Náttúran

Geitungastungur og býflugnastungur geta verið banvænar

Allt að 5% heimsbúa eru með mikið og alvarlegt ofnæmi fyrir bæði býflugnastungum og geitungastungum. Tilfallandi árás þessara dýra getur þannig leitt af sér dauða.

BIRT: 18/08/2022

Ef þú ert stunginn af býflugu eða vespu geta afleiðingarnar í versta falli orðið meðvitundarleysi, krampar og hjartastopp.

 

Því þegar þessi iðnu skordýr telja sér stafa ógn af einhverju, þá hafa þau sér til varnar stungubrodd sem tengist eiturkirtli og flugurnar dæla innihaldi hans í meintan óvin.

 

Þrátt fyrir að einungis sé um einn þúsundasti af grammi af eitri í kirtlinum, þá er eitrið afar sterkt og inniheldur ensím og efni sem virka á æðar, taugar og aðrar frumur í líkamanum.

 

Þrátt fyrir að árlega séu einungis skráð fáein andlát eftir slíkar stungur er full ástæða til að leita til læknis ef maður verður fyrir stungu í munni eða á hálsi og eins ef maður er stunginn mörgum sinnum eða fær heiftarleg ofnæmisviðbrögð.

LESTU EINNIG

Hver er munur á býflugum, vespum og trjágeitungum?

Vespur sem við nefnum jafnan geitunga, fyrirfinnast gjarnan í stórborgum og seinnni part sumars má greina hvernig þeir verða árásargjarnari í fæðuleit sinni innan um mannmergð, sérstaklega þegar líður að hausti og þeir bíða þess að deyja. Þorsti getur einnig gert geitungana mun skeinuhættari.

 

Trjágeitungurinn er einnig vesputegund og er hann með svipaða líkamslögun og liti. Hann er ekki mjög árásargjarn en stunga hans er hins vegar bæði öflug og afar sársaukafull. Það stafar m.a. af því að eitrið inniheldur efnið acetylcholin sem framkallar mikinn sársauka.

 

Ólíkt geitungum eru býflugur jafnan afar friðsamar en sé búi þeirra ógnað eða þær upplifi mikla yfirvofandi hættu, þá draga þær fram vopn sitt. Býflugnastunga er ekki eins sársaukafull og geitungastunga, þrátt fyrir að býflugnastunga innihaldi meira eitur. Býflugur stinga auk þess einungis einu sinni og deyja síðan því broddurinn rifnar jafnan af við stunguna. Geitungar geta hins vegar stungið margoft.

Þekktu skordýrin

Þrátt fyrir að býflugan, trjágeitungurinn og vespan líkist hver annarri um margt, þá hefur hver tegund t.d. einkennandi liti sem greina þær í sundur.

Vespa

Vespur eru með einkennandi C-laga líkama og afar mjótt „mitti“.

 

Vespur eru jafnan ekki mikið loðnar og eru með áberandi svarta og gula liti.

 

Trjágeitungur

Það er fyrst og fremst stærðin sem einkennir trjágeitunginn en flugan getur orðið allt að fjórir sentimetrar.

 

Auk þess hefur trjágeitungurinn rauðbrúnan haus og það suðar sérstaklega hátt í honum.

Býflugur

Miðað við geitunga eru býflugur loðnar og hnellnar.

 

Fætur býflugunnar eru einnig styttri og virðast svarbrúnir á lit.

 

Hvernig meðhöndlar maður geitungastungu eða býflugnastungu?

Óháð því hversu æstar flugurnar eru sem maður hittir fyrir, er niðurstaðan álíka eitruð. Það er fjöldi stungnanna sem telur. Besta vörn gegn býflugnastungum og geitungastungum er einfaldlega að forðast þessi skordýr.

 

En slysin gerast óhjákvæmilega og þá er um að gera að draga broddinn og eiturkirtilinn sem skjótast burt, þar sem vöðvar í kirtlinum halda áfram að dæla eitrinu inn í dauðateygjum sínum.

 

Auk þess er sagt að nýskorinn laukur hafi góð áhrif á slíkar stungur og dragi úr verkjum.

 

Ofnæmir geta dáið af býflugnastungu eða geitungastungu

Sumir fá útbrot með miklum kláða um allan líkamann og í undantekningartilvikum verkar býflugnastunga eða geitungastunga á æðakerfið og heila sem getur leitt til þess að blóðþrýstingur falli, maður missi meðvitund og fái krampa eða jafnvel hjartastopp.

 

Ef maður er með slæmt ofnæmi fyrir þessum skordýrum eins og raunin er með um 5% manna getur verið veruleg hætta á ferðum.

 

Ofnæmissjúklingar hafa myndað of viðkvæma mótefnavaka fyrir býflugnastungu eða geitungastungu en þessum ofsafengnu viðbrögðum er beint gegn eitri flugnanna.

 

Og fái slíkir ekki adrenalínsprautu eða antihistamín tímanlega gætu þeir átt á hættu að deyja.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: LEA HOLTZE

Shutterstock, © Shutterstuck/Ger Bosma Photos, © Shutterstock/CarlosR, © Shutterstock/MMCez

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvers vegna ríkir fjandskapur milli Bandaríkjanna og Íran?

Menning og saga

Örvæntingarfullur flughernaður yfir Ísrael

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Jörðin

Frá iðrum jarðar til fjarlægra stjörnuþoka

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Lifandi Saga

Saga skófatnaðar: Skór fyrir alla

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Hitinn í bandarískri stórborg mældist yfir 38 gráður hvern einasta dag í allt sumar.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is