Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Í mörg þúsund ár hefur sífrerinn í Síberíu haldið sýnishornum af dýralífi ísaldar í frysti. Nú bráðnar ísinn og um leið birtast okkur fullkomlega varðveitt dýr frá forsögulegum tíma.

BIRT: 11/05/2024

Varðveitt í ísnum: Loðfíll geymir enn DNA

Sífrerinn er allt að 70 metra þykkt lag af freðnum, vatnsblönduðum jarðvegi og lífrænum leifum. Í þessum ís varðveitast dýr og jurtir árþúsundum saman. Þekktasti fundurinn er 28.000 ára gamall, ullarhærður loðfíll, kallaður Yuka. Í vöðva- og mergfrumum má enn finna DNA.

Fíllinn og músin: DNA loðfíls sett í músaregg

Vísindamenn settu frumukjarna með erfðaefni loðfíls í eggfrumu músar og sáu að á frumstigi, fyrir frumuskiptingu, virkaði allt eðlilega. Frumur sem skipta sér eru eitt fyrsta skrefið á þeirri vegferð að klóna risa dýraríkisins á ísöld.

Plastúlfur: Stór haus fannst hjá fljóti

Sumarið 2018 fann íbúi í Síberíu 40 sentimetra og allt að 40.000 ára gamlan úlfshaus. Síðan hefur verið unnið að plastfyllingu haussins. Vatn og fita eru soguð úr frumunum en fljótandi plast sett í staðinn.

Drukknað folald: Jafnvel nasahárin varðveitt

Fyrir 42.000 árum drukknaði tveggja mánaða folald í eðju í Síberíu. Frostið hefur síðan varðveitt þetta folald í súrefnissnauðu tímahylki, þar til það kom aftur í ljós í ágúst 2019. Húð, hófar og jafnvel fíngerðu hárin í nösunum hafa varðveist fullkomlega.

Elsta blóð: Í skrokknum var enn fljótandi blóð og þvag

Þegar vísindamenn opnuðu þennan 42.000 ára gamla folaldsskrokk, reyndist enn fljótandi blóð í æðunum. Það telst elsta blóð sem varðveist hefur. Í maganum fannst líka síðasta máltíð folaldsins og í þvagblöðrunni var enn þvag í fljótandi formi.

Uss, ljónið sefur: Hellaljónshvolpar frusu í hel

Þrír fullkomlega varðveittir hellaljónshvolpar hafa fundist eftir 25-50 þúsund ára dvöl í sífreranum. Greiningar á þessum kafloðnu krílum eiga að leiða í ljós hvort hellisljónin voru skyld Afríkuljónum nútímans eða kannski af ætt tígrisdýra.

Ullarrisi í gullnámu: Frostið skóf hárin af

Stærsti og best varðveitti ullarnashyrningurinn var uppi fyrir 39.000 árum og talið að hann hafi vegið um 1,5 tonn. Þegar gullnámuverkamenn fundu þetta stórvaxna kvendýr hafði frostið fjarlægt ullarhárin að langmestu leyti.

Náttúrulegur dauðdagi: Vísundstarfur var 170 cm á herðakamb og 600 kg

Steppuvísundur fannst í svefnstellingu með fæturna dregna inn undir skrokkinn og höfuðið í hvíldarstöðu. Þessi tarfur er um 10.500 ára gamall og ber engin ummerki rándýra. Það ber vitni um náttúrulegan dauðdaga og þykir merkilegt.

Úlfshvolpur: Hellisþakið hrundi yfir hann

Úlfshvolpur lét lífið þegar hellirinn hrundi saman og hefur síðan legið í frosti. Hvolpurinn var aðeins 6-7 vikna gamall. Tennurnar sýna að hann hefur ekki lengur verið á spena, heldur lifað á fiski úr nærliggjandi ám.

Ullarnashyrningur: Best varðveitta ísaldardýrið

Ullarnashyrningur náðist upp úr sífreranum með fjölmarga mjúka vefi óskemmda. Þessi nashyrningur er meðal allra best varðveittu dýra sem fundist hafa í sífreranum. Vísindamenn telja dýrið hafa verið 3-4 ára þegar það drukknaði fyrir 20-50 þúsund árum.

Varðveitt í ísnum: Loðfíll geymir enn DNA

Sífrerinn er allt að 70 metra þykkt lag af freðnum, vatnsblönduðum jarðvegi og lífrænum leifum. Í þessum ís varðveitast dýr og jurtir árþúsundum saman. Þekktasti fundurinn er 28.000 ára gamall, ullarhærður loðfíll, kallaður Yuka. Í vöðva- og mergfrumum má enn finna DNA.

Fíllinn og músin: DNA loðfíls sett í músaregg

Vísindamenn settu frumukjarna með erfðaefni loðfíls í eggfrumu músar og sáu að á frumstigi, fyrir frumuskiptingu, virkaði allt eðlilega. Frumur sem skipta sér eru eitt fyrsta skrefið á þeirri vegferð að klóna risa dýraríkisins á ísöld.

Plastúlfur: Stór haus fannst hjá fljóti

Sumarið 2018 fann íbúi í Síberíu 40 sentimetra og allt að 40.000 ára gamlan úlfshaus. Síðan hefur verið unnið að plastfyllingu haussins. Vatn og fita eru soguð úr frumunum en fljótandi plast sett í staðinn.

Drukknað folald: Jafnvel nasahárin varðveitt

Fyrir 42.000 árum drukknaði tveggja mánaða folald í eðju í Síberíu. Frostið hefur síðan varðveitt þetta folald í súrefnissnauðu tímahylki, þar til það kom aftur í ljós í ágúst 2019. Húð, hófar og jafnvel fíngerðu hárin í nösunum hafa varðveist fullkomlega.

Elsta blóð: Í skrokknum var enn fljótandi blóð og þvag

Þegar vísindamenn opnuðu þennan 42.000 ára gamla folaldsskrokk, reyndist enn fljótandi blóð í æðunum. Það telst elsta blóð sem varðveist hefur. Í maganum fannst líka síðasta máltíð folaldsins og í þvagblöðrunni var enn þvag í fljótandi formi.

Uss, ljónið sefur: Hellaljónshvolpar frusu í hel

Þrír fullkomlega varðveittir hellaljónshvolpar hafa fundist eftir 25-50 þúsund ára dvöl í sífreranum. Greiningar á þessum kafloðnu krílum eiga að leiða í ljós hvort hellisljónin voru skyld Afríkuljónum nútímans eða kannski af ætt tígrisdýra.

Ullarrisi í gullnámu: Frostið skóf hárin af

Stærsti og best varðveitti ullarnashyrningurinn var uppi fyrir 39.000 árum og talið að hann hafi vegið um 1,5 tonn. Þegar gullnámuverkamenn fundu þetta stórvaxna kvendýr hafði frostið fjarlægt ullarhárin að langmestu leyti.

Náttúrulegur dauðdagi: Vísundstarfur var 170 cm á herðakamb og 600 kg

Steppuvísundur fannst í svefnstellingu með fæturna dregna inn undir skrokkinn og höfuðið í hvíldarstöðu. Þessi tarfur er um 10.500 ára gamall og ber engin ummerki rándýra. Það ber vitni um náttúrulegan dauðdaga og þykir merkilegt.

Úlfshvolpur: Hellisþakið hrundi yfir hann

Úlfshvolpur lét lífið þegar hellirinn hrundi saman og hefur síðan legið í frosti. Hvolpurinn var aðeins 6-7 vikna gamall. Tennurnar sýna að hann hefur ekki lengur verið á spena, heldur lifað á fiski úr nærliggjandi ám.

Ullarnashyrningur: Best varðveitta ísaldardýrið

Ullarnashyrningur náðist upp úr sífreranum með fjölmarga mjúka vefi óskemmda. Þessi nashyrningur er meðal allra best varðveittu dýra sem fundist hafa í sífreranum. Vísindamenn telja dýrið hafa verið 3-4 ára þegar það drukknaði fyrir 20-50 þúsund árum.

Ef þú varst að skoða þessa grein í símanum er óhætt að mæla með því að líta á hana í tölvunni þegar þú kemur heim. Þar sjást dýrin í fullri lengd ásamt öllum hinum forvitnilegu smáatriðunum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: LEA MILLING KORSHOLM

Ritzau Scanpix, Tatsuma Yao, Sibirian Times, Bernard Buigues, Gennady Boeskorov, Goverment of Yukon, Valery Plotnikov

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Náttúran

Forneðlur lágu á eggjunum

Náttúran

Hve þungt er ljósið?

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is