Er hollt að gefa blóð?

Blóðgjafar bjarga mannslífum en verða þeir sjálfir heilbrigðari af því að gefa blóð?

BIRT: 13/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þeir sem vilja lifa lengi ættu að íhuga að gerast blóðgjafar. Þetta er niðurstaða viðamikillar dansk-sænskrar rannsóknar.

 

Rösklega ein milljón blóðgjafa tóku þátt í rannsókninni sem leiddi í ljós að hættan á ótímabæru andláti minnkaði í takt við fjölda skipta sem hver blóðgjafi gaf blóð á hverju ári. Í raun réttri minnkaði hættan um 18,6% fyrir hvern blóðskammt sem hver blóðgjafi velur að gefa.

 

Ástæðan er að öllum líkindum sú að blóðgjafir verndi blóðgjafann gegn hjarta- og æðasjúkdómum.

 

Vísindin greinir þó á um þetta.

 

Blóðgjafar yfirleitt heilsuhraustari

Á síðasta ári greindu hollenskir vísindamenn vísindaleg gögn á þessu sviði og komust að raun um að 9 af hverjum 14 rannsóknum greindu frá jákvæðum áhrifum þess að gefa blóð.

 

Rannsóknirnar tóku hins vegar ekki með í reikninginn „áhrif heilsuhraustra blóðgjafa“. Blóðgjafar eru nefnilega iðulega hraustari en gengur og gerist og þessi staðreynd getur leitt af sér rangtúlkanir.

 

Sem dæmi má nefna að hættan á ótímabæru andláti innan hópsins breyttist úr 18,6% niður í 7,5% eftir að ákveðið hafði verið að taka með í reikninginn betra heilsufar blóðgjafa en annarra samfélagshópa.

 

Þó svo að jákvæð áhrif blóðgjafar á hjarta- og æðakerfið séu hugsanlega ekki eins mikil og í fyrstu var talið þá er fólk sem gefur blóð jafnframt heilsusamlegra að öðru leyti.

 

Rannsóknir hafa nefnilega leitt í ljós að góðverk eru að öllu jöfnu gagnleg, því það að hjálpa fólki í neyð leiðir af sér minni streitu og betra skap.

BIRT: 13/01/2023

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is