Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Flestir muna eftir að hafa forðast að stíga á strikin á gangstéttunum á barnsaldri. Hjá sumum þróast slík þráhyggja síðar meir yfir í áráttu- og þráhyggjuröskun. Vísindamenn gera nú tilraunir með að lækna þennan geðræna kvilla með gervigreind og rafstuði í heila.

BIRT: 20/04/2024

Allar götur frá því að breska blaðakonan og rithöfundurinn Lily Bailey fyrst man eftir sér hafa heyrst tvær raddir í höfði hennar: Hennar eigin innri rödd og svo hins vegar óþægileg, krefjandi rödd sem Lily kallar „hana“.

 

Það er alls ekki skemmtilegt að nota sama heila og „hún“ notar. Lily finnst „hún“ hljóma líkt og reiður liðþjálfi í herstöð þegar „hún“ þylur upp skipanir sínar til hægri og vinstri.

 

„Teldu nú hvað hjartað slær oft í sofandi systur þinni, Ellu og teldu hve oft hún dregur andann, aftur og aftur, því annars deyr hún!“ var meðal þess helsta sem Lily heyrði þegar hún var barn.

 

Þegar hún komst á unglingsaldur öðlaðist óþægilegi herbergisfélaginn inni í höfuðkúpunni enn meiri stjórn á hugsunum Lilyjar.

Árið 2016 gaf Lily Bailey út sjálfsævisögulega bók sína, "Because We Are Bad: OCD and a Girl Lost in Thought", sem segir frá ævilangri baráttu hennar við ÁÞR.

Eins og hún sagði í viðtali í breska dagblaðinu The Guardian árið 2016:

 

„Ég fékk þá stórfurðulegu hugmynd að ég gæti orsakað innri blæðingar í fólki með því rétt að strjúkast við það eða þá að ég gæti deytt það með því að hugsa um það.“

 

Lily Bailey þjáðist af áráttu- og þráhyggjuröskun en um er að ræða einn algengasta geðræna kvillann í víðri veröld.

 

Nú á dögum er unnt að draga úr einkennunum með atferlismeðferð og þunglyndislyfjum, þ.e. svokölluðum SSRI-lyfjum. Nú á hins vegar að reyna að bægja burtu þráhugsunum með gervigreind og vægu rafstuði í heila.

 

Þráhugsanir festast í heilanum

Mörg höfum við fundið fyrir undarlegum þráhugsunum á barnsaldri. Ekki stíga á strikin! Gáðu hvort ljósið er slökkt! Teldu alla ljósastaurana á leiðinni í skólann!

 

Hjá flestum okkar þróast þráhugsanirnar þó sem betur fer ekki á þann veg að þær verði okkur til trafala.

 

Þegar við eldumst lærum við að bægja burtu skyndilegum hugdettum og gefa heilanum rými til að skipuleggja kvöldmatinn eða verkefni dagsins.

 

Þráhugsanirnar festast hins vegar rækilega í heila hjá 1-2% af mannkyninu og þróast í það sem kallast ÁÞR.

Áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR) þekkist varla í börnum en strax og börn eru komin á unglingsaldur fjölgar greiningum þeirra sem þjást af ÁÞR.

Skammstöfunin stendur fyrir orðin áráttu- og þráhyggjuröskun.

 

Sjúkdómurinn lýsir sér sem þráhyggja og áráttuhegðun sem geta orðið algerlega allsráðandi í lífi þess sem þjáist af sjúkdóminum.

 

Áráttuhugsanir snúast gjarnan um óttann við að verða fyrir smiti og sjúklega þörf fyrir að hafa allt í röð og reglu.

 

Þá geta þær einnig falið í sér þvottavenjur, stjórnunaráráttu og endurtekningar.

 

Í slíkum tilvikum þarf sjúklingurinn að bregðast við þráhyggjunni, t.d. með því að þvo sér aftur og aftur eða að ganga úr skugga um, hvað eftir annað, hvort útihurðin sé læst og endurtaka svo allt ferlið á nýjan leik.

„Ég fékk þá stórfurðulegu hugmynd að ég gæti orsakað innri blæðingar í fólki með því rétt að strjúkast við það eða þá að ég gæti deytt það með því að hugsa um það.“

Lily Bailey, höfundur bókarinnar „Because We are Bad: OCD and a Girl Lost in Thought“

Flestir geðrænir kvillar hrjá kynin í mismiklum mæli en ÁÞR gerir engan kynjamun.

 

Álíka margir karlar og konur þjást af ÁÞR. Sjúkdómurinn leggst jafnt á fólk úr ólíkum þjóðfélagsstigum og kemur fyrir í álíka miklum mæli í fátækum og ríkum löndum.

 

Fyrstu einkenni um ÁÞR gera iðulega vart við sig á unglingsárunum og flestir þeirra sem fá einkenni þessa geðræna kvilla þurfa að kljást við hann um langa hríð og oft hefur hann reynst vera ólæknandi.

ÁÞR þvingar okkur til að inna af hendi áráttuhegðun

Áráttu- og þráhugsanir, svo og gjörðir sem orsakast af þeim, eru að öllu jöfnu afar tilgangslausar en geta hins vegar lagt hald á svo stóran þátt af lífi fólks að þær gera það nánast óvinnufært. Hér er að finna fjórar algengustu gerðir áráttuhegðunar.

1. Sjúkleg reglusemi

Óttinn við ringulreið leiðir af sér þörf fyrir að taka til, flokka, koma á reglu og setja hluti í sérstaka röð eða hafa þá samkvæmt tilteknu mynstri. Sjúklingurinn neyðist oft til að telja hluti eða endurtaka ákveðnar athafnir eða setningar aftur og aftur.

2. Hreinlætisæði

Hræðslan við bakteríusmit leiðir af sér óhóflega þörf fyrir að þvo ítrekað hendur og að þrífa tímunum saman. Hreinlætisæðið getur orðið svo slæmt að fólki reynist hálfpartinn ógerlegt að fara að heiman.

3. Söfnunarárátta

Óttinn við að henda einhverju sem kynni að verða þörf fyrir síðar, leiðir af sér þörf fyrir að hamstra eða að geyma alla mögulega hluti. Sumir þróa með sér svo ýkta söfnunaráráttu að hún tekur yfir allt líf þeirra.

4. Endurtekin hegðun

Óttinn við að fara til dæmis út úr eldhúsinu með kveikt á eldavélinni veldur því að fólk með ÁÞR athugar allt  aftur og aftur áður en það kemur sér út. Þessi órökræna hegðun getur staðið yfir í marga klukkutíma.

Þegar kórónuveiran geisaði urðu margir sérfræðingar varir við aukna tíðni ÁÞR. Aukningin átti einkum rætur að rekja til óttans um að smitast af covid.

 

Aukning ÁÞR-tilfella hefur þó reynst vera orðum aukin, að minnsta kosti ef marka má rannsókn sem gerð var við Kaupmannahafnarháskóla fyrr á þessu ári.

 

Þegar rýnt var í rannsóknir á þessu sviði kom nefnilega í ljós að covid kallaði ekki fram aukna tíðni ÁÞR.

 

Á hinn bóginn var því þannig farið að allt að 40% þeirra sem greinst höfðu með ÁÞR fyrir, fundu fyrir aukningu einkenna sinna meðan á heimsfaraldrinum stóð.

 

ÁÞR er að finna í genunum

Sú streita og þau sálrænu áföll sem skyndilegur heimsfaraldur getur haft í för með sér nægir ekki eitt og sér til að orsaka ÁÞR, ef marka má vísindamenn.

 

Til þess að fá sjúkdóminn verður fólk að hafa verið móttækilegt fyrir honum fyrir, annað hvort í genunum eða sökum óeðlilegra breytinga í heilanum.

 

Í yfirlitsgrein sem birt var árið 2021 bentu m.a. danskir og sænskir vísindamenn á að hættan á að veikjast af ÁÞR sé á bilinu fjórfalt til tuttugufalt meiri en ella ef aðrir fjölskyldumeðlimir þjást einnig af sjúkdóminum.

 

Tölvusneiðmyndir af heila hafa einnig leitt í ljós að ÁÞR er oft tengd mjög sérstökum breytingum í nokkrum þeirra straumrása sem senda taugaboð um heilann.

 

Þessi vitneskja um hvar ÁÞR á upptök sín í heilanum hefur gagnast vísindamönnum við að komast að raun um með hvaða hætti megi lækna kvillann á alveg nýjan hátt.

Þráhugsanir valda óreiðu í straumrásinni

Þráhugsanir ná ekki að festa sig í heila hjá heilbrigðu fólki. Þeir sem þróa með sér ÁÞR missa smám saman getuna til að loka fyrir órökréttar áhyggjurnar. Slíkt leiðir af sér óheilbrigða þráhyggjuhegðun.

1. Heilbrigður heili beislar óttann

Óttinn við að hafa gleymt að slökkva á straujárninu virkjar „hvatningarrás“ heilans (gult) sem gerir það að verkum að við aðgætum hvort við höfum slökkt. Því næst virkjast „afvenjurás“ heilans (rautt) og við hættum að tengja straujárn við hættu.

2. Stöðugur ótti fær yfirhöndina

Þegar ÁÞR fyrst gerir vart við sig minnkar starfsemin í afvenjurásinni (rautt). Þegar við leiðum hugann að straujárninu virkjast hvatningarrásin (gult) hvað eftir annað og óttinn við eldsvoða gerir það að verkum að við aðgætum straujárnið hvað eftir annað.

3. Þráhugsunin verður að óhagganlegum vana

Þegar ÁÞR hefur þróast slokknar á fyrri rásunum tveimur (grátt) og vanarásin (grænt) virkjast. Nú er orðinn fastur vani að aðgæta straujárnið og hegðunin á ekki rætur að rekja til ótta við eldsvoða, heldur helgast hún af órökréttum þráhugsunum.

Þráhugsanir valda óreiðu í straumrásinni

Þráhugsanir ná ekki að festa sig í heila hjá heilbrigðu fólki. Þeir sem þróa með sér ÁÞR missa smám saman getuna til að loka fyrir órökréttar áhyggjurnar. Slíkt leiðir af sér óheilbrigða þráhyggjuhegðun.

1. Heilbrigður heili beislar óttann

Óttinn við að hafa gleymt að slökkva á straujárninu virkjar „hvatningarrás“ heilans (gult) sem gerir það að verkum að við aðgætum hvort við höfum slökkt. Því næst virkjast „afvenjurás“ heilans (rautt) og við hættum að tengja straujárn við hættu.

2. Stöðugur ótti fær yfirhöndina

Þegar ÁÞR fyrst gerir vart við sig minnkar starfsemin í afvenjurásinni (rautt). Þegar við leiðum hugann að straujárninu virkjast hvatningarrásin (gult) hvað eftir annað og óttinn við eldsvoða gerir það að verkum að við aðgætum straujárnið hvað eftir annað.

3. Þráhugsunin verður að óhagganlegum vana

Þegar ÁÞR hefur þróast slokknar á fyrri rásunum tveimur (grátt) og vanarásin (grænt) virkjast. Nú er orðinn fastur vani að aðgæta straujárnið og hegðunin á ekki rætur að rekja til ótta við eldsvoða, heldur helgast hún af órökréttum þráhugsunum.

Í desember 2021 birtu bandarískir vísindamenn niðurstöður tilraunar sem fól í sér að rafskaut voru grædd í heila fimm sjúklinga sem voru með ÁÞR á mjög alvarlegu stigi.

 

Rafskautin voru tengd við litlar tölvur sem sjúklingar geymdu í vasanum. Tölvan skráði heilastarfsemina í hinum ólíku tauganetum heilans.

 

Þá var einnig notað smáforrit í snjallsíma sjúklinganna sem gerði þeim kleift að skrá jafnóðum þráhugsanir sínar og gerðir, þegar slíkt gerði vart við sig.

 

Vísindamennirnir að baki rannsókninni söfnuðu á nokkrum mánuðum saman gögnum úr rúmlega eitt þúsund klukkustundum af heilastarfsemi og viðeigandi einkennum í ÁÞR-sjúklingunum fimm.

 

Með hjálp tölvu var síðan unnt að nota gögnin sem söfnuðust til að finna mynstur í taugaboðum heilans þegar sjúklingurinn t.d. þvoði sér um hendurnar aftur og aftur.

 

Með þessu móti komust vísindamennirnir ekki einungis að raun um hvernig þráhyggjuhegðun er gefin til kynna líkamlega í heilanum. Þeir gátu nefnilega einnig beitt þessari nýju vitneskju til að koma í veg fyrir að hegðunin gerði vart við sig.

Vísindamönnum hefur tekist að draga úr einkennum ÁÞR svo um munar, með því að senda vægan rafstraum gegnum tiltekna hluta heilans með litlum rafskautum (fjólublá strik).

Í tölvunni var reiknað út hvaða rafboð þyrfti að senda aftur til heilans í því skyni að gera þau taugaboð hlutlaus sem orsakað höfðu þráhyggjuhegðunina.

 

Þegar svo tölvan var notuð til að örva heilann með þessum rafboðum mátti greina áhrifin nær samstundis.

 

Þörfin fyrir að inna af hendi hefðbundna þráhyggjuhegðun minnkaði og sjúklingurinn fann fyrir þægilegri tilfinningu sem einkenndist af gleði og ró.

 

Meðferð dregur úr ÁÞR

Meðferð sem felur í sér notkun þessara háþróuðu rafskauta er enn á tilraunastigi og verður aðeins í boði fyrir þá sem eru illa haldnir af áráttu- og þráhyggjuröskun.

 

Sjúklingar með vægari einkenni geta til allrar hamingju nú þegar leitað aðstoðar hjá læknum sem t.d. bjóða upp á lyfjameðferð og hugræna meðferð.

 

Því miður er engin trygging fyrir að fólk hljóti lækningu og þess ber að geta að einkennin gera vart við sig aftur hjá 25-40% sjúklinganna. Alls 10% þeirra hafa ekkert gagn af meðferðinni.

40% þeirra sem þjáðust af ÁÞR fundu fyrir verri einkennum meðan á heimsfaraldrinum stóð.

Bestur árangur næst þegar beitt er meðferð sem kallast berskjöldunar- og slokknunaraðferð.

 

Sú meðferð byggir á því að útsetja sjúklingana fyrir örvun sem þeir sjálfir álíta geta verið skaðlega fyrir þá og jafnframt að koma í veg fyrir að þeir geti hrint í framkvæmd þráhyggjuhegðuninni.

 

Með þessu getur t.d. verið átt við að sýna þeim straujárn og síðan að meina þeim að ganga úr skugga um hvort þeir hafi munað að slökkva á því eða þá að láta þá nota skítugan vask án þess að fá tækifæri til að þrífa hann.

 

Með þessu móti lærist sjúklingunum smám saman að það gerist ekkert slæmt þó svo að þeir hunsi órökrétta þráhyggjuhegðun sína og þeim lærist að hræðslan á ekki við rök að styðjast.

 

Myndskeið:,,Mér fannst ég vera af annari tegund”

Hin enska Lily Bailey þjáist af ÁÞR og hefur glímt við þráhyggjuhugsanir allt sitt líf. Hér segir hún frá því hvernig sjúkdómurinn þróaðist yfir í undarlega listamaníu sem yfirtók allt hennar daglega líf.

Berskjöldunar- og slokknunaraðferðin var einmitt það úrræði sem gagnaðist bresku blaðakonunni og rithöfundinum Lily Bailey þegar hugur hennar fylltist af þráhugsunum.

 

Eftir að hafa haldið kvilla sínum leyndum fyrir umhverfinu alla barnæsku fór að bera svo mikið á áráttu- og þráhugsunum hjá Lily þegar hún var 16 ára gömul að hún leitaði til geðlæknis og fékk viðeigandi aðstoð.

 

Berskjöldunar- og slokknunaraðferðin gagnaðist Lily Bailey þó ekki til að bregðast stöðugt við þeim skipunum sem ÁÞR-sjálfið hennar hrópaði stöðugt að henni inni í höfuðkúpunni.

 

Fólk þarf að sigrast á miklu ef því á að verða kleift að hunsa hina röddina í höfðinu stöðugt.

 

„Þetta er svolítið eins og að stökkva fram af kletti. Það er óhugnanlegt að sitja uppi með allar þessar hugsanir án þess að leiða hugann að þeim,“ sagði hún í viðtali á BBC um berskjöldunar- og slokknunaraðferðina árið 2017.

 

„Mér hefur hins vegar lærst gegnum tíðina að ég geri allt miklu verra ef ég bregst við skipununum.“

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: GORM PALMGREN , ANDREAS EBBESEN JENSEN

© Mauro Grigollo,© Lotte Fredslund, Shutterstock,

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

5

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

6

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

1

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

2

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

3

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

4

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

5

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

6

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Í spænsku borgarastyrjöldinni lifði hermaður nokkur það af, líkt og fyrir kraftaverk, að fá byssukúlu gegnum heilann. Eftir þetta gat hermaðurinn lesið dagblöðin á hvolfi. Atburðurinn veitti vísindamönnum nýja innsýn í starfsemi heilans.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is