Hvernig anda skordýr?

Býflugur, maurar og engisprettur þurfa á súrefni að halda til að lifa af, en skordýr hafa engin lungu. Í stað þess draga dýrin andann í gegn um örsmá göt á stoðgrindinni.

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Súrefni er lífsnauðsynlegt öllum dýrum enda er það mikilvægur þáttur í önduninni sem aftur er svo forsenda þess efnaferlis sem brýtur niður fæðuna og vinnur orku úr henni.

 

Hlutverk súrefnisins er að bindast vetni og lokaafurðir öndunarinnar eru vatn og koltvísýringur.

 

Öll hryggdýr sem anda að sér lofti nota lungu til að vinna súrefnið úr loftinu. Þegar loftinu er andað inn í lungun verða þar skipti á súrefni og koltvísýringi milli lungnanna og blóðsins.

 

Skordýr með aðra lausn

Liðdýr hafa ekki þróað lungu en leyst öndunina á annan veg. Liðdýrin eru afar sundurleit fylking dýra en til þeirra teljast m.a. skordýr, þúsundfætlur, krabbadýr og köngulær.

 

Það er öllum þessum dýrum sameiginlegt að hafa liðskipta stoðgrind sem bæði ver þau ofþornun ef þau lifa á landi og heldur þeim uppi.

 

Stór liðdýr sem lifa í vatni hafa þróað víðfeðm, utanáliggjandi tálkn sem hafa stórt yfirborð til að draga í sig súrefni úr vatninu.

 

Á þurrlendi eru tálkn óhugsandi lausn enda myndu þau leiða af sér allt of mikla útgufun. Þess í stað hafa liðdýr á þurrlendi þróað loftrásakerfi sem sækir loft gegnum göt í stoðgrindinni.

 

Þetta er talsvert flókið kerfi og súrefnið nær til blóðsins og innri líffæra ýmist með einfaldri blöndun eða dæluhreyfingum í ýmsum vöðvum.

 

Dýrafræðingar telja að öndunarkerfi liðdýra sé örsök þess að á þurrlendi hafa aldrei þróast stærri tegundir en í hæsta lagi á stærð við mýs. Lausn hryggdýranna á súrefnisöfluninni, nefnilega lungun, hefur hins vegar ekki haft nein stærðarhamlandi áhrif.

BIRT: 04/11/2014

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is