Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Rafmagnsinnstungan getur verið lík augum og mjólkurfroðan í kaffibolla þínum getur líkst broskalli. Andlit dúkka oft upp á ýmsum stöðum og ný rannsókn bendir til þess að heilinn meðhöndli þessa missýningu með sama hætti og um raunveruleg andlit væri að ræða.

BIRT: 22/10/2022

Allir þekkja það að þykjast hafa séð eitthvert andlit þar sem ekkert slíkt var að finna.

 

Fyrirbæri þetta, að ímynda sér andlit, nefnist pareidolia og nú hafa vísindamenn frá Sydney háskóla komist að því að heilinn meðhöndlar andlitin með sama hætti – óháð því hvort þau eru raunveruleg eður ei.

 

Til þess að komast að þessari niðurstöðu sýndu vísindamennirnir 17 þátttakendum myndir af fyrirbærum sem líktust mögulegum andlitum og einnig eiginlegum andlitum.

 

Eftir hverja mynd áttu þátttakendur að meta hvort andlitið hafi verið með reiðisvip eða gleðisvip.

Hér eru nokkur dæmi um fyrirbærin sem líktust andlitum og þátttakendum voru sýnd í tilrauninni.

Þátttakendur voru almennt nokkuð sammála í mati sínu sem bendir til mikilvægs grunneiginleika heilans sem leitast ævinlega að sjá, greina og lesa í andlit. Hann er að finna í öllum mönnum – einnig þegar um ímyndun er að ræða.

 

Sams konar hlutdrægni – sem varðar fyrst og fremst staðfestingu á fyrirframgefinni skoðun – á eins og við raunveruleg andlit. Á ensku er þetta nefnt confirmation bias.

 

Vísindamennirnir sýndu jafnframt fram á þessa sálfræðilegu hlutdrægni í tilrauninni.

 

Tjáning andlitsins hefur áhrif á væntingar okkar og upplifun, þannig að röð af glöðum andlitum veldur því að næsta andlit virðist líklegra til að vera einnig glaðlegt.

 

Og þetta samhengi var að finna hvort heldur andlitin voru í kaffibolla eða á papriku.

LESTU EINNIG

Samkvæmt vísindamönnum bendir þetta til þess að sama greiningarferli í heilanum sé virkt við bæði ímynduðum sem og raunverulegum andlitum.

 

Heilinn einblínir á andlit

Vísindamennirnir telja að heilinn einbeiti sér meira að því að ráða í andlitssvipinn, heldur en hinu hvort andlitið tilheyri í raun manneskju, enda hefur félagsfærni skipt sköpum í lífi mannapa í gegnum þróunarsögu mannkyns.

 

Með því að bera kennsl á andlit og svipbrigði hratt og örugglega er heilinn betur fær um að ráða hvort aðstæður gætu mögulega reynst verða hættulegar.

 

Þess vegna leitast heilinn stöðugt við að ráða í svipbrigði – jafnvel þó að augun sé bara að finna í rafmagnsinnstungu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: AF SØREN STEENSIG

Shutterstock,© Taubert et al, Proceedings of the Royal Society B,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is