Search

Geislar teikna upp líkamann í þrívídd

Unnt er að beita sífellt fullkomnari skimunartækni til að rannsaka innviði líkamans og nú er hægt að skoða taugabrautir og æðar í mjög miklum smáatriðum.

BIRT: 04/12/2022

LESTÍMI:

3 mínútur

Þegar Wilhelm Röntgen gegnumlýsti hönd og giftingarhring eiginkonu sinnar árið 1896, tók ferlið alls 90 mínútur. Í dag má gera slíkt hið sama á örfáum sekúndum. Núorðið er unnt að taka sneiðmyndir af öllum líkamanum, m.a. sjást slagæðar og höfuðkúpan nú miklu greinilegar en nokkru sinn fyrr.

Hágæði – Innra líf lungnanna kemur í ljós í sneiðmyndatöku.

Nákvæm sneiðmynd af heilbrigðum lungum. Myndin er tekin með röntgenlampa sem snýst og myndar þunnar sneiðmyndir af lungunum. Lesið er úr gögnunum í tölvu og þeim breytt í þrívíddarmyndir.

Ljósasýning – Röntgen gerir það að verkum að beinin lýsa.

Þegar röntgengeislar lenda á mannslíkamanum drekka bein, fita, vöðvar og aðrir vefir, geislana í sig að mismiklu leyti. Kalkið í beinunum drekkur geislana betur í sig en önnur líffæri og fyrir vikið eru beinin ljós á að líta á röntgenmyndum.

Heilinn í litum – Upplýstar vatnssameindir sýna taugakerfið.

Segulmæling á hreyfingum vatnssameindanna í vefnum getur umbreyst í litríkar ljósmyndir þegar beitt er taugabrautaskönnun (ens.: tractography). Litirnir sýna hreyfingar taugatrefjanna, blátt táknar hreyfingu upp og niður, grænt fram og til baka og rautt þversum.

Handaband – Ljós- og hljóðskönnun sýnir uppbyggingu æðanna.

Á myndinni til vinstri er að finna hefðbundna skönnun allra æðanna í hendinni, þar sem beitt er ljós- og hljóðbylgjum, því sem kallast ljóshljóðunarmyndun. Á myndinni hægra megin gefa litirnir til kynna þykkt æðanna. Þessi tækni gerir m.a. kleift að greina æðakölkun.

Hjartsláttur – Með segulómtæki er unnt að greina hættulega hjartasjúkdóma.

Skimun með segulmagni og útvarpsbylgjum (MRI) sýnir í þrívídd blóðstreymið til (blár og grænn litur) og frá (rauður og gulur litur) hjartanu. Því ljósari sem litirnir eru, þeim mun hraðar streymir blóðið. Með þessari tækni er unnt að greina hjartasjúkdóma miklu fyrr en áður.

Ljós á perunni – Geislavirk snefilefni leiða í ljós virkni heilans.

Í jáeindaskanna er heilinn lýstur upp með geislavirku snefilefni sem sprautað er inn í blóðrásina. Rautt og gult merkir mikla virkni en blátt og grænt litla. Þau svæði sem sjúkdómur herjar á fá á sig skærari lit en ella.

Þegar Wilhelm Röntgen gegnumlýsti hönd og giftingarhring eiginkonu sinnar árið 1896, tók ferlið alls 90 mínútur. Í dag má gera slíkt hið sama á örfáum sekúndum. Núorðið er unnt að taka sneiðmyndir af öllum líkamanum, m.a. sjást slagæðar og höfuðkúpan nú miklu greinilegar en nokkru sinn fyrr.

Hágæði – Innra líf lungnanna kemur í ljós í sneiðmyndatöku.

Nákvæm sneiðmynd af heilbrigðum lungum. Myndin er tekin með röntgenlampa sem snýst og myndar þunnar sneiðmyndir af lungunum. Lesið er úr gögnunum í tölvu og þeim breytt í þrívíddarmyndir.

Ljósasýning – Röntgen gerir það að verkum að beinin lýsa.

Þegar röntgengeislar lenda á mannslíkamanum drekka bein, fita, vöðvar og aðrir vefir, geislana í sig að mismiklu leyti. Kalkið í beinunum drekkur geislana betur í sig en önnur líffæri og fyrir vikið eru beinin ljós á að líta á röntgenmyndum.

Heilinn í litum – Upplýstar vatnssameindir sýna taugakerfið.

Segulmæling á hreyfingum vatnssameindanna í vefnum getur umbreyst í litríkar ljósmyndir þegar beitt er taugabrautaskönnun (ens.: tractography). Litirnir sýna hreyfingar taugatrefjanna, blátt táknar hreyfingu upp og niður, grænt fram og til baka og rautt þversum.

Handaband – Ljós- og hljóðskönnun sýnir uppbyggingu æðanna.

Á myndinni til vinstri er að finna hefðbundna skönnun allra æðanna í hendinni, þar sem beitt er ljós- og hljóðbylgjum, því sem kallast ljóshljóðunarmyndun. Á myndinni hægra megin gefa litirnir til kynna þykkt æðanna. Þessi tækni gerir m.a. kleift að greina æðakölkun.

Hjartsláttur – Með segulómtæki er unnt að greina hættulega hjartasjúkdóma.

Skimun með segulmagni og útvarpsbylgjum (MRI) sýnir í þrívídd blóðstreymið til (blár og grænn litur) og frá (rauður og gulur litur) hjartanu. Því ljósari sem litirnir eru, þeim mun hraðar streymir blóðið. Með þessari tækni er unnt að greina hjartasjúkdóma miklu fyrr en áður.

Ljós á perunni – Geislavirk snefilefni leiða í ljós virkni heilans.

Í jáeindaskanna er heilinn lýstur upp með geislavirku snefilefni sem sprautað er inn í blóðrásina. Rautt og gult merkir mikla virkni en blátt og grænt litla. Þau svæði sem sjúkdómur herjar á fá á sig skærari lit en ella.

BIRT: 04/12/2022

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: GE Healthcare/Interfoto/Imageselect,Siemens Healthcare GmbH,GE Healthcare,Yoshiaki Matsumoto,Arterys,CENTRE JEAN PERRIN/ISM/SCIENCE PHOTO LIBRARY

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is