Search

Eitur hunangsbýflugna nýtt vopn í baráttunni við krabbameinsfrumur

Efni í eitri býflugunnar deyðir krabbameinsfrumur á innan við klukkustund. Uppfinningin kann að leiða af sér nýja meðferð gegn illvígum brjóstakrabba.

BIRT: 24/01/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Býflugnastunga kann að reynast banvæn þeim sem eru með ofnæmi fyrir býflugnaeitri. Eitrið kann á hinn bóginn einnig að bjarga mannslífum, ef marka má tilraun unna af vísindamönnum við Harry Perkins læknavísindastofnunina í Ástralíu.

 

Vísindamennirnir rannsökuðu hvort unnt væri að beita eitri hunangsbýflugunnar gegn sérlega illvígu brjóstkrabbameini sem kallast þríneikvætt krabbamein.

 

Það sem einkennir slíkt krabbamein er að á yfirborði sýktu frumnanna vantar dæmigerðu próteinin sem aðrar krabbameinsfrumur eru með og sem flestöll krabbameinslyf beinast gegn. Fyrir bragðið reynist afar torvelt að lækna þessa gerð krabbameins.

Um helmingur af eitri býflugunnar samanstendur af efninu melittín sem sýnt hefur verið fram á í tilraunum að gagnist vel gegn sérlega illvígum brjóstakrabbameinsfrumum.

Vísindamennirnir sprautuðu býflugnaeitrinu inn í krabbameinsæxli sem ræktuð höfðu verið í tilraunastofu. Eitrið hafði lagt að velli allar krabbameinsfrumurnar á innan við klukkutíma.

 

Þegar vísindamennirnir endurtóku tilraunina á krabbameinsæxlum sem komið hafði verið fyrir í músum hafði eitrið sömu virkni. Það mikilvægasta var þó að heilbrigðu frumurnar umhverfis æxlið sködduðust ekki þegar vísindamennirnir notuðu rétta skammtastærð.

 

Ræðst til atlögu á ýmsa vegu

Virka efnið í eitrinu kallast melittín og það ræðst til atlögu við krabbameinsfrumurnar með ýmsu móti. Fyrst myndar það göt á yfirborði frumnanna, nokkuð sem í sjálfu sér deyðir margar þeirra. Þegar svo efnið er komið inn í frumurnar truflar það kemískar boðbrautir með þeim afleiðingum að frumurnar geta ekki skipt sér.

Hunangsbýflugan beitir eitri sínu þegar hún stingur en eitrið gerir jafnframt gagn í líkama sjálfrar býflugunnar sem vörn gegn bakteríum og veirum.

Í ljósi þess að melittín gerir göt á krabbameinsfrumurnar vildu vísindamennirnir gera tilraunir með að nota efnið ásamt krabbameinslyfjum sem að öðrum kosti hefðu ekki komist inn í frumurnar. Með þessu móti varð mun meiri virkni en ella.

 

Býflugnaeitur getur þannig sjálft gagnast sem krabbameinslyf og einnig sem leið til að bæta til muna virkni annarrar meðferðar.

BIRT: 24/01/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is