Search

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

Hinar stóru, loðnu köngulær dreifðust líklega um jörðina vegna flekahreyfinga þegar risameginlandið Gondwana brotnaði upp.

BIRT: 23/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Fuglaköngulær eru frekar hægfara dýr sem fara sjaldan langt frá holum sínum.

Samt hafa þær dreifst um heim allan. Eina heimsálfan sem þær hafa ekki náð fótfestu er Suðurskautslandið.

 

Nú hafa vísindamenn skoðað erfðamengi köngulóanna og komist að því að forfeður þeirra dreifðust sennilega með flekahreyfingum fyrir mörg hundruð milljónum ára.

 

RNA rannsakað í köngulóm

Með því að rannsaka svokölluð miðlandi RNA í fuglaköngulóm í gagnagrunnum gátu vísindamennirnir gert líkan af ættartré fuglakóngulóarinnar og mótað tilgátu um þróun þessara loðnu dýra.

 

Niðurstaðan var sú að fyrstu forfeður tarantúlanna ferðuðust um heiminn með jarðskorpuhreyfingum – eftir að risameginlandið Gondwana brotnaði upp fyrir meira en 150 milljón árum.

 

Það fellur að núverandi rannsóknum um uppruna tarantúlanna, sem er talinn vera í norðurhluta Gondwana.

Golíatfuglaköngulóinn eða fuglaætuköngulóin (Theraphosa leblondi) getur orðið allt að 30 sm löng.

Fjórar staðreyndir um köngulær

 

1: Til eru meira en 45.000 tegundir köngulóa.

 

2: Stærsta fuglaköngulóin, Golíatfuglaköngulóin, eða fuglaætuköngulóin getur orðið allt að 30 cm löng.

 

3: Á graslendi er hægt að finna allt að 500 köngulær á fermetra.

 

4: Á Íslandi eru um 91 tegundir köngulóa þekktar.

 

Ferðaðist nokkrum sinnum frá Indlandi

Næstu milljónir ára ferðuðust fuglaköngulærnar um heiminn.

 

Þessi nýja rannsókn bendir meðal annars til þess að fuglaköngulær hafi ferðast bæði til Asíu og Eyjaálfu frá Indlandi, sem rak um heiminn eftir Gondwana – þar til þetta stóra land festist við Asíu fyrir 35-55 milljón árum.

 

Á hægfara ferð Indlands í átt til Asíu hafa köngulærnar þróast farsællega.

 

Rannsóknir benda til þess að þó svo tarantúlur hafi dreifst með jarðskorpuhreyfingunum, hafi aðlögunarhæfileiki þeirra verið ástæða velgengninnar.

Fyrir meira en 150 milljónum árum þjöppuðust meginlöndin saman í eina stóra heimsálfu sem kallaðist Gondwana. Þar þróuðust forfeður köngulóanna.

BIRT: 23/02/2023

HÖFUNDUR: Sören Hansen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Fama Clamosa,© Didier Descouens, Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is