60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Af öllum sorglegu örlögum manna á miðöldum hlýtur saurþróarslysið í Erfurt að vera það versta.

BIRT: 01/08/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Í júní árið 1184 átti eitt furðulegasta óhapp miðalda sér stað.

 

Hinrik 6. konungur Þýskalands hafði kallað til sín meira en 100 aðalsmenn í von um að koma á friði milli þeirra.

 

Boðsgestirnir voru staddir í byggingu dómprófastsins þegar gólfið brotnaði skyndilega undan þeim. Nánast allir gestirnir duttu niður í kjallara og höfnuðu í stórri saurþró sem hafði verið grafin undir byggingunni.

Hinrik VI lifði slysið aðeins af vegna þess að hann sat - ólíkt gestunum - á steingólfi í hvelfingu.

Um 60 aðalsmenn drukknuðu í saurnum.

 

Hinrik sem sjálfur lifði af þessar hremmingar, fékk því frið um stundarsakir.

BIRT: 01/08/2022

HÖFUNDUR: Niels-Peter Granzow Busch

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Codex Manesse/Wikimedia, Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.