Alheimurinn

Yfirlitið: NASA nefnir 5 draumamarkmið

Undir hatti verkefnisins New Frontiers hefur NASA hingað til fjármagnað fjóra meiriháttar leiðangra út í sólkerfið. Nú hefur stofnunin tilnefnt fimm mögulega áfangastaði fyrir næsta stórleiðangur – þessa hér:

BIRT: 04/05/2024

Ættum við að öðlast frekari vitneskju um tunglið okkar, kynna okkur betur sögu sólkerfisins eða leita að lífi á öðrum plánetum? Dómnefnd NASA stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum þegar á að  velja næstu ferðir New Frontiers geimáætlunarinnar.

 

Árið 2023 kynnti NASA lista yfir hugsanlega áfangastaði fyrir næsta verkefni áætlunarinnar. Rannsóknarteymi alls staðar að úr heiminum geta nú lagt fram hugmyndir sínar um fimm mismunandi áfangastaði.

 

Eitt hugsanlega verkefnið er að rannsaka okkar eigið tungl, annað verkefni er að kanna halastjörnu, en síðustu þrjú verkefnin gætu snúist um ferðir til ytra sólkerfisins, það er tungl Júpíters Íó og gasreikistjörnuna Satúrnus og tungl hennar Enceladus.

 

Lestu um áfangastaðina fimm hér.

 

Halastjarnan

NASA vill rannsaka hvort byggingarefni lífvera geti hafa borist með halastjörnum.

Áfangastaður: En ótilgreind halastjarna.

 

Tilgangur: Geimfarið á að taka sýni af yfirborðinu.

 

Halastjörnur geta verið frá nokkur hundruð metrum upp í meira en 10 km í þvermál. Þær eru samsettar úr ís, ryki og berghnullungum og því stundum nefndar „skítugir snjóboltar“. Megintilgangurinn er að rannsaka efnið og leita að flóknum, lífrænum sameindum. Greiningar loftsteina sem fundist hafa á jörðu niðri benda til að sumar halastjörnur og loftsteinar búi yfir amínósýrum sem eru meðal byggingarefna lífvera og mögulega sumum þeim bösum sem mynda bæði DNA og RNA. Þessar vísbendingar hafa lyft þeirri hugmynd á flug að lífið hafi ekki myndast hér, heldur sé aðflutt.

 

Tunglið

Á tunglinu má annað hvort rannsaka stóran gíg eða uppbyggingu hnattarins.

Gígur getur sýnt loftsteinaregn

Áfangastaður: Yfirborð tunglsins eða risagígur.

 

Tilgangur 1: Geimfarið á að taka sýni úr Aitkengígnum.

 

Tilgangur 2: Jarðvirknimælingar eiga að greina hnöttinn hið innra.

 

Fyrir verkefnið New Frontiers 5 hefur NASA tilnefnt tvo rannsóknarmöguleika á tunglinu. Annar möguleikinn er Aitken-gígurinn á suðurpólnum en hann er talinn eftir loftstein sem þar skall niður fyrir 4,2 milljörðum ára. Greiningar gætu gefið vísbendingar um svokallað síðbúið loftsteinaregn, þegar loftsteinum og halastjörnum rigndi niður á innri hnetti sólkerfisins, þar á meðal jörðina. Hinn möguleikinn felst í jarðvirknimælingum sem gætu gefið betri mynd af byggingu hnattarins.

 

Gasplánetan

Í gufuhvolfi Satúrnusar má finna mikilvægar upplýsingar um þau efni sem á plánetunni er að finna.

Sjálfsmorðsferðir inn að Satúrnusi

Áfangastaður: Gufuhvolf Satúrnusar.

 

Tilgangur: Smátæki verða send í sjálfsmorðsferðir niður í gegnum gufuhvolf gasrisans.

 

Satúrnus er nánast einvörðungu úr vetni og helíum en í gufuhvolfinu eru þó fleiri frumefni og það eru m.a. þau sem allmörg smátæki eiga að greina. Á för sinni niður í gegnum gufuhvolfið á að nota svonefnda massarófsmæla til að greina mismunandi ísótóp vetnis, kolefnis og súrefnis. Önnur tæki gefa upplýsingar um hitastig og þrýsting í mismunandi lögum gufuhvolfsins. Tækin verða í fallhlífum og eiga að komast 250 km niður í gufuhvolfið og senda gögn til geimfarsins í klukkutíma áður en þrýstingurinn gerir út af við þau.

 

Gostunglið

Tungl Júpíters, Io, er sá hnöttur í sólkerfinu þar sem eldvirkni er mest. Nýr leiðangur gæti mögulega kannað þennan hnött nánar.

Eldgos mótuðu hnöttinn.

Áfangastaður: Io, tungl Júpíters.

 

Tilgangur: Geimfarið á að fara mjög nálægt Io eða mögulega á sporbaug.

 

Io er þriðja stærsta tungl Júpíters og sá hnöttur í sólkerfinu þar sem eldvirkni er ofsafengnust. Geimfarið á að safna gögnum sem sýna flekahreyfingar og hvernig þær skýrast af aðdráttarafli Júpíters sjálfs og annarra stórra tungla. Geimfarið á til viðbótar að kortleggja yfirborðið og greina hve stór hluti möttulsins er fljótandi. Loks á svo að ganga úr skugga um hvort Io hefur eigið segulsvið og þar með fljótandi járnkjarna.

Vísindamenn um allan heim keppa nú um hylli NASA. Útvaldir fá að skipuleggja einstæðan leiðangur og hanna geimfar sem sent verður út í sólkerfið til að leysa sumar af stærstu ráðgátum þess.

Ístunglið

Enceladus heillar vísindamenn, því þar er bæði vatn og mikilvægustu efnin sem byggja lífverur.

Í leit að lífi undir ísnum

Áfangastaður: Enceladus, ístungl Satúrnusar.

 

Tilgangur: Geimfarið á fara mjög nálægt Enceladusi eða mögulega á sporbaug.

 

Undir helfrosnu yfirborðinu á Enceladusi er mikið haf gert úr saltvatni og upp um glufur í íshellunni þeytast ísstrókar mörg hundruð kílómetra út í geiminn. Með því að safna sýnum úr þessum gosstrókum má rannsaka efnainnihald sjávarins. Mælingar sem geimfarið Cassini gerði benda til að þar séu öll frumefni sem lífverum eru nauðsynleg en engin ummerki lífs hafa þó fundist. Megintilgangurinn er að finna slík ummerki – lífrænar sameindir sem gætu sannað tilvist lífvera.

HÖFUNDUR: JENS MATTHIESEN

© Getty Images,© E. Kolmhofer, H. Raab, Johannes-Kepler-Observatory, Linz, Austria,© NASA Goddard,© NASA/JPL/Space Science Institute,© NASA

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

4

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

5

Jörðin

Jörðin eftir manninn

6

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Jörðin eftir manninn

Hvað verður um jörðina þegar við verðum horfin? Að sögn vísindamanna munu úlfaflokkar dreifast hratt á meðan borgirnar hrynja og sökkva. Hins vegar munu síðustu ummerki mannkyns standa til enda alheimsins.

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is