Náttúran

Skógareldar geisa um gjörvallan hnöttinn

Mjög stór skógarsvæði verða skógareldum að bráð og draga þúsundir til dauða víðs vegar um heim. Logarnir kvikna og nærast á öllu mögulegu, allt frá eldfimum trjám og sinubruna yfir í íkveikjur að yfirlögðu ráði. Hér gefur að líta þau fimm svæði heims sem í mestri hættu eru.

BIRT: 09/05/2024

Heimurinn verður æ oftar fyrir gríðarlegum áhrifum af skógareldum. Hlýnun jarðar skapar stöðugt betri skilyrði fyrir hraða útbreiðslu gróðurelda. Hlýnun jarðar leiðir ekki bara til hærra hitastigs heldur einnig þurrara lofts og ákveðinna þurrkatímabila þar sem gróður skrælnar og breytist í skelfilega gott eldsneyti fyrir gróðurelda.

 

Mikill svæðisbundinn munur er á upptökum gróðurelda. Og mismunandi landslag og gróður veldur því að eldurinn breiðist út á mismunandi hátt.

 

Hér eru fimm þeirra svæða sem hafa orðið verst úti og skýringarnar á því hvers vegna náttúran þar er sérstaklega eldfim.

 

ÁSTRALÍA

Tré springa og breiða út eldinn

Tröllatré eru afar algeng í Suðaustur-Ástralíu. Þykkur, laus börkur þessara tilteknu trjáa er mettaður af sérlega eldfimri jurtaolíu og geta trén beinlínis sprungið þegar eldur kemst í þau.

 

Þegar slíkar sprengingar verða kastast glóandi börkur hátt í loft upp og getur hann borist hundruð metra með vindinum og valdið íkveikju nýrra svæða. Á árunum 2001 til 2022 fuðruðu um 63.000 km2 skóglendis upp í Ástralíu af völdum skógarelda.

 

SUÐUR-EVRÓPA

Brennuvargar í Miðjarðarhafslöndunum

Rannsókn sem gerð var árið 2013 leiddi í ljós að rekja mætti ríflega 55% allra gróðurelda til íkveikju að yfirlögðu ráði en með því er átt við að eldsupptökin stafi ekki bara af kæruleysi eða óhappi.

 

Að meðaltali fuðra upp um 1.900 km2 lands árlega á Spáni, Frakklandi, Ítalíu og Grikklandi en árið 2023 höfðu brunnið um 3.500 km2 þegar komið var fram í ágúst.

 

Grikkland varð verst úti en þar urðu mestu gróðureldar í sögu Evrópusambandsins þegar 1.700 km2 lands urðu eldi að bráð sem var fjórfalt stærra svæði en í venjulegu árferði.

 

SUÐVESTURHLUTI BANDARÍKJANNA

Fyrirbyggjandi íhlutun veldur risaeldum

Í Kaliforníu hafa geisað 250.000 gróðureldar á síðustu þremur áratugum. Alls 86% þeirra hafa kviknað af mannavöldum.

 

Ástandið var sérlega slæmt í Kaliforníu á árunum 2016 til 2021. Jon Keeley við jarðfræðistofnun BNA bendir á þurrka og hita sem orsakavalda en nefnir að sama skapi hættuna sem getur stafað af fyrirbyggjandi starfi sem falið hefur í sér uppsöfnun eldfims efnis sem fært hefur eldinum aukalegt eldsneyti þegar engu að síður hefur kviknað í.

 

AMASÓNSKÓGURINN

Bændur brenna regnskóginn

Andstætt við flesta aðra gróðurelda á hnettinum verða mjög sjaldan skógareldar í rennblautum regnskóginum á Amasónsvæðinu og þá nánast eingöngu á heitasta tíma árs, þ.e. í ágúst og september.

 

Þá sjaldan að skógareldar verða á svæðinu kvikna þeir þegar bændur eða landbúnaðarfyrirtæki hyggjast verða sér úti um ný svæði undir ræktun og nautgriparækt.

 

Sumir vísindamenn eru enn fremur þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingar hafi gert það að verkum að skógurinn verður eldfimari af því að þurrktímabilið hefur lengst. Auk þess er skógurinn ruddur með öðrum leiðum og hvort tveggja hefur í för sér að regnskógurinn skreppur saman sem nemur 13.000 km2 árlega.

 

SUÐAUSTUR-ASÍA

Milljónir fá reykeitrun

Í Suðaustur-Asíu koma aftur og aftur upp skógareldar í sumum löndum. Þau lönd sem verst verða fyrir barðinu á gróðureldum eru Indland, Mýanmar, Pakistan og Indónesía.

 

Stór hluti gróðurelda verða þegar gróður er brenndur til að ryðja skóg eða undirbúa jarðveg á annan hátt fyrir landbúnað og eldurinn verður taumlaus. Á tilteknum tímabilum verða gróðureldarnir svo víðfeðmir að reykjarhulu sem heimamenn kalla „Suðaustur-Asíu þokuna“, leggur yfir stóran hluta landanna á svæðinu og veldur milljónum óþægindum, m.a. öndunarerfiðleikum og berkjubólgu.

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvers vegna ríkir fjandskapur milli Bandaríkjanna og Íran?

Menning og saga

Örvæntingarfullur flughernaður yfir Ísrael

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Jörðin

Frá iðrum jarðar til fjarlægra stjörnuþoka

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Lifandi Saga

Saga skófatnaðar: Skór fyrir alla

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Hitinn í bandarískri stórborg mældist yfir 38 gráður hvern einasta dag í allt sumar.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is