurinn George Jennings opnaði fyrsta almenningssalerni heims í London árið 1852.

Klósettseta úr viði

Nýja postulínið þótti vera fullkalt fyrir bera bossa og ískaldar seturnar hrintu af stað nýju kapphlaupi meðal salernisframleiðenda. Þeir höfðu til þessa einbeitt sér að því að útbúa sífellt minni og öflugri vatnssalerni og ekki haft neinar verulegar áhyggjur af vellíðan afturendans.

 

Nú einbeittu þeir sér að klósettsetum og gerðu tilraunir með setur úr viði, postulíni og málmi.

 

Að lokum bar viðarsetan sigur úr býtum, bæði hvað áhrærði verð og ekki hvað síst sökum þess að hún var ekki nándar eins köld, né heit, viðkomu og t.d. málmsetur.

 

Þegar svo Bandaríkjamaðurinn Herbert Cumming Macdonald fékk einkaleyfi fyrir uppfinningu sína á klósettsetu með loki árið 1934 sem hægt var að lyfta upp á hjörum, var klósettseta nútímans orðin að veruleika. Tilgangur Macdonalds var ekki aðeins að útbúa þægilega setu fyrir notandann, heldur jafnframt að koma í veg fyrir að smábörn gætu dottið ofan í klósettið.

 

„Uppfinning mín gæti skapað hættu ef opið er haft óþarflega stórt“, ritaði hann í einkaleyfisumsókn sinni.

Vísindamenn leggja í dag allt kapp á að þróa salerni sem greint geta sjúkdóma með því að efnagreina hægðirnar.

Salerni framtíðarinnar ætlað að rannsaka heilsu okkar

Salerni í dag geta mælt þyngd okkar og blóðþrýsting en markmiðið er að þau geti jafnframt borið kennsl á alvarlega sjúkdóma og varað okkur við þeim.

 

Svonefnd snjallsalerni hafa verið þekkt í Japan allar götur frá því á 9. áratug síðustu aldar. Með því að styðja á hnapp á fjarstýringu hafa Japanar m.a. getað skolað á sér óæðri endann og stjórnað hitastigi klósettsetunnar.

 

Þróunin hefur verið gífurlega ör á undanförnum árum og þess má geta að japanski framleiðandinn Panasonic hefur gert tilraunir með salerni sem mælir þvag og hægðir og sendir ýtarlega skýrslu um ofangreint í tölvupósti til notandans. Ef salernið skynjar eitthvað misjafnt, svo sem eins og blóð í hægðum, er notandinn hvattur til að leita læknis.

 

Tækni þessi er enn í þróun en einstaka snjallsalerni geta nú þegar mælt hjartslátt notandans, þyngd hans og blóðþrýsting. Þetta er gert með skynjurum í salernissetunni.

Árið 1857 hófst bandaríski uppfinningamaðurinn Joseph Gayetty svo handa við að selja pakka með lausum salernispappírsörkum í New York.

 

Pappírinn var seldur sem heilsusamleg nauðsyn, eins og fram kemur í auglýsingu sem Gayetty lét birta í einu af dagblöðum bæjarins.

 

„Brýnasta nauðsyn okkar tíma! Heilsupappír fyrir vatnssalerni frá Gayetty“, státaði uppfinningamaðurinn sig af. Og Gayetty hafði rétt fyrir sér, því pappírinn reyndist vera sú nauðsynjavara sem salernisnotendur höfðu látið sig dreyma um í þúsundir ára.

 

Pappírinn öðlaðist samt sem áður ekki vinsældir fyrr en framleiðandinn Scott Paper Company hóf að selja glæsihótelinu Waldorf í New York salernispappír sinn.

 

Kviksögur um „glæsipappírinn“ létu brátt á sér kræla og nú vildu allir komast yfir slíkan munað.

 

Salernisreynslan hafði nú fullkomnast með vatnssalerni, salernissetu og salernispappír. Meira en þúsund árum eftir fall Rómarveldis hafði loks tekist að leysa þennan brýna vanda.

Lesið meira um sögu salernisins

  • Julie L. Horan: Sitting Pretty: An Uninhibited History of the Toilet, Robson Books, 1998

 

  • Ronald H. Blumer: Wiped: The Curious History of Toilet Paper, Independent, 2013

HÖFUNDUR: Bjørn Bojesen

© The National Gallery. © Library of Congress. © U.S. Patent Office. © Science Museum Archives. © Bill & Melinda Gates Foundation.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is