Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Siðblindur einstaklingur velur sér ákveðin störf umfram önnur. Sjáðu listann yfir dæmigerð störf sem siðblindir sækjast í?

BIRT: 01/09/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Sögur um ofbeldisfulla og morðóða siðblindingja líkt og Hannibal Lecter eru uppspuni. Sumir siðblindingjar eru glæpamenn, en mjög fáir eru í raun ofbeldisfullir.

 

Líklegast er að rekast á lítt ofbeldishneigðan siðblindan einstakling í vinnunni.

 

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Breski sálfræðingurinn og rithöfundurinn, Kevin Dutton, gaf út bók árið 2012 sem ber titilinn „The Wisdom of Psychopaths: What Saints, Spies, and Serial Killers Can Teach Us About Success“.

 

Lestu einnig um hinn nátengda sjálfsdýrkanda

 

Dutton gerði lista yfir þær 10 starfsstéttir sem laða sérstaklega að sér siðblindingja.

 

Þetta eru svokallaðir farsælir siðblindingjar – sem ekki eru ofbeldisfullir. Þeir finnast venjulega í þessum stöðum:

1. Framkvæmdarstjóri

 

2. Lögfræðingur

 

3. Fjölmiðlamaður  

 

4.Sölumaður

 

5. Skurðlæknir

 

6. Blaðamaður

 

7. Lögregluþjónn

 

8. Prestur

 

9. Kokkur

 

10. Opinber starfsmaður

,,Störf af þessum toga hafa tilhneigingu til að verða sjálfstýrandi og færa einstaklingnum mikið vald.

 

Skurðlæknir hefur t.d. vald yfir lífi eða dauða. Þeir hafa ekkert á móti því að vera miðpunktur athyglinnar og að á þá sé  hlustað, sem er dæmigert fyrir siðblinda” segir Tine Wøbbe,  yfirsálfræðingur við geðdeild Sct. Hans í Hróarskeldu, Danmörku

 

Hver er siðblindur?

Siðblindir hafa oft þessi dæmigerðu einkenni.

 

Flestir eru þeir karlmenn og almennt eru þeir frekar heillandi, hvatvísir, miklir lygarar og einstaklega stjórnsamir. Þeir hafa mikið sjálfsálit og skortir getu til að iðrast og að finna til samkenndar.

 

,,Ef þú ert farinn að efast um eigin getu og ákvarðanir í vinnunni er hugsanlegt að þú vinnir með siðblindingja. Efinn gæti t.a.m. farið að naga þig ef nýr starfsmaður er kominn á vinnustaðinn eða þá að yfirmaðurinn gerir þig óöruggann. Þetta er oft raunin hjá þeim sem vinna með siðblindum“, segir Tine Wøbbe.

 

Siðblindir eiga einstaklega auðvelt með að líkja eftir eðlilegum viðbrögðum og geta virkað mjög heillandi.

BIRT: 01/09/2022

HÖFUNDUR: KARINE KIRKEBÆK

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.