Hvernig myndast krabbamein?

Allt byrjar þetta með einni frumu sem skiptir sér skyndilega á óeðlilegan hátt og hættir þar með að hlusta á eðlileg vaxtarboð líkamans.

BIRT: 26/03/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Krabbamein myndast iðulega á 20-40 árum, þar sem fruma stökkbreytist smám saman og öðlast ýmsa skaðlega eiginleika.

10-15 stökkbreytingar geta nægt til að mynda krabbameinsfrumu ef breytingarnar verða í sjálfsstyrkjandi röð.

Stökkbreyttu frumurnar mynda að lokum æxli sem eyðileggur og bælir heilbrigðan, frískan vefinn.

Tímalína: Þannig myndast krabbamein

1
Fruma skiptir sér

Fruman getur skyndilega byrjað að skipta sér óeðlilega hratt og hætt að hlýða hefðbundnum vaxtarboðum.

2
Fruman verður stjórnlaus

Fruman getur ekki gert við nýja galla (stökkbreytingar) í erfðavísunum sem eykur hættuna á myndun skaðlegra stökkbreytinga.

3
Fruman verður ódauðleg

Stökkbreytingin gerir frumuna ódauðlega, svo líkaminn verður ófær um að deyða hana. Stökkbreyttu frumurnar mynda nú æxli.

4
Æðar myndast

Æxlið leiðir af sér nýjar æðar til að tryggt sé að nægilegt súrefni sé fyrir krabbameinsvefinn svo hann geti stækkað frekar.

5
Innrás í líkamann

Krabbameinsfrumur úr æxlinu fara um líkamann með blóðrásinni, þar sem þær ráðast á ný líffæri og orsaka meinvörp.

Árið 2020 létust tæplega 10 milljónir manna úr krabbameini á heimsvísu.

Krabbamein var dánarorsök í einu af hverjum sex dánartilfellum þetta tiltekna ár, samkvæmt upplýsingum frá WHO.

Algengustu krabbameinin í körlum eru krabbamein í blöðruhálskirtli, ristilkrabbamein og magakrabbi, á meðan konur veikjast fremur af brjóstakrabba, ristilkrabba, lungnakrabba, leghálskrabbameini eða krabbameini í skjaldkirtli.

BIRT: 26/03/2023

HÖFUNDUR: Morten Kjerside Poulsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Thinkstock, Claus Lunau

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is