Plasmabyssa á að vinna á krabba

Með nýju tæki verður hægt að útrýma þeim krabbafrumum sem alltaf eru í líkamanum eftir aðgerð.

BIRT: 09/08/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Áhrifarík krabbameinsmeðferð losar árlega þúsundir krabbasjúklinga við sjúkdóminn en stundum snýr hann þó aftur.

 

Ein ástæðan er sú að eftir aðgerð verða alltaf einhverjar krabbafrumur eftir og þær geta valdið því að sjúkdómurinn blossi upp aftur.

 

Nú hafa vísindamenn hjá Kaliforníuháskóla í Los Angeles í BNA fundið nýja aðferð til að hreinsa slíkar frumur úr líkamanum.

Í rannsóknastofu skýtur plasmabyssan kaldri „plasmaeldingu“.

Aðferðin nýtir svokallaðan kaldan plasma, sem sagt jónað gas við stofuhita. Með köldum plasma má sótthreinsa yfirborð og hraða sáragræðslu og nú reynist plasminn líka gagnast í krabbameinsmeðferð.

 

Hingað til hefur þurft stór og flókin tæki til að framleiða kaldan plasma úr gasi á borð við argon og helíum undir þrýstingi.

 

Nú hafa vísindamennirnir þróað litla, handbæra plasmabyssu sem getur jónað loftið í kring og skotið frá sér plasma og þarf afar litla orku.

Með nýju plasmabyssunni er hægt að drepa litla krabbahnúta allt í kringum aðgerðarsvæðið. Auk þess að vinna á krabbanum örvar plasminn ónæmiskerfið og hindrar þannig að sjúkdómurinn taki sig upp.

 

Byssan hefur m.a. verið reynd á músum sem úr voru skorin æxli og svæðið síðan meðhöndluð með plasma. Kaldur plasmi lengdi líf músanna til muna og ekki greindust neinar aukaverkanir.

BIRT: 09/08/2022

HÖFUNDUR: EBBE RASCH

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, © Chen/Wang et al.

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is