Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Egyptar lýstu krabbameini fyrir 4.600 árum en fornleifafundir sýna að þessi vágestur hefur fylgt mannkyninu miklu lengur.

BIRT: 15/05/2024

Fornleifar sýna að krabbameinið hefur fylgt mannkyninu frá upphafi. Árið 2016 fundu vísindamenn ummerki alvarlegs krabbameins í tábeini úr frummanni sem hefur lifað í Suður-Afríku fyrir 1,6-1,8 milljónum ára.

 

Krabbameins er fyrst getið í rituðu máli á tímum Forn-Egypta. Fyrir um 4.600 árum lýsti egypski læknirinn sjúkdómi sem var ólæknandi og lýsti sér með sívaxandi massa í brjóstholi.

 

Um 2.000 árum síðar lýsti gríski læknirinn Hippokrates og teiknaði æxli á nefi, húð og brjósti. Að sögn Hippokratesar var ástæðan ójafnvægi milli fjögurra grundvallarvökva mannslíkamans; blóðs, slíms, guls galls og svarts galls. Lækningatilraunir hans fólust í blóðlátum og hægðalyfjum.

Það var ekki fyrr en á 18. öld sem læknar fóru að fjarlægja krabbameinsæxli með skurðaðgerð.

Krufning afhjúpaði leyndardóma krabbameins

Á næstu öldum eftir 1600 öðluðust læknar smám saman meiri og meiri vitneskju um ástæður krabbameins. Það gerðist einkum með krufningu – en hún hafði verið stranglega bönnuð – sem afhjúpaði hvernig krabbameinsæxli stækkuðu.

 

Það var svo árið 1839 sem vatnaskil urðu í þessum fræðum. Þá gat þýskur læknir slegið því föstu að bæði dýr og plöntur væru gerð úr frumum. Kenningin fékkst endanlega staðfest 1855, þegar læknirinn Rudolf Virchow komst að þeirri niðurstöðu að nýjar frumur yrðu til með skiptingu eldri frumna. Krabbamein er afleiðing þess að frumuskiptingin fer úr böndunum.

 

Þá fyrst – eftir 2.200 ár eða svo – gátu læknar loksins gert endanlega upp við kenningu Hippokratesar um ójafnvægi í líkamsvessum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Wellcome Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig varð Rússland svona stórt?

Maðurinn

Svona gróa sár

Tækni

Gervigreindin getur nú spáð fyrir um líf og dauða

Maðurinn

Þannig þekkjast félagsblindir

Lifandi Saga

Dr. Kellogg rak út djöfulinn með kornflexi 

Maðurinn

Nú verða þessi börn hávaxnari en jafnaldrar þeirra

Maðurinn

4.000 ára gömul steinhella reyndist vera fjársjóðskort

Menning og saga

Hver átti hugmyndina að táknunum fyrir karla og konur?

Náttúran

Sjáið heiminn með augum hunda

Lifandi Saga

Raðmorðingi sigraði í sjónvarpsþætti

Náttúran

Apar þekkja gamla vini

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is