Search

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Neðanjarðarsveppur hefur komið vísindamönnum verulega á óvart með gríðarlegri stærð sinni. Hann er tvöfalt stærri en menn héldu í upphafi og er á stærð við 100 fótboltavelli.

BIRT: 08/02/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Einn stærsti og elsti íbúi þessa heims – hunangssveppur – hefur breitt ótrúlega mikið úr sér.

 

Vísindamenn við Missouriháskóla í BNA hafa nú gert nýjar rannsóknir á hunangssveppnum Armillaria gallica sem vex í Michiganríki.

 

Neðanjarðar nær þessi sveppur yfir 0,75 ferkílómetra svæði eða sem svarar 100 fótboltvöllum.

Á yfirborðinu láta hungassveppir lítið fyrir sér fara, en undir yfirborðinu getur einn sveppur teygt sig um marga ferkílómetra svæði.

Sömu vísindamenn uppgötvuðu sveppinn á níunda áratugnum og þá töldu þeir hann vera um 1.500 ára gamlan.

 

Nú hafa þeir fylgst með sveppnum í þrjú ár og rannsóknirnar sýna að hann er tvöfalt stærri en þeir töldu í upphafi.

 

Jafnframt álíta vísindamennirnir nú að sveppurinn hljóti að vera a.m.k. 2.500 ára gamall miðað við vaxtarhraðann.

7.500 tonn vegur sveppurinn, sem telst stærsta lífvera jarðarinnar. Þyngdin er á við 50 fullvaxnar steypireyðar.

Einnig var rannsakað hversu oft stökkbreytingar verða í sveppnum. Það kom á óvart hversu fátíðar þær voru í samanburði við aðrar lífverur svo sem plöntur og dýr.

 

Þetta gæti þó einmitt verið skýringin á því að sveppurinn skuli hafa lifað svo lengi og náð þessari stærð.

 

Stærstu lífverur jarðar

Vísindamennirnir segja að lág tíðni stökkbreytinga geti stafað af því hve mikið að sveppinum er neðanjarðar og þar með í skjóli frá útfjólubláum geislum sólarljóssins sem annars valda iðulega stökkbreytingum í genum.

 

Í Washington og Oregon hafa líffræðingar fundið aðra hunangssveppi sem dreifa enn meira úr sér, t.d. Armillaria ostoyae sem næt yfir nærri 10 ferkílómetra svæði.

 

Útreikningar sýna að væri sá sveppur grafinn upp og vigtaður, yrði hann um 7.500 tonn, sem gerir hann að þyngstu líffveru á jörðinni.

BIRT: 08/02/2023

HÖFUNDUR: Jens E. Mattihiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is