Allir þekkja það að þykjast hafa séð eitthvert andlit þar sem ekkert slíkt var að finna.
Fyrirbæri þetta, að ímynda sér andlit, nefnist pareidolia og nú hafa vísindamenn frá Sydney háskóla komist að því að heilinn meðhöndlar andlitin með sama hætti – óháð því hvort þau eru raunveruleg eður ei.
Til þess að komast að þessari niðurstöðu sýndu vísindamennirnir 17 þátttakendum myndir af fyrirbærum sem líktust mögulegum andlitum og einnig eiginlegum andlitum.
Eftir hverja mynd áttu þátttakendur að meta hvort andlitið hafi verið með reiðisvip eða gleðisvip.
Hér eru nokkur dæmi um fyrirbærin sem líktust andlitum og þátttakendum voru sýnd í tilrauninni.
Þátttakendur voru almennt nokkuð sammála í mati sínu sem bendir til mikilvægs grunneiginleika heilans sem leitast ævinlega að sjá, greina og lesa í andlit. Hann er að finna í öllum mönnum – einnig þegar um ímyndun er að ræða.
Sams konar hlutdrægni – sem varðar fyrst og fremst staðfestingu á fyrirframgefinni skoðun – á eins og við raunveruleg andlit. Á ensku er þetta nefnt confirmation bias.
Vísindamennirnir sýndu jafnframt fram á þessa sálfræðilegu hlutdrægni í tilrauninni.
Tjáning andlitsins hefur áhrif á væntingar okkar og upplifun, þannig að röð af glöðum andlitum veldur því að næsta andlit virðist líklegra til að vera einnig glaðlegt.
Og þetta samhengi var að finna hvort heldur andlitin voru í kaffibolla eða á papriku.
LESTU EINNIG
Samkvæmt vísindamönnum bendir þetta til þess að sama greiningarferli í heilanum sé virkt við bæði ímynduðum sem og raunverulegum andlitum.
Heilinn einblínir á andlit
Vísindamennirnir telja að heilinn einbeiti sér meira að því að ráða í andlitssvipinn, heldur en hinu hvort andlitið tilheyri í raun manneskju, enda hefur félagsfærni skipt sköpum í lífi mannapa í gegnum þróunarsögu mannkyns.
Með því að bera kennsl á andlit og svipbrigði hratt og örugglega er heilinn betur fær um að ráða hvort aðstæður gætu mögulega reynst verða hættulegar.
Þess vegna leitast heilinn stöðugt við að ráða í svipbrigði – jafnvel þó að augun sé bara að finna í rafmagnsinnstungu.