Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Egyptar lýstu krabbameini fyrir 4.600 árum en fornleifafundir sýna að þessi vágestur hefur fylgt mannkyninu miklu lengur.

BIRT: 18/12/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Fornleifar sýna að krabbameinið hefur fylgt mannkyninu frá upphafi. Árið 2016 fundu vísindamenn ummerki alvarlegs krabbameins í tábeini úr frummanni sem hefur lifað í Suður-Afríku fyrir 1,6-1,8 milljónum ára.

 

Krabbameins er fyrst getið í rituðu máli á tímum Forn-Egypta. Fyrir um 4.600 árum lýsti egypski læknirinn sjúkdómi sem var ólæknandi og lýsti sér með sívaxandi massa í brjóstholi.

 

Um 2.000 árum síðar lýsti gríski læknirinn Hippokrates og teiknaði æxli á nefi, húð og brjósti. Að sögn Hippokratesar var ástæðan ójafnvægi milli fjögurra grundvallarvökva mannslíkamans; blóðs, slíms, guls galls og svarts galls. Lækningatilraunir hans fólust í blóðlátum og hægðalyfjum.

Það var ekki fyrr en á 18. öld sem læknar fóru að fjarlægja krabbameinsæxli með skurðaðgerð.

Krufning afhjúpaði leyndardóma krabbameins

Á næstu öldum eftir 1600 öðluðust læknar smám saman meiri og meiri vitneskju um ástæður krabbameins. Það gerðist einkum með krufningu – en hún hafði verið stranglega bönnuð – sem afhjúpaði hvernig krabbameinsæxli stækkuðu.

 

Það var svo árið 1839 sem vatnaskil urðu í þessum fræðum. Þá gat þýskur læknir slegið því föstu að bæði dýr og plöntur væru gerð úr frumum. Kenningin fékkst endanlega staðfest 1855, þegar læknirinn Rudolf Virchow komst að þeirri niðurstöðu að nýjar frumur yrðu til með skiptingu eldri frumna. Krabbamein er afleiðing þess að frumuskiptingin fer úr böndunum.

 

Þá fyrst – eftir 2.200 ár eða svo – gátu læknar loksins gert endanlega upp við kenningu Hippokratesar um ójafnvægi í líkamsvessum.

BIRT: 18/12/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Wellcome Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is