Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Þann 21. júlí snýr upplýsta hlið tunglsins að jörðu þannig að hér á Íslandi gætum við séð fullt tungl.

BIRT: 17/07/2024

HVAÐ ER FULLT TUNGL?

Tunglið hefur fjögur svokölluð kvartilaskipti allt eftir því hvar það er staðsett miðað við sól og jörðu. Fullt tungl er eitt slíkt kvartilaskipti.

 

Við fullt tungl er jörðin staðsett milli tungls og sólar og tunglið snýr því upplýstri hlið sinni að okkur. 

 

Fyrir utan tunglmyrkva er tunglið alltaf lýst af sólu í meira eða minna mæli. Við fullt tungl er ljósið greinilegast en við kvartilaskiptin nýtt tungl er það veikast. 

Staða tungls miðað við sól og jörð ræður því hvernig við hér á jörðu sjáum tunglið. Þegar jörðin er á milli sólar og tunglsins fáum við fullt tungl og þegar tunglið er næst sólu fáum við nýtt tungl. Kvartilaskipti tunglsins þar á milli nefnast gleitt vaxandi eða gleitt minnkand tungl, allt eftir því hvort við stefnum að fullu tungli eða nýju tungli. 

HVENÆR ER FULLT TUNGL?

Fullt tungl er ekki fágætt fyrirbæri og því er oft mögulegt að sjá fullt tungl frá jörðu. 

 

Það tekur tunglið 29,53059 daga að fara í gegnum sín fjögur kvartilaskipti. Það felur í sér að við fáum fullt tungl minnst einu sinni í hverjum mánuði. 

 

Næsta fulla tungl á Íslandi er þann 21. júlí 2024.

Þegar við fáum tvö full tungl í einum mánuði, eins og var t.d. raunin í ágúst 2023, nefnist síðara fulla tunglið Blue Moon eða „blátt tungl“. Fyrirbæri þetta á sér stað á um 2,5 ára fresti.  Og gerist næst í september 2026.

 

Þetta síðara fulla tungl er þrátt fyrir nafnið ekki blátt. Tunglið getur þó virst vera bláleitt, t.d. eftir eldgos eða skógarbruna þar sem aska þeytist upp í lofthjúpinn og dreifir rauðu ljósi sólar. 

FULLT TUNGL Á ÁRINU 2024

Fullt tungl á árinu 2023

Sjáið hvenær við á Íslandi getum séð fullt tungl í almanakinu hér að neðan 

 

  • Þann 21. júlí – klukkan 10:17 

 

  • Þann 19. ágúst – klukkan 18.25

 

  • Þann 18. september – klukkan 02:34 (Ofurmáni)

 

  • Þann 17. október – klukkan 11:36 (Ofurmáni) 

 

  • Þann 15. nóvember klukkan 20:28

 

  • Þann 15. desember – klukkan 08:01

 

Ofurtungl og smámáni 

Næstu ofurtungl gætu sést á Íslandi þann 18. september og 17. október.

 

Ofurtungl verður til þegar við fáum fullt tungl og tunglið er einnig næst jörðu á braut sinni um hana. Við ofurtungl virkar fullt tungl stærra en venjulega. 

 

Hið gagnstæða sem á sér stað við ofurtungl er smámáni þar sem við höfum fullt tungl og tunglið er einnig lengst í burt frá jörðu á braut sinni um hana.

 

Smátungl var þann 25. mars  í ár.

 

Séð frá jörðu er stærðarmismunur á ofurtungli og smátungli um 14% meðan mismunur í ljósstyrk er allt að 30%.

 

Tunglmyrkvi

Næsti almyrkvi á tungli yfir hluta Evrópu verður 7. september árið 2025. 

HVAÐ ERU JARÐARBERJATUNGL OG HAUSTTUNGL?

Rauðlitað fullt tungl lýsir á sumrin og haustin. 

Þegar við nálgumst sumarsólstöður getum við upplifað að fullt tungl virðist hafa rauðgulan blæ. 

 

Fyrirbærið nefnist jarðarberjatungl og rauðguli liturinn myndast í mánaskini sem á þessum tíma fer í gegnum tiltölulega þykkt lag í lofthjúpnum áður en það nær til okkar hér á jörðu. Blátt ljós dreifist á leiðinni í allar áttir og því er ljós sem nær til augans einkum rauðleitt. 

 

Þetta rauðleita fyrirbæri má einnig sjá um haustjafndægur. Þar er þetta sérstaka fulla tungl þó nefnt hausttungl í staðinn fyrir jarðarberjatungl. 

Nafnið jarðarberjatungl er sagt vera upprunnið frá Algonquin-frumbyggjum í Norður-Ameríku, þar sem þeir uppskáru jarðarber á þessum tíma. Nafnið hefur síðan náð fótfestu víðar í heiminum. 

GETUR FULL TUNGL HAFT ÁHRIF Á SVEFN ÞINN?

Það hefur löngum verið sagt að fullt tungl og kvartilaskipti þess hafi áhrif á svefn okkar. Flestar rannsóknir á þessu sviði hafna þeirri staðhæfingu.

 

Árið 2015 sýndi svissnesk rannsókn með 2.000 þátttakendum engin merki þess að fullt tungl gæti valdið minni eða verri svefni miðað við önnur kvartilaskipti tunglsins. 

 

Nú bendir tilraun sem gerð var við University of Washington í BNA hins vegar til hins gagnstæða. 

 

98 manneskjur í þremur hópum í argentíska héraðinu Formosa tóku þátt í tilrauninni, þar sem mælum var komið á úlnlið þeirra sem skráði svefn og vöku þátttakenda. 

 

Hópar þátttakenda voru greindir að miðað við mismunandi aðgang að rafmagnsljósi. Einn hópurinn hafði engan aðgang að því, annar hafði takmarkaðan aðgang og sá þriðji fullan aðgang. 

 

Rafmagnsljós minnka áhrifin

Niðurstöðurnar sýndu að hópurinn sem hafði engan aðgang að rafmagnsljósi virtist hafa orðið fyrir mestum áhrifum af kvartilaskiptum.

 

Þetta kann að vera rétt þar sem tunglskinið er sterkast fram að fullu tungli og því er eðlilegt að leggjast seinna til svefns á þeim tíma. Fyrir þennan hóp varð svefninn allt að 58 mínútum styttri á næturnar fram að fullu tungli.

 

Fyrir hina hópana tvo voru áhrif tunglsins minni en samt sem áður mælanleg. 

 

Vísindamennirnir endurtóku tilraunina með 464 námsmönnum í borginni Seattle þar sem skin mánans var skyggt með gerviljósi en þá fundu svefnsérfræðingarnir einnig umtalsverðar sveiflur í nætursvefni sem fylgdu svipuðu mynstri og í fyrrnefndri rannsókn. 

 

Vísindamenn telja því að kvartilaskipti tunglsins og áhrif þeirra á svefn okkar liggi djúpt í lífeðlisfræðilegri gerð líkamans og hafi gert það frá því að forfeður okkar þurftu að vera vakandi og nýta tunglsljósið þegar það var til staðar.

HÖFUNDUR: CHARLOTTE KJAER

Shutterstock,© Lasse Alexander Lund-Andersen,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is