Maðurinn

Svona má þekkja sjálfsdýrkanda

Sjálfsdýrkendur, oft nefndir narcissistar, telja sig merkilegri en aðra og krefjast þess vegna stöðugrar aðdáunar frá umhverfi sínu. Rannsóknir sýna þó að þessi sjálfsupphafning er ekki endilega bara neikvæð, þar eð hún getur gert sjálfsdýrkandanum auðveldara að standast tvo sjúkdóma.

BIRT: 24/03/2023

Hvað er sjálfsdýrkandi?

 

Hugtakið er oft notað án mikillar umhugsunar um fólk sem er mjög upptekið af sjálfu sér og hrokafullt.

 

En narcissismi er hins vegar geðröskun sem flokkast undir „aðrar persónuleikatruflanir“ í alþjóðaflokkun sjúkdóma (ICD).

 

Narcissísk persónuleikatruflun getur á yfirborðinu minnt á siðblindu og andfélagslega hegðun en röskunin er þó öðruvísi. Sjálfsdýrkendur eru þannig almennt ekki árásargjarnir og eru lausir við ofbeldishneigð.

 

Megineinkenni sjálfsdýrkunar er þörf fyrir aðdáun ásamt afar brenglaðri sjálfsmynd. Þetta þýðir að sjálfsdýrkandinn ofmetur eigin hæfni og telur sig betri en aðra. Það gildir hvorki um siðblinda né þá sem snúast gegn umhverfi sínu.

 

Hvað einkennir sjálfsdýrkanda?

Þekkir þú fólk sem þú grunar um sjálfsdýrkun? 

 

Sálfræðingar setja fram tiltekin viðmið til að greina narcissíska persónuleikaröskun og viðkomandi þarf að uppfylla fimm skilyrðanna:

 

  • Hátt mat á eigin hæfni sem leiðir til afar mikils sjálfsálits.

 

  • Hrokafullt atferli.

 

  • Stöðug athyglisþörf.

 

  • Væntingar um sérmeðferð hjá öðrum.

 

  • Sú tilfinning að vera mjög sérstakur eða sérstök.

 

  • Öfundar aðra eða gerir ráð fyrir öfund annarra.

 

  • Skortir samkennd.

 

  • Nýtir aðra af tillitsleysi til að ná markmiðum.

 

  • Finnur þörf fyrir yfirdrifna aðdáun annarra.

 

Vísindamenn vita enn ekki hvers vegna sumt fólk þróar þessa persónuleikaröskun. Þó ríkir almenn samstaða um að bæði erfðir og umhverfi skipti máli.

 

Mismunandi hópar sjálfsdýrkenda

 

Tvær megingerðir sjálfsdýrkenda

Sjálfsdýrkendum má skipta í tvo flokka:

 

  • Tilfinninganæmir sjálfsdýrkendur sem hafa lítið sjálfsálit og taka gagnrýni illa

 

  • Sjálfsdýrkendur sem líta stórt á sig, hafa mikið sjálfsálit. Persónuleg völd og ávinningur skiptir þá miklu máli.

 

Samkvæmt bandarískri rannsókn er mikill munur á þessu tvennu.

 

Rannsóknin, sem byggði á 270 manns, benti til þess að sjálfsdýrkendurnir með mikið sjálfsálit væru líkari siðblindum, en eiginleikar tilfinninganæmu sjálfsdýrkendanna áttu sér fyrst og fremst rætur í eins konar varnarkerfi.

 

Vísindamenn telja að hegðun tilfinninganæmra sjálfsdýrkenda stafi af þörf til að bæta upp og fela lágt sjálfsmat.

 

Flestir bregðast þó illa við sjálfsdýrkandi hegðun og því mun hinn viðkvæmi sjálfsdýrkandi líða enn verr og á þann hátt halda hinu sjálfsdýrkandi hegðunarmynstri áfram.

 

Ensk rannsókn sýnir einnig að báðir flokkarnir þrá virðingu og að komast ofar í metorðastiganum en hinn viðkvæmi sjálfsdýrkandi er ekki sama hvort öðrum líkar við hann eða hana.

Orðið narcissisti er komið úr grískri goðafræði þar sem hinn fagri Narcissus verður svo hugfanginn af spegilmynd sinni að á endanum deyr hann úr þrá eftir sjálfum sér.

Sjálfsdýrkendur verða síður þunglyndir

Rannsóknir við Queensháskóla í Belfast sýna að þótt sjálfsdýrkendur hafi marga galla, virðast ákveðnir kostir fylgja sumum þeirra.

 

700 þátttakendur í tilraun fylltu út ýmsa spurningalista sem ætlað var að mæla narcistíska tilhneigingu, sálarstyrk og einkenni um þunglyndi og streitu.

 

Tilfinninganæmir sjálfsdýrkendur voru almennt óvinsamlegri og líklegri til að fara í vörn en hinir mikilfenglegu höfðu mikið sjálfsálit og var umhugað um stöðu og völd.

 

Mikilfenglegu sjálfsdýrkendurnir voru jafnframt fullir sjálfstrausts og markmiðssæknir og að sögn vísindamannanna virtust þessir þættir draga mjög úr hættunni á bæði þunglyndi og streitu.

Sjálfsdýrkandi getur breyst

Reyndar virðast sjálfsdýrkendur líka geta breyst til batnaðar.

 

Stór rannsókn frá 2019 leiddi í ljós að fólk með sjálfsdýrkunartilhneigingu leggur oft raunsærra mat á sjálft sig eftir að hafa mætt andstöðu í lífinu.

 

Vísindamenn benda m.a. á að oft sé það fyrsta starfið sem breyti hinni narcissísku sjálfsmynd. Þegar komið er út í atvinnulífið verður nefnilega ekki komist hjá gagnrýni – sem einmitt er sjálfsdýrkendum óþolandi.

 

Rannsóknin stóð yfir árum saman og náði til mörg hundruð manns á mismunandi aldri. Og vísindamennirnir slá því alveg föstu að það sé einungis mýta að sumar kynslóðir séu gefnari fyrir sjálfsdýrkun en aðrar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: CHARLOTTE KJAER, NIKLAS GAARDSTED

Shutterstock

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.