Heilsa

Heimsfaraldur veldur byltingu í þróun bóluefna gegn krabba, eyðni og malaríu

Fyrstu mRNA-bóluefni sögunnar – þróuð til að verjast Covid-19 – virðast upphaf nýrrar byltingar í þróun á bóluefni og allt að því sigur í baráttunni gegn krabba, eyðni og malaríu.

BIRT: 20/08/2021

Læknisfræði / Sjúkdómar

Lestími: 6 mínútur

 

Síðan fyrsta bóluefnið gegn bólusótt kom fram 1796 hafa flest bóluefni verið gerð á svipaðan hátt: Veikluð, dauð eða breytt útgáfa þeirrar veiru eða bakteríu sem veldur sjúkdómnum og gerir líkamann ónæman fyrir honum.

 

Þetta breyttist allt í janúar 2020, þegar fyrstu mRNA-bóluefnin gegn kórónuveirunni komust í þróun. Það skiptir meginmáli í samhenginu að þessi bóluefni er unnt að framleiða án þess að hráefnaskortur setji strik í reikninginn og þau er líka auðvelt að laga til eftir þörfum.

 

Þessi bylting hefur ekki einungis fært okkur vel virka vörn gegn heimsfaraldri á mettíma. Hún hefur líka rutt brautina fyrir mögulegri byltingu í þróun bóluefna almennt, ekki síst efna sem gætu ráðið niðurlögum eyðni, malaríu og ýmissa krabbameina.

 

Nýjustu rannsóknir hafa skilað lofandi niðurstöðum varðandi t.d. MS-sjúkdómnum og eyðni og þykja gefa til kynna að raunveruleg bóluefnabylting gæti verið handan við hornið.

 

Frumurnar verða bóluefnaverksmiðjur

 

Hið svonefnda messenger RNA er sameind, svipuð DNA-sameind sem unnt er að koma inn í frumur manna og kennir þá frumunni að mynda tiltekin prótín, t.d. veiruprótín.

 

Þegar fruman myndar prótínin lærir ónæmiskerfið að þekkja veiruna og getur eftir það varist utanaðkomandi árás.

 

 

RNA býr ónæmiskerfið undir árás

 

Bóluefni ver þig gegn sjúkdómi með því að kenna ónæmiskerfinu að bera kennsl á veiruna og verjast henni. Mörg ný kórónu-bóluefni ná þessu takmarki með RNA-sameind sem líkist mjög DNA-sameind og kemur frumum þínum til að framleiða prótín veirunnar.

Fitukúlur bera mRNA í frumur

 

Vísindamenn framleiða mRNA (hvítt) með erfðaupplýsingum til að mynda svonefnt gaddprótín eða broddprótín veirunnar. Erfðasameindinni er pakkað inn í fitupakka (gula) og sprautað í líkamann. Fitukúlurnar bera mRNA-sameindirnar inn í frumurnar.

 

 

Frumur mynda veiruprótín

 

Frumur þínar nota náttúrulegt mRNA – myndað á grundvelli gena í þínu eigin DNA – til að mynda prótín. Bóluefnið nýtir þessa tækni (gult) frumunnar til að mynda gaddprótín (rauðir þríhyrningar). Þessi nýmynduðu prótín berast út í blóðið.

 

 

Ónæmisfrumur skera prótínin sundur

 

Mótefnafrumur ónæmiskerfisins (hvítt) uppgötva gaddprótínin. Þær skera prótínið niður í litla bita sem setjast á svokallaðar MHC-II-sameindir (gráar) á yfirborði ónæmisfrumunnar.

 

 

 

 

Ónæmiskerfið býst til árásar

 

T-hjálparfrumur ónæmiskerfisins (ljósgul) binda sig við prótínbitana og virkja síðan aðrar ónæmisfrumur (grænar og gular), m.a. svonefndar B-frumur sem mynda mótefni gegn veirunni og T-drápsfrumur sem drepa sýktar frumur.

 

 

 

Þessi mRNA-bóluefni er unnt að framleiða og aðlaga miklu hraðar en önnur. Rannsóknir eru þegar teknar að birta útlínur þeirrar myndar sem sýnir gegn hvaða sjúkdómum unnt væri að beina slíkum bóluefnum að á næstunni.

 

Í fyrsta-fasa rannsókn hefur vísindamönnum tekist að mynda sérstaka gerð mótefna gegn eyðniveirunni hjá 97% þátttakenda og mótefnin virka gegn öllum stökkbreyttum afbrigðum veirunnar og þau eru fjölmörg.

 

Nú er verið að endurgera þetta bóluefni og aðlaga með mRNA-tækni Moderna.

 

Nýlega fékk vísindamaður hjá Yaleháskóla einkaleyfi á bóluefni gegn malaríu. Þetta er nefnt sjálfstyrkjandi bóluefni. Það líkist mRNA-bóluefni en skammtarnir geta verið minni.

 

Myndband: Þess vegna er malaría svo erfið viðfangs

 

 

Hjá BioNTech hefur mRNA-byggingunni verið breytt til meðhöndlunar á MS-sjúkdómi í músatilraunum. Bóluefnið kom í veg fyrir sjúkdómseinkennin í öllum þeim músum sem voru bólusettar.

 

Hjá BioNTech er unnið að því að aðlaga tæknina að bóluefni gegn húðkrabba. Að sögn ætti það bóluefni að verða tilbúið eftir „örfá ár“.

 

 

Listinn yfir möguleg eða væntanleg mRNA-bóluefni er miklu lengri. Vísindamenn eru farnir að líta til inflúensu, zíka og hundaæðis.

 

Bóluefnabyltingin fer yfir vítt svið

 

Í áratugi hefur gerð mRNA-bóluefna verið tæknilega möguleg en af því hefur þó ekki orðið vegna þess að fjárhagsgrundvöllur til þróunar var ekki fyrir hendi.

 

Með kórónuveirufaraldrinum gjörbreyttist þetta og fyrstu mRNA-bóluefnin voru þróuð á mettíma.

Jafnframt eru aðrar þróunaraðferðir á uppleið. Hjá Kaupmannahafnarháskóla eru vísindamenn t.d. að þróa Covid-19 bóluefni sem á að skapa ónæmi í þrjú ár. Þeir nota allt aðra aðferð, svonefnda cVLP-tækni (Capsid Virus-Like Particle).

 

Upphaflega var ætlun vísindamannanna að þróa bóluefni gegn malaríu – og takist þeim að sigrast á Covid-19, opnast enn ný leið til að vinna á malaríu.

 

 

Birt 20.08.2021

 

 

 

JEPPE WOJCIK

 

 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

4

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

5

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

6

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is