Náttúran

Geitungar: Svo hættuleg eru þessi eitruðu skordýr

Geitungar eru eitraðir og eiga til að stinga fólk ef þeim þykir sér ógnað. Á Íslandi getum við þó prísað okkur sæl fyrir að vera laus við risageitunginn sem er algengur í Evrópu en stungur hans valda meiri sársauka. Hér er ýmis fróðleikur um geitunga.

BIRT: 23/07/2023

Geitungar tilheyra vespuætt sem á latínu heitir Vespidae. Alls eru til um 5.000 tegundir. Hérlendis hafa fundist fjórar tegundir en hér verður til einföldunar einkum fjallað um holugeitunginn.

 

Geitungategundir eru nokkuð fjölbreytilegar og hér tökum við risageitung til samanburðar. Hann er ekki að finna á Íslandi, allavega ekki ennþá – og sem betur fer. Risageitungurinn er nefnilega miklu stærri en venjulegir geitungar og stungur þeirra valda meiri sársauka.

 

Geitungar eru æðvængjuð skordýr og misjafnt eftir tegundum hvort þeir halda sig saman í búum eða út af fyrir sig. Holugeitungurinn myndar geitungabú.

 

Hér fjöllum við um holugeitunginn Vespula Vulgaris og risageitunginn Vespa Crabro sem Íslendingar geta reiknað með að komast í kynni við í ferðum til Evrópu, þar sem hann er algengur.

 

1. Hvernig líta geitungar út?

 

2. Hvar lifa geitungar?

 

3. Hvað éta geitungar?

 

4. Hve hættulegir eru geitungar?

HVERNIG LÍTA GEITUNGAR ÚT?

Venjulegir holugeitungar

Venjulegir holugeitungar eru einmitt sú tegund sem við köllum almennt geitunga þegar þá ber fyrir augu suðandi í sumarloftinu.

 

Þessir geitungar einkennast af áberandi gulum og svörtum röndum sem gefa skordýraættum til kynna að hætta sé á ferðum.

 

Geitungarnir hafa sex fætur, tvo vængi og stór, svört augu. Afturbúkurinn er röndóttur og á andliti Vespula Vulgaris er áberandi svartur blettur sem að lögun minnir á akkeri sem snýr öfugt.

Á andliti Vespula Vulgaris er svartur blettur, líkur akkeri sem snýr öfugt.

Á afturbúknum er eiturbroddur sem dýrið notar til að drepa önnur skordýr. Öfugt við býflugur missa geitungar ekki broddinn þegar þeir stinga. Þeir lifa því áfram og geta stungið hvað eftir annað.

 

Venjulegur geitungur er 10-19 millimetrar að lengd og því ekki mjög stórt skordýr.

Litir geitungsins gefa öðrum rándýrum skýrt til kynna að það borgi sig ekki að leggja þetta eitraða skordýr sér til munns.

Holugeitungur

 • Latneskt heiti: Vespula Vulgaris.

 

 • Einkenni: Gular og svartar rendur á afturbúk og akkerislíkur blettur milli augna.

 

 • Lengd: 10-19. millimetrar.

 

 • Á ferli: Maí til september.

 

 • Æviskeið: Karlarnir lifa í fáeina daga og drepast eftir mökun. Vinnugeitungar lifa í fáeinar vikur en drottningin lifir veturinn af og þar með í heilt ár.

Risageitungurinn

Risageitungur, Vespa Crabro, er stærsta geitungategundin í Evrópu.

 

Drottningin getur orðið þrír og hálfur sentimetri að lengd. Tegundin er sem sagt miklu stærri en venjulegir geitungar.

 

Risageitungur eru af Vespa-ætt en tegundir af þeirri ætt eru allar stórvaxnar. Þessir geitungar eru upprunnir í Suðaustur-Asíu en eru nú útbreiddir í Evrópu.

 

Auk stærðarmunsins má þekkja risageitung frá venjulegum holugeitungi á litunum.

Risageitungur, Vespa Crabro, er stærri og rauðleitari en venjulegur geitungur, Vespula Vulgaris.

Risageitungur, Vespa Crabro, hefur rauðleitari blæ en holugeitungur, Vespula Vulgaris. Einkum er afturhluti höfuðsins og fremsti hluti afturbúksins fremur rauður en gulur.

 

Vængir risageitungs eru líka mun rauðbrúnni en á venjulegum geitungi.

Risageitungur þekkist á stærðinni og rauðleitum blæ.

Risageitungur

 • Latneskt heiti: Vespa Crabro.

 

 • Einkenni: Frambúkurinn og fremsti hluti afturbúksins eru rauðleitir.

 

 • Lengd: 18-24 millimetrar. Drottningin verður allt að 35 millimetrar.

 

 • Á ferli: Maí til september.

 

 • Æviskeið: Karldýr og vinnugeitungar drepast á haustin en drottningin lifir veturinn og þar með í heilt ár.

Bæði holugeitungar og risageitungar geta stungið fólk með eiturbroddinum ef þeim finnst sér ógnað.

 

Holugeitungurinn er árásargjarnari en engu að síður er meiri ástæða til að óttast stungu risageitungs.

 

Risageitungurinn sprautar meira eitri og stungur hans eru mun sársaukafyllri en stunga venjulegs holugeitungs heima á Íslandi.

 

Stungum geitunga fylgir sársauki en afleiðingarnar eru í flestum tilvikum ekki alvarlegar.

 

Meira um einkennin og hvenær rétt gæti verið að hringja í 112 finnurðu aftar í greininni.

HVAR LIFA GEITUNGAR?

Tegundirnar tvær sem hér eru til umfjöllunar eru báðar félagslyndar og mynda geitungabú sem byggð eru yfir vorið og sumarið.

Aðflugsopið á geitungabúi er alltaf neðst.

Holugeitungar byggja bú sín oft neðanjarðar eða í holum trjám eða utan í barði og risageitungar nota svipaðar aðferðir. Mikilvægast er að búið skýli fyrir regni og rándýrum og aðgangur sé að viði.

 

Geitungabú er nefnilega gert úr afnöguðum viði sem er blandaður munnvatni og verður þá að eins konar pappírsmassa sem formaður er í hólf.

 

Í upphafi byggir drottningin ein lítið bú og verpir í það eggjum sem úr klekjast vinnugeitungar sem hjálpa henni að stækka búið.

Geitungar fóðra lirfur sínar með kjöti og byggja bú sín úr nöguðum viði.

Að vori til er mikilvægasta verkefni drottningarinnar að koma upp sem flestum vinnugeitungum en þegar líður á sumarið kemur tími kynslóðaskipta.

 

Drottningin tekur nú að þroska nýjar drottningar og karldýr til að frjóvga þær. Frjóvgaðar drottningar verja vetrinum einhvers staðar þar sem frostið nær ekki til þeirra.

 

Afgangurinn af geitungum búsins drepst þegar haustar og ábyrgðin á nýjum geitungabúum næsta sumars hvílir því algerlega á frjóvguðu drottningunum.

Sumar tegundir búa alla ævina í holum neðanjarðar.

HVAÐ ÉTA GEITUNGAR?

Geitungar eru rándýr

Öfugt við hunangsbýflugur sem sjúga blómasafa eru geitungarnir rándýr. Þeir fóðra lirfur sínar á prótínríku skordýrakjöti. Skordýrin drepa þeir með eiturbroddinum.

 

Þegar bráðin hefur verið flutt heim í búið er hún vandlega tuggin áður en lirfurnar fá kjötið. Í stað þessarar prótínríku fæðu æla lirfurnar upp sykurvökva sem fullorðnu geitungarnir éta.

 

Á sumrin fóðra geitungarnir þannig lirfur sínar á kjöti til að úr þeim verði stórir og öflugir geitungar. Og það getur komið fyrir að þeir ráðist á grillpylsurnar þínar.

 

Síðsumars eru fullorðnir geitungar líka sólgnir í sætindi svo sem saft, ávexti og sultu sem gefur þeim eldsneyti fyrir vængjatökin.

 

Venjulegir geitungar geta orðið nokkuð aðgangsharðir í þessum efnum en risageitungurinn miklu síður.

Geitungar éta sætindi til að fá í sig orku til að fljúga og veiða í matinn handa lirfum sínum.

HVE HÆTTULEGIR ERU GEITUNGAR?

Geitungar eru í rauninni ekki hættulegir svo lengi sem maður þvingar þá ekki í návígi við sig. Það má jafnvel segja að ágætt sé að hafa þá innandyra því þeir halda ýmsum skaðvöldum niðri, svo sem lirfum annarra skordýra.

 

En þeir eiga þó til að gera árás ef þeim þykir búinu ógnað. Lars Vilhelmsen skordýrafræðingur hjá Náttúrusögusafninu í Danmörku segir:

 

„Geitungar eru rándýr og þeir nota því eitrið fyrst og fremst til að lama bráð sína. En þeir geta líka notað eiturbroddinn til að verja sig og það gera þeir einkum ef maður kemur of nálægt geitungabúinu.“

 

Og það er einkum á tilteknum tíma árs sem maður þarf að gæta að sér í því efni.

 

„Síðari hluti sumars er viðkvæmur tími fyrir geitungana. Þá þurfa þeir að koma upp nýjum drottningum og karldýrum sem leggja grunninn að næstu kynslóð. Allt sumarið hefur farið í að undirbúa þetta. Geitungarnir eru þess vegna sérlega passasamir á þessum tíma,“ útskýrir hann.

 

Verði maður fyrir stungu geitungs skiptir tegundin máli.

 

Risageitungarnir úti í Evrópu sprauta meira eitri en venjulegir geitungar og stunga risageitungs veldur því meiri sársauka. Aftur á móti er sjaldgæfara að risageitungar stingi fólk.

 

Geitungar verja sig í hópum

Sér til varnar gegn aðvífandi óvinum, svo sem soltnum fuglum eða mannfólki sem vill losa sig við geitungabúið, búa geitungarnir yfir skæðu vopni: Eiturbroddinum.

Geitungur notar eiturbroddinn til að lama bráðina eða verja sig, telji hann sér ógnað.

Nálgist maður geitungabú geta geitungarnir átt til að gera árás margir saman. Þess vegna ætti maður aldrei að reyna að fjarlægja geitungabú án hlífðarbúnaðar.

 

„Eins og önnur félagslynd skordýr losa geitungar aðvörunarferómón þegar þeir telja sér ógnað. Við það verða þeir mjög æstir og aðrir eru fljótir að koma til hjálpar og gera gagnárás,“ segir Lars Vilhelmsen.

 

Geitungar geta líka tekið upp á að stinga fólk sem situr að snæðingi og þeir eru sérstaklega árásargjarnir síðla sumars þegar geitungabúið er í upplausn og geitungarnir í leit að sætindum til að skaffa sér orku.

 

Hvernig kemst maður hjá að vera stunginn?

Geitungar stinga ekki að ástæðulausu. Besta ráðið til að komast hjá stungu er þess vegna einfaldlega að vera ekki fyrir geitungnum.

 

Geitungar hafa ekki sérstakan áhuga á þér en kannski því sem þú ert með fyrir framan þig á borðinu.

 

Hafðu þess vegna lok yfir ílátum með sætindum eða sætum drykk til að vera viss um að geitungur leynist ekki þar. Þegar geitungur nálgast skaltu alls ekki slá til hans, heldur bara bíða þess í rólegheitum að hann fljúgi burtu.

 

Geitungar geta líka leynst í grasinu og þess vegna getur komið sér illa að vera berfættur utandyra.

Stunga frá geitungi veldur almennt bólgu, kláða og örlítill sársauki fylgir. Hin vægu einkenni hverfa venjulega á nokkrum dögum.

Hvað á að gera sé maður stunginn?

Ef geitungur stingur þig máttu eiga von á þessum einkennum:

 

*Staðbundinn sársauki.

 

* Bólga.

 

* Kláði og roði kringum stungusárið.

 

Þessi einkenni hverfa af sjálfu sér og langflest fólk finnur ekki til annarra einkenna.

 

En sumt fólk hefur ofnæmi fyrir eitri geitunga, rétt eins og fyrir stungum býflugna. Sé svo er nauðsynlegt að bregðast við.

 

Lars Vilhelmsen segir geitungaofnæmi afar sjaldgæft: „Í stungusárinu er blanda eiturefna, m.a. hormóna- og taugaeiturs sem geta vakið ofnæmisviðbrögð. Ofnæmisviðbrögðin stafa af of harkalegum viðbrögðum ónæmiskerfisins og geta valdið losti og mjög örum hjartslætti. Þetta getur orðið banvænt en það er þó afar sjaldgæft.“

 

Ef bólgan breiðist út frá stungusvæðinu eða ef maður fær höfuðverk og svima og kastar upp, eru það merki um ofnæmisviðbrögð.

 

Þessi einkenni koma þá fram nokkrum mínútum eftir stunguna og þá á fólk að hringja í 112. Og fái maður stungu í munn eða kok á líka að hafa samband við lækni strax.

 

Læknirinn meðhöndlar ofnæmisviðbrögðin með andhistamíni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SONJA MORELL LUNDORFF

Shutterstock

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

Lifandi Saga

Loðvík 14 og Versalir:  Í glæsihöllinni ríkti fnykur

Lifandi Saga

Loðvík 14 og Versalir:  Í glæsihöllinni ríkti fnykur

Náttúran

Af hverju kemur búmerang til baka?

Náttúran

Af hverju kemur búmerang til baka?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

Maðurinn

Auðmaður vill drekka úr æskubrunninum

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

Maðurinn

Íhugun getur breytt heila þínum

Maðurinn

Erum við fædd matvönd?

Maðurinn

Leiðbeiningar: Þannig „hökkum“ við eigin líkama

Náttúran

Hulinn kraftur verndar langlífasta spendýrið

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

Maðurinn

Auðmaður vill drekka úr æskubrunninum

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

Maðurinn

Íhugun getur breytt heila þínum

Maðurinn

Erum við fædd matvönd?

Maðurinn

Leiðbeiningar: Þannig „hökkum“ við eigin líkama

Náttúran

Hulinn kraftur verndar langlífasta spendýrið

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Vinsælast

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

3

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

4

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

5

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

6

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

3

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

4

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

5

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

6

Náttúran

Af hverju kemur búmerang til baka?

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Lifandi Saga

„Hvað ætlarðu að vera þegar þú verður stór?“

Náttúran

5 fyrirbæri sem þróunin gleymdi

Maðurinn

Hvað er gyllinæð?

Náttúran

Kæfingarefni hrekur hákarlana á flótta

Alheimurinn

Það rignir í geimnum

Jörðin

Tölvustýrð vélmenni ryksuga plast upp af sjávarbotni 

Maðurinn

Eru stór lungu kostur?

Maðurinn

Er botnlanginn í raun óþarfur?

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Hálf milljón afbrotamanna og óhlýðinna hermanna barðist í stríðinu í sérstökum refsisveitum. Rússneskum og þýskum mönnum var lofað frelsi og þeir sendir beint út í dauðann – rétt eins og Wagner-málaliðaherinn hafa gert.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is