Search

Hvernig urðu blóðflokkarnir til?

Fjölþjóðlegt teymi vísindamanna hefur rýnt í erfðavísana að baki ABO-blóðflokkunum og komist að raun um hvaðan þeir stafa.

BIRT: 02/04/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

ABO-blóðflokkakerfið hefur verið við lýði í minnst 20 milljón ár, en það varð til í fjarlægum, sameiginlegum forföður manna og apa.

 

Alþjóðlegt teymi vísindamanna, frá m.a. háskólanum í Chicago, hefur greint erfðavísana að baki blóðflokkum manna, górilla, simpansa og annarra prímata.

 

Niðurstöður þeirra leiddu í ljós að apar hafa yfir að ráða sama blóðflokkakerfi og við mennirnir og þær sýndu jafnframt að blóðflokkarnir, eins og við þekkjum þá í dag, höfðu þegar myndast í síðasta sameiginlega forföður allra ofangreindra, þ.e. í apa sem er löngu útdauður.

 

Dreifing blóðflokkanna er mjög breytileg frá einu landsvæði til annars. Um 41 prósent jarðarbúa er í blóðflokki O á meðan AB er sjaldgæfastur.

 

Blóðflokkurinn AB er hvergi eins algengur og í Suður-Kóreu en þar eru samt sem áður einungis níu prósent í þeim blóðflokki.

ABO-blóðflokkakerfið greinir á milli fjögurra blóðflokka: A, B, AB og O. Blóðflokkur O er þeirra algengastur. Um 41% allra jarðarbúa eru í blóðflokki O. Alls 29% eru í flokki A og um það bil 23% í blóðflokki B. Einungis 6% jarðarbúa eru í blóðflokknum AB.

BIRT: 02/04/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is