Þannig þekkjast félagsblindir

Félagsblindir eru langt frá því að vera jafn aðlaðandi og siðblindir. Þvert á móti eru þeir oftast skapbráðir og óútreiknanlegir. Iðulega eru þeir ekki í vinnu og eiga ekki fjölskyldu.

BIRT: 03/05/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Félagsblinda er persónuleikaröskun

Í geðlæknisfræðum flokkast bæði siðblinda og félagsblinda sem andfélagsleg persónleikaröskun.

 

Vísindamenn, þeirra á meðal sálfræðingar, álíta að félagsblinda eigi sér rætur í umhverfisþáttum á borð við að alast upp við líkamlegt eða andlegt ofbeldi.

Hvað er félagsblinda?

Félagsblindir eru almennt skilgreindir á grundvelli tiltekinna persónueinkenna sem bandaríski sálfræðingurinn dr. John Grohol hefur listað þannig upp:

 

 • Fljótfærnir og óútreiknanlegir
 • Eiga erfitt með að tengjast öðru fólki.
 • Eru iðulega án atvinnu lengi í einu.
 • Eiga ekki fjölskyldu.
 • Þurfa lítið til að reiðast og fá stundum mikil skapofsaköst.

 

Þessi einkenni valda því að fólk getur átt erfitt með að átta sig á hinum félagsblinda. Þegar félagsblindingjar brjóta lög eða fremja jafnvel glæp, eyða þeir sjaldnast miklum tíma í að velta afleiðingunum fyrir sér.

 

Félagsblindingjar þekkjast á tilteknum einkennum

Félagsblindir líkjast siðblindum

Sumt er líkt með félagsblindum og siðblindum og hvort tveggja fellur undir hina sameiginlegu skilgreiningu: andfélagsleg persónuleikaröskun.

 

Fólk í báðum hópum sýnir oft af sér fullkomið skeytingarleysi varðandi öryggi annarra og getur þannig valdið samfélaginu hættu.

 

Þetta þýðir hins vegar ekki að félagsblindir og siðblindir séu í öllum tilvikum ofbeldishneigðir eins og þeim er oft lýst í skáldsögum og bíómyndum.

 

Lestu einnig um hin skylda sjálfsdýrkanda

Próf: Ert þú félagsblindingi?

Bandarískt greiningar- og flokkunarkerfi sem kallast DSM-5, skilgreinir andfélagslega persónuleikaröskun, þar á meðal félagsblindu, þannig að viðkomandi einstaklingur hafi þrjú eða fleiri af eftirfarandi einkennum:

 

 • Brýtur oft gegn lögum og almennt viðurkenndri félagshegðun.
 • Lýgur og svíkur aðra iðulega.
 • Er fljótfær og hugsar ekki lengra fram í tímann.
 • Er alveg sama um öryggi annarra.
 • Sýnir óábyrga hegðun og stendur ekki við fjárhagsskuldbindingar.
 • Finnur ekki til eftirsjár eða sektarkenndar.

BIRT: 03/05/2023

HÖFUNDUR: KARINE KIRKEBÆK

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is