Lifandi Saga

Hvenær urðu kosningar leynilegar?

Mútur, kúganir og hótanir geta neytt kjósendur til að velja tiltekinn flokk eða frambjóðendur. Leynilegar kosningar voru því teknar upp til að tryggja að kjósendur gætu kosið frjálst og lýðræðislega.

BIRT: 25/11/2024

Þegar í fornöld innleiddu Grikkir og Rómverjar leynilegar kosningar til að tryggja að kjósendum yrði ekki mútað eða ógnað til að kjósa á tiltekinn máta. Rómverjar gengu svo langt að innleiða fjölmargar lagagreinar sem kváðu m.a. á um að kosningar á mikilvægum embættismönnum skyldu einnig vera leynilegar.

 

Nú til dags eru leynilegar kosningar einn af hornsteinunum í lýðræðisríkjum um heim allan, því aðferðin tryggir að kjósendur geti kosið nafnlaust og frjálst án utanaðkomandi þrýstings. Þess vegna eru leynilegar kosningar nú í stjórnarskrám fjölmargra þjóða, þar á meðal hinnar íslensku.

Ástralía varð fyrsta landið á síðari tímum þar sem borgarar gátu kosið leynilega í kosningum.

Ástralir fyrstir

Á fyrri helmingi 19. aldar innleiddu lönd eins og Frakkland og Holland eina gerð af leynilegum kosningum. Kosningaseðlarnir voru þó ekki einsleitir og með því að fylgjast með lit eða stærð þeirra sem voru settir í kjörkassana gátu eftirlitsmenn fylgst með því hvaða flokka fólk var helst að kjósa.

 

Fyrsta landið sem á síðari tímum þróaði leynilegar kosningar eftir stöðlum okkar tíma var Ástralía. Þar fóru fyrstu leynilegu kosningarnar fram á eyjunni Tasmaníu með einsleitum og nafnlausum kjörseðlum í febrúar árið 1856.

 

Síðan hefur meirihluti Vesturlanda tekið upp þetta ástralska módel sem krefst þess að kjörstaðir úthluti opinberum kosningaseðlum með nöfnum allra frambjóðenda. Síðan getur kjósandi kosið í einrúmi og valið sinn frambjóðenda.

 

Á Íslandi voru leynilegar kosningar teknar upp árið 1908.

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© State Library Victoria

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Áhugaverð kenning: Vísindamenn hugsanlega búnir að finna hvað veldur Alzheimer

Maðurinn

Nú geta læknar meðhöndlað svitalykt

Náttúran

Megalodon – stærsti hákarl allra tíma

Maðurinn

Er hægt að gleypa tunguna?

Lifandi Saga

Nú vitum við meira um hvers vegna víkingar hröktust skyndilega frá Grænlandi

Náttúran

Topp 5 – Hvert er minnsta spendýrið?

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is