Ekki einu sinni eineggja tvíburar sem þó hafa nákvæmlega sömu gen, hafa eins fingraför. Af þeirri ástæðu viðurkenna lögregla og dómstólar um allan heim, fingraför sem gild sönnunargögn.
Þegar þekkja á einstakling á grundvelli fingrafara ákvarðar rannsakandinn fyrst af hvaða gerð fingrafarið er.
Fingraförum er skipt í þrjá flokka eftir einkennandi mynstri, sveiglínum, lykkjum og hringum.
Þrír mjög ólíkir aðalflokkar
Samspil milli þriggja aðalflokka fingrafara og smáatriða í línunum gera fingraförin að öruggu kennimarki.
1. Lykkjur algengastar
Lykkjumynstrið liggur frá annarri hliðinni og út á sömu hlið aftur. Um 60% allra fingrafara eru með lykkjumynstri og því algengust.
2. Hringur í öðru sæti
Hringmynstur er skilgreint þannig að a.m.k. ein lína myndi hring. Um 35% fingrafara eru af þessari næstalgengustu gerð.
3. Sveiglínur sjaldgæfar
Sveigðar línur eru sjaldgæfastar. Þessi flokkur einkennist af þverlínum yfir allan fingurgóminn. Þetta mynstur er aðeins um 5% af öllum fingraförum.
Meginuppbygging fingrafarsins er ákveðin af genunum en smáatriðin myndast tilviljanakennt á fósturstigi.
Á þriðja og fjórða mánuði meðgöngu víkkar vökvaþrýstingur húðina á fingurgómunum í eins konar „púða“. Þegar þrýstingnum léttir myndar húðin fellingar og þar með verða til sveiglínur, lykkjur og hringar í mynstri sem aldrei er eins á fingrunum og því síður milli tveggja einstaklingar. Þegar þetta mynstur hefur skapast breytist það ekki.
Hvort hvert einasta fingrafar er einstætt mætti sjá með því að bera saman fingraför allra jarðarbúa en það er auðvitað ekki gerlegt en á grundvelli tölfræðilíkana hafa sérfræðingar komist að þeirri niðurstöðu að líkurnar séu núll.