Æðar í höndum virka svipað og fingraför

Innrauð mynd af hönd þinni dugar til að bera kennsl á þig með 99,8% öryggi.

BIRT: 03/02/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Æðamynstrið á handarbakinu er jafn einstaklingsbundið og fingraförin og því unnt að nota það til að bera kennsl á fólk.

 

Og nú hafa vísindamenn hjá háskólanum í Nýja Suður-Wales í Ástralíu þróað tæknina sem til þarf. Þeir taka innrauða mynd í háupplausn af æðunum og láta gervigreindartölvu þekkja mynstrið.

Á innrauðri mynd sjást æðar sem skýrt afmarkaðar. Mynstrið er einstaklingsbundið (innfelldar myndir).

Vísindamennirnir prófuðu tæknina í tilraun með því að taka alls 500 myndir af höndum 35 einstaklinga. Tölvan lærði því næst að bera kennsl á hvern og einn á grundvelli myndanna.

 

Eftir það greindi tölvan nýjar myndir af höndum sömu einstaklinga rétt í 99,8% tilvika.

 

Kemur í veg fyrir svindl

Nýja aðferðin getur orðið góð viðbót við aðrar kennsluaðferðir, svo sem fingraför eða andlitskennsl.

 

Fingrafaraskanna er hægt að plata með því að afrita fingrafar af sléttum fleti og sýna skannanum það í stað eigin fingurs. Á svipaðan hátt má gabba andlitskennslaforrit með ljósmynd en andlitskennsl hafa líka þann veikleika að virka mis vel eftir húðlit.

 

Æðaskanninn er alveg laus við slíka galla. Áströlsku vísindamennirnir segja auðvelt að setja upp slíkan skanna í farsíma og telja hann líka geta gagnast í vöktunarmyndavélum.

BIRT: 03/02/2023

HÖFUNDUR: Jens E. Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Syed W. Shah et al./IET Biometrics

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is