Hugvitssöm dýr sigrast á gróðursnauðri ísbreiðunni

Meðalhitinn nemur 57 kuldagráðum en einkar sérhæfð dýr láta sér fátt um kuldann á Suðurskautslandinu finnast. Sum þeirra lifa á úrgangi sela á meðan önnur eru frostþolin.

BIRT: 24/10/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Stærsta landdýrið á Suðurskautslandinu er skordýr

Raunveruleg landdýr, þ.e. tegundir sem verja allri ævinni á landi, eru ekki mörg á Suðurskautslandinu. Hið stærsta er í rauninni lítil vængjalaus mýfluga, sem náð getur 6 mm lengd. Jafnframt er um eina skordýrið á Suðurskautslandinu að ræða.

 

Mýflugurnar lifa stuttu, erilsömu lífi eftir að þær verða fullvaxta, í tíu daga á miðju sumrinu. Lirfustigið undir ísnum stendur hins vegar yfir í alls tvö ár. Dýrin verja sig gegn kuldanum með því að safna sykurefnum í frumunum, sem koma í veg fyrir ísmyndum. Mýflugurnar hafa aðlagast kuldanum svo vel að þær drepast ef hitinn fer upp í 10 gráður.

 

Sæsvín nýta hafsbotninn

Fæðu er ekki eingöngu að finna í efstu lögum sjávarins umhverfis Suðurskautslandið, því hafsbotninn er jafnframt næringarríkur og þessa staðreynd nýta sæsvínin sér til hins ýtrasta. Þessi 20 cm löngu dýr eru skyld sæbjúgum, en þau synda yfir hafsbotninn í stórum torfum og fínkemba hann, tyggja í sig efstu lögin, líkt og regnormar gera á landi.

 

Sæsvínin lifa á lífrænum efnum sem eru hluti af botninum, ellegar hafa fallið niður á hafsbotninn úr sjónum, t.d. hvalahræjum. Dýrin sjá jafnframt til þess að halda hringrás næringarefnanna gangandi þannig að þau nýtist aftur í stað þess að eyðast á hafsbotninum.

 

Sorphirðufugl Suðurskautslandsins lifir á saur, spýju og fylgjum

Slíðurnefurinn með þykkan, hvítan fjaðurhaminn minnir einna helst á stóra, magamikla dúfu.

 

Fuglinn hegðar sé hins vegar allt öðruvísi en dúfa því segja má að slíðurnefurinn sé eins konar hrægammur Suðurskautslandsins.

 

Um er að ræða ágætis flugfugla en hins vegar eru þeir öldungis ófærir um að að synda né kafa eftir fæðunni því þá skortir sundfit. Þess í stað sinna þeir sorphirðu á þessu ískalda meginlandi. Þeir sinna tiltekt eftir að selir kæpa, éta blóð, fylgju og annan úrgang sem myndast eftir kæpinguna.

 

Verði nýr selssaur á vegi fuglanna, éta þeir hann einnig. Á búsvæðum mörgæsanna leggja þeir sér til munns brotin egg og dauða unga af mikilli áfergju og fúlsa heldur ekki við spýju mörgæsanna. Í grennd við rannsóknarstöðvarnar éta þeir sorp og annan úrgang mannsins.

 

Mjög mikilvægt er að slík dýr lifi á landsvæðum á borð við Suðurskautslandið. Kuldinn varðveitir hræ og annan úrgang og fyrir vikið tekur langan tíma fyrir slíkt að eyðast. Slíðurnefurinn sér til þess að þetta gangi miklu hraðar fyrir sig en ella.

BIRT: 24/10/2022

HÖFUNDUR: LARS THOMAS

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shuttersstock, © Richard E. Lee Jr, © David Wrobel/Seapics, © Rick Price/Getty Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is