Þegar í fornöld innleiddu Grikkir og Rómverjar leynilegar kosningar til að tryggja að kjósendum yrði ekki mútað eða ógnað til að kjósa á tiltekinn máta. Rómverjar gengu svo langt að innleiða fjölmargar lagagreinar sem kváðu m.a. á um að kosningar á mikilvægum embættismönnum skyldu einnig vera leynilegar.
Nú til dags eru leynilegar kosningar einn af hornsteinunum í lýðræðisríkjum um heim allan, því aðferðin tryggir að kjósendur geti kosið nafnlaust og frjálst án utanaðkomandi þrýstings. Þess vegna eru leynilegar kosningar nú í stjórnarskrám fjölmargra þjóða, þar á meðal hinnar íslensku.
Ástralía varð fyrsta landið á síðari tímum þar sem borgarar gátu kosið leynilega í kosningum.
Ástralir fyrstir
Á fyrri helmingi 19. aldar innleiddu lönd eins og Frakkland og Holland eina gerð af leynilegum kosningum. Kosningaseðlarnir voru þó ekki einsleitir og með því að fylgjast með lit eða stærð þeirra sem voru settir í kjörkassana gátu eftirlitsmenn fylgst með því hvaða flokka fólk var helst að kjósa.
Fyrsta landið sem á síðari tímum þróaði leynilegar kosningar eftir stöðlum okkar tíma var Ástralía. Þar fóru fyrstu leynilegu kosningarnar fram á eyjunni Tasmaníu með einsleitum og nafnlausum kjörseðlum í febrúar árið 1856.
Síðan hefur meirihluti Vesturlanda tekið upp þetta ástralska módel sem krefst þess að kjörstaðir úthluti opinberum kosningaseðlum með nöfnum allra frambjóðenda. Síðan getur kjósandi kosið í einrúmi og valið sinn frambjóðenda.
Á Íslandi voru leynilegar kosningar teknar upp árið 1908.