Maðurinn

Konur og karlar skynja sársauka á ólíkan hátt

Konur og karlar skynja líkamlegan sársauka á beinlínis ólíkan hátt. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gæti rutt brautina fyrir nýja meðhöndlun verkja.

BIRT: 30/11/2024

Ef þú skerð þig á beittum hníf, fellur harkalega eða færð bólgu í sár, veldur það líkamlegum sársauka.

 

Hann virkjar skyntaugar sem senda heilanum boð um sársaukann.

 

Þótt bæði karlar og konur hafi skyntaugar hefur lengi verið talið að kynin skynji sársaukann ekki á sama hátt. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að karlar hafi hærri sársaukaþröskuld en konur.

 

Og nú hafa sérfræðingar hjá heilsuvísindasviði Arizonaháskóla í Bandaríkjunum fundið ástæðuna.

 

„Fram til þessa hefur verið álitið að sú taugavirkni sem veldur sársaukaskyni sé í grunninn eins hjá báðum kynjum,“ segir Frank Porreca sem er doktor og rannsóknastjóri hjá Verkja- og sársaukamiðstöðinni við Arizonaháskóla í fréttatilkynningu.

 

Þetta kynni nú að reynast rangt. Allavega sýnir þessi nýja rannsókn að það er kynbundinn munur á skyntaugaviðtökunum.

 

Grunngildin mismunandi

Við rannsókn sína notuðu vísindamennirnir hormónið prólaktín sem stýrir myndun brjóstavefs og boðefnið orexín sem er notað sem uppfrískandi lyf.

 

Áhrif þessara efna á skyntaugar voru skoðuð í sýnum úr nagdýrum, prímötum og mönnum.

 

„Við komumst að því að ákveðin grunngildi sem leiða af sér sársaukatilfinningu, eru mismunandi í karl- og kvenmúsum og sömuleiðis í karl- og kvenkyns prímötum og svo í körlum og konum,“ segir Frank Porreca.

 

Ryður brautina fyrir nýja meðhöndlun

Þessi tvö efni, prólaktín og orexín, auka næmi skyntauganna gagnvart sársauka. Vísindamennirnir sáu að prólaktín hafði áhrif á skyntaugar kvenkynsins en ekki karlkynsins. Orexín reyndist virka á taugar í karlkyninu en ekki kvenkyninu.

Árið 2018 fundu vísindamenn bandarískan strák sem fann ekki fyrir sársauka.Sem ungbarn brosti hann þegar hann var umskorinn, rétt eins og verið væri að kitla hann. Og níu mánaða gamall tuggði hann tá sína þar til tábeinið varð sýnilegt. Þetta sýnir að sársauki er nauðsynlegur. Við myndum deyja án hans.

„Það sem einkum vekur athygli er að til eru karlkynsskyntaugar og kvenkynsskyntaugar en það hefur ekki verið þekkt,“ segir Frank Porreca.

 

Vísindamennirnir segja að niðurstöðurnar muni nýtast til að ákvarða hvort meðhöndla beri sársauka með kynbundnum lyfjum.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Brain.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is