Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Allar götur frá því á 16. öld hafa rússneskir minnihlutahópar verið mikilvægt stjórnmálaafl fyrir valdhafana í Moskvu. Minnihlutahópum þessum er enn þann dag í dag beitt til að veikja nágrannaríkin og hafa áhrif innan þeirra.

BIRT: 07/05/2024

Þegar Sovétríkin voru leyst upp í desember árið 1991 voru margar milljónir Rússa skyndilega búsettir utan landamæra Rússlands. Allt að 25 milljónir Rússa voru nánast á einu augabragði orðnir að minnihlutahópum innan ólíkra ríkja.

 

Rússarnir höfðu gjarnan fest rætur í nýja landinu og ekki hlaupið að því að senda þá til baka en allar götur síðan hefur nærvera rússnesku minnihlutahópanna orsakað spennu í mörgum af nágrannaríkjum Rússlands.

 

Búseta Rússa utan Rússlands á sér langa sögu en hún er talin hefjast á 16. öld. Þá fluttu margar milljónir Rússa sig um set í því skyni að rækta upp gríðarstórar auðnir austur og vestur af Rússlandi.

 

Á árunum fyrir rússnesku byltinguna 1917 voru stórir hlutar þjóðarinnar jafnframt sendir til m.a. Kasakstan og Eystrasaltsríkjanna í því skyni að ljá svæðunum rússneskt yfirbragð.

 

Rússaþenslan jókst enn fremur til muna undir stjórn Sovétríkjanna þegar bændur og verkamenn voru fluttir búferlum til nágrannalandanna í því skyni að liðka fyrir iðnvæðingu landanna.

Í Sovétríkjunum herja þurrkar og hungursneyð 1932 en þar sem aðrir sjá aðeins hörmungar, eygir Stalín tækifæri. Hann nýtir neyðina til að kúga hina uppreisnargjörnu Úkraínumenn. 

Allar götur frá því að Vladímír Pútín komst til valda árið 1999 hefur hann notað rússnesku minnihlutahópana í stjórnmálalegum tilgangi til að hafa áhrif á innanríkismál nágrannaríkjanna, einkum þó í þeim löndum sem eiga landamæri er liggja að Natóríkjum.

 

Þekktasta dæmið um þetta í seinni tíð er innrás Rússa í nágrannaríkið Úkraínu í febrúar 2022 sem sögð var gerð til að vernda rússneska íbúa landsins. Mörg nágrannalönd Rússlands óttast fyrir vikið sömu örlög.

 

Talið er að um 20-30 milljónir Rússa séu búsettir utan Rússlands í dag, þar af um 15 milljónir í löndum sem áður töldust til Sovétríkjanna.

 

⇑ Í þessum löndum eru flestir rússnesku íbúanna

Allar götur frá því á 16. öld hafa Rússar, í mörgum ólíkum lotum, sest að á svæðum sem í dag teljast vera nágrannaríki Rússlands. Í sumum löndum nemur fjöldi Rússa um fjórðungi af íbúafjöldanum.

1
Lettland
Hve margir rússneskir?

Um 25% íbúanna en í sumum borgum þó allt að 50%.

Hvernig eru tengslin við Rússana?

Rússar hafa búið í Lettlandi í aldaraðir en margir Lettar álíta landinu stafa ógn af þeim. Um 35% Rússanna eru ekki með lettneskt ríkisfang og geta því ekki sinnt tilteknum störfum.

2
Eistland
Hve margir rússneskir?

Um 24% íbúanna en á tilteknum svæðum nemur hlutfallið allt að 75%.

 

Hvernig eru tengslin við Rússana?

Í rannsókn sem gerð var í borginni Tartu árið 2011 kom í ljós að helmingur rússnesku íbúanna höfðu ekki aðlagast. Þegar Eistland öðlaðist sjálfstæði árið 1991 var mörgum Rússum ekki veitt eistneskt ríkisfang og þeir útilokaðir frá þátttöku í stjórnmálum.

3
Úkraína
Hve margir rússneskir?

Um 17% íbúafjöldans. Á sumum austlægum svæðum nemur fjöldinn þó allt að 75%.

 

Hvernig eru tengslin við Rússana?

Rússneski minnihlutinn á austlægu svæðunum hefur krafist aukinnar sjálfstjórnar í áraraðir sem leitt hefur af sér sjálfstæðisbardaga. Í febrúar 2022 réðst svo rússneski herinn inn í Úkraínu með það fyrir augum að innlima austursvæðin.

Mótmælendur, hliðhollir Rússum, drógu rússneska fánann að húni í stað þess úkraínska í borginni Dónetsk í Úkraínu árið 2014.

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© maix

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

4

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

5

Jörðin

Jörðin eftir manninn

6

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Jörðin eftir manninn

Hvað verður um jörðina þegar við verðum horfin? Að sögn vísindamanna munu úlfaflokkar dreifast hratt á meðan borgirnar hrynja og sökkva. Hins vegar munu síðustu ummerki mannkyns standa til enda alheimsins.

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is