Höfuðkúpan er bara beinahulstur sem umlykur heilann og verndar hann.
Það hefur lengi verið hin viðtekna hugmynd um höfuðkúpuna.
En nýjar rannsóknir sýna að þetta er allt of einfölduð mynd.
Nú síðast hafa breskir og þýskir vísindamenn komist að því að beinmergur í höfuðkúpunni býr yfir alveg sérstöku ónæmiskerfi sem kynni að geta orðið til hjálpar við að greina og meðhöndla ýmsa heilasjúkdóma, svo sem t.d. alzheimer og heilablóðfall.
Gegnsær vefur afhjúpar tenginguna
Vísindamennirnir rannsökuðu heilahimnurnar þrjár sem á læknamáli nefnast „meninges“ en þær mynda tengslin milli heilans og höfuðkúpunnar.
Heilavefur og bein voru meðhöndluð með ýmsum efnum í aðgerð sem nefnd er „vefhreinsun“ og gerir bæði bein og mjúka vefi gagnsæja.
Vefirnir voru því næst gegnumlýstir til að greina hvar auðveldustu leiðir milli beina og heilavefs væri að finna.
Samspilið milli miðtaugakerfisins og höfuðkúpunnar rannsökuðu vísindamennirnir með þrívíddarskönnun.
Vísindamenn hreinsuðu meðal annars vef í heila og höfuðkúpu. Hér gerir tæknin ljósinu kleift að fara í gegnum höfuðkúpuna og basthimnuna sem er yst og harðasta himna heilans. Fjólubláu punktarnir (SMC) eru tengingar milli höfuðkúpu og heilahimnu.
Frumur höfuðkúpunnar viðkvæmar fyrir sýkingum
Rannsóknirnar sýndu að tengingar frá beinum höfuðkúpunnar náðu dýpra inn í ystu og hörðustu himnuna en talið hefur verið.
Nánari rannsóknir á frumum úr sex mismunandi beinum, ystu heilahimnunni og heilanum sjálfum sýndu að frumur á mismunandi stöðum hafa sérstök einkenni.
Frumur úr „calvaria“ efst í höfuðkúpunni, reyndust hafa mest af þeim genum sem gegna mikilvægasta hlutverkinu við að valda bólgum.
Falsaðar og villandi rannsóknaniðurstöður hafa seinkað þróun lyfja gegn Alzheimer um 15 ár. Fölsku niðurstöðurnar bentu á eitt stakt prótín sem sökudólginn. Nú kemur í ljós að þetta prótín er miklu frekar til gagns!
Bólgur eru einmitt vörn ónæmiskerfisins gegn óþekktum og sjúkdómsvaldandi efnum og eiga verulegan þátt í sumum alvarlegum heilasjúkdómum, enda geta þessar varnir skaðað heilafrumur og leitt af sér t.d. blóðtappa eða alzheimer.
Vísindamennirnir gera sér nú vonir um að skannanir á höfuðkúpunni geti afhjúpað bólguástand í heila án þess að grípa þurfi til alvarlegri og hættulegri aðgerða.
„Þessi nákvæma greining á höfuðkúpu og bólguástandi við mismunandi sjúkdóma gefur til kynna að aðferðina megi nota til að greina og vakta sjúkdóma í framtíðinni,“ segja vísindamennirnir í niðurstöðum sínum.
Alzheimer þróast á 3 stigum
Þróun alzheimers hefst mörgum árum áður en fyrstu einkenna verður vart en eftir það getur þróunin verið hröð – að meðaltali lifa sjúklingar í sjö ár eftir fyrstu greiningu.
1. Alzheimer þróast á 3 stigum
Þróun alzheimers hefst mörgum árum áður en fyrstu einkenna verður vart en eftir það getur þróunin verið hröð – að meðaltali lifa sjúklingar í sjö ár eftir fyrstu greiningu.
2. Erfiðleikar með minni
Skaðlegir kekkir dreifast um fleiri heilasvæði og heilafrumur taka að deyja. Þetta bitnar á minnis- og hugsunarhæfni. Orð taka að gleymast og sömuleiðis hvar t.d. bíllyklarnir voru settir. Tími: Um 2 ár.
3. Vitglöp valda erfiðleikum
Stórir hlutar heilans taka að brotna niður. Minnið er mjög laskað og margt gleymist fljótt. Áttun, málfærni, dómgreind og skipulagshæfni veiklast og stundum fylgir persónuleikaröskun. Tími: Oftast 3-11 ár.