Lifandi Saga

Nærmynd af Pútín: Frá fátækum slagsmálahundi til einræðisherra Rússlands

Á unglingsárum dreymdi Vladimir Pútín um að verða njósnari og þjóna Sovétríkjunum. 1975 rættist draumurinn en Pútín lét ekki þar staðar numið. Hann vildi komast á toppinn – og hann skirrðist einskis.

BIRT: 12/02/2023

Bardagaíþróttir björguðu Pútín frá smáglæpum – Pútín vildi verða James Bond Rússlands – Jeltsín studdi Pútín til valda – Pútín vill endurvekja rússneska stórveldið – Vladimir Pútín – meistari karlmennskuímyndar

BARDAGAÍÞRÓTTIR BJÖRGUÐU PÚTÍN FRÁ SMÁGLÆPUM

Vladimir Pútín fæddist 7. október 1952.

 

Smástrákurinn með ljósa hárið og kuldalegu bláu augun ólst upp í fátækt í lítilli íbúð á fjórðu hæð í Leningrad (nú St. Pétursborg) en íbúðinni deildu foreldrar hans með tveimur öðrum fjölskyldum.

 

Íbúðin var aðeins 20 fermetrar og aðstæðurnar hryllilegar. Þakið var óþétt, hvorki bað né heitt vatn og rottugangur í stigunum.

 

Foreldrar drengsins burðuðust líka með bæði líkamlega og sálræna áverka eftir afar erfitt stríð við Þýskaland nasistanna.

 

Leningrad var enn að stórum hluta í rústum og í þessu umhverfi fékk Vladimir Pútín fljótlega orð á sig sem óhlífinn slagsmálahundur sem stundaði skólann óreglulega en hafði í fullu tré við mun stærri stráka.

 

Vladimir Pútín virtist vera á beinni leið inn í glæpagengin en kraftur hans í slagsmálum varð honum til björgunar.

 

11 ára gamall byrjaði hann að æfa júdó, íþrótt sem hann síðar þakkaði að hafa losnað úr heljargreipum lífsins á götunni.

Vladimir Pútín í kjöltu móður sinnar, Maríu Ivanovu Pútínu, í Leningrad. Myndin er frá júlí 1958 þegar drengurinn var tæpra sex ára.

PÚTÍN VILDI VERÐA JAMES BOND RÚSSLANDS

En það voru ekki aðeins bardagaíþróttir sem heilluðu hinn unga Vladimir Pútín.

 

Fimmtán ára gamall sá hann sovéska bíómynd, Skjöldinn og sverðið. Myndin fjallaði um sovéska njósnarann Alexandr Belov sem kemst inn í raðir nasista í seinni heimsstyrjöld og bjargar móður Rússlandi nánast upp á eigin spýtur.

 

„Mér fannst það stórfenglegt að einn maður gæti með afrekum sínum áorkað það sem allur herinn dugði ekki til. Njósnari gat ráðið örlögum þúsunda manna,“ er haft eftir Pútín í bókinni Í fyrstu persónu frá árinu 2000.

„Fyrir 50 árum kenndi götulífið í Leningrad mér eina reglu: Ef bardagi er óhjákvæmilegur, gildir að slá fyrst.“

Vladimir Pútín

Pútín hreifst af myndunum Njósnarinn og sverðið, þar sem sovéskur njósnari kemur sér fyrir meðal þýskra nasista.

Vladimir Pútín dreymdi um að verða James Bond Rússlands og tók einarða stefnu á KGB.

 

Þegar Pútín lauk lögfræðinámi 1975, sótti hann um skólavist hjá KGB. Þar fékk hann góða menntun í gagnnjósnum og varð síðar njósnasérfræðingur erlendis.

 

Meðan Pútín var að vinna sig upp innan KGB á árunum um 1980, kynntist hann Ljudmilu, flugfreyju hjá Aeroflot og var fimm árum yngri. Þau giftu sig 1983 og eignuðust fljótlega dæturnar Mariyu og Yekatarinu.

 

Vladimir Pútín vonaðist til að fá stöðu í njósnamiðstöðinni í Berlín en var sendur til Dresden í Austur-Þýskalandi 1983.

 

Opinberlega gegndi hann stöðu túlks en aðalstarf hans var að fylgjast með fjölmiðlum og safna úrklippum fyrir KGB. Ekki beinlínis sú tegund njósnastarfsemi sem skilar mestu adrenalínflæði.

 

Fall múrsins 1989 batt snögglega enda á starfsemi Pútíns í landinu sem nú varð skyndilega fyrrverandi Austur-Þýskaland og 1990 sneri Pútín heim til Sovétríkjanna sem þá voru komin að hruni.

 

„Ég svaf með skammbyssu undir koddanum. Þannig voru þessir tímar,“ sagði Pútín síðar um dvöl sína í Leningrad sem í upphafi tíunda áratugarins einkenndist af ofbeldisverkum.

 

En í Leningrad varð frami hans nokkuð hraður og á innan við áratug vann hann sig upp úr lágt settum KGB-fulltrúa og varð æðsti leiðtogi víðlendasta ríkis veraldar.

Grunnur: Vladimir Pútín

Aldur

69 ár. Fæddur 7. október 1952.

Fæðingarstaður

Leningrad – nú Sankti Pétursborg.

Hæð

170 sentimetrar.

Maki

Lyudmila Schkrebneva (gift 1983, skilin 2014).

Börn

Mariya Putina (1985) og Yekatarina Putina (1986)

Fullt nafn

Vladimir Vladimirovich Putin

JELTSÍN STUDDI PÚTÍN TIL VALDA

Leiðin á toppinn liggur sem kunnugt er oft gegnum tengsl við valdamikla menn og á leið sinni upp rússneska valdastigann reyndist Vladimir Pútín eiga auðvelt með að tengjast valdamiklum mönnum.

 

Mesta þýðingu höfðu þó sennilega tengsl hans við gamlan kennara sinn í lögfræðináminu, prófessorinn Anatolij Sobtjak.

 

Þegar Sobtjak vann sigur í fyrstu borgarstjórakosningunum í St. Pétursborg 1991, réði hann Pútín sem helsta ráðgjafa sinn. Þegar Pútín fékk þetta starf, sagði hann upp hjá KGB.

 

Árið 1996 settu kjósendur Sobtjak af og Pútín stóð uppi atvinnulaus en þá hafði hann þegar tekið stefnu á valdamiðstöð landsins alls í Moskvu.

 

Innan við múra Kremlar barðist Boris Jeltsín forseti fyrir pólitísku lífi sínu. Eftir fall múrsins varð mikil verðbólga í Rússlandi, skuldir ríkisins voru yfirþyrmandi og ríkisstjórnin var orðin afar óvinsæl.

 

Pútín var einn fárra innan Kremlarmúra sem hélt staðfastlega tryggð við Jeltsín og innsta hring hans sem almennt gekk undir heitinu „Fjölskyldan“.

 

Í þakklætisskyni gerði Jeltsín árið 1998 hinn nánast óþekkta Vladimir Pútín að varastarfsmannastjóra og yfirmanns nýju leyniþjónustunnar FSB sem í raun var fyrrum KGB.

 

Árið eftir var Pútín gerður að forsætisráðherra og þegar Jeltsín tilkynnti afsögn sína 31. desember 1999 setti hann Pútín inn í embættið sem starfandi forseta.

Eftir að Vladimir Pútín kom til Kremlar 1996 naut hann hraðvaxandi álits hjá Boris Jeltsín. 1999 gerði hann hinn unga Pútín að forsætisráðherra og þegar hann sagði af sér í árslok, tók Pútín við forsetaembættinu.

Rússneskir leiðtogar frá byltingu til nútímans

Vladimir Lenín

7. nóvember 1917 til 21. janúar 1924.

 

Jósef Stalín

21. janúar 1924 til 5. mars 1953.

 

Georgij Malenkov

5. mars 1953 til 7. september 1953.

 

Nikita Khrushchev

7. september 1953 til 14. október 1964.

 

Leonid Brezjnev

14. október 1964 til 19. nóvember 1982.

 

Jurij Andropov

12. nóvember 1982 til 9. febrúar 1984.

 

Konstantín Chernenko

13. febrúar 1984 til 10. mars 1985.

 

Mikhail Gorbatsjov

11. mars 1985 til 25. desember 1991.

 

Boris Jeltsín

10. júlí 1991 til 31. desember 1999.

 

Vladimir Pútín

7. maí 2000 til 7. maí 2008.

 

Dmitri Medvedev

7. 2008 til 7. maí 2012.

 

Vladimir Pútín

7. maí 2012 til ???

PÚTÍN VILL ENDURVEKJA RÚSSNESKA STÓRVELDIÐ

Staða Vladimirs Pútín sem leiðtoga þjóðarinnar var staðfest við kosningarnar í mars 2000, þegar hann fékk ríflega helming atkvæða – með góðum stuðningi fjölmiðlakóngsins Borisar Berezovskij sem beitti sjónvarpsstöðvum sínum til að auglýsa Pútín.

 

En vinátta Pútíns og Berezovskijs varð ekki langvinn.

 

Eftir valdatökuna þvingaði Pútín marga helstu fjölmiðlaeigendur, þeirra á meðal Berezovskij, til að selja ríkinu fjölmiðla sína og flýja land. Þetta gerðist eftir að margir starfsmenn fjölmiðla birtu gagnrýnar umfjallanir um Pútín.

Gagnrýnendur Pútíns hafa lengi verið fangelsaðir eða jafnvel eitrað fyrir þeim. Þau urðu örlög gagnrýnandans Alexandrs Litvinenko 2006 og rússneska stjórnarandstæðingsins Aleksej Navalnij (á myndinni) 2020.

Jafnframt fyrirskipaði Pútín hinum nýríku ólígörkum að halda sig víðsfjarri stjórnmálum. Hann hóf líka margvíslegar umbætur sem gjarnan færðu meira vald til forsetans.

 

Mikilvægast af öllu var sennilega að Pútín tryggði sér völdin í Gazprom, hinu gamla sovéska einokunarfyrirtæki sem nú sér Evrópusambandsríkjum fyrir 40% af öllu jarðgasi sem þar er notað.

 

Pútín komst einhverju sinni svo að orði: „Sá sem óskar sér þess að Sovétríkin snúi aftur hefur engan heila. En sá sem ekki saknar Sovétríkjanna hefur ekkert hjarta.“

 

Með innrásinni í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022, mætti þó halda að Pútín sjálfur hafi týnt bæði hjarta sínu og heila í viðleitninni til að endurreisa einhvers konar Sovétríki.

 

En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pútín reynir að stækka yfirráðasvæði Rússlands með hervaldi.

 

Eitt af fyrstu verkefnum hans sem leiðtogi ríkisstjórnar var að berja niður uppreisnir í Kákasuslýðveldinu Tjetjeníu og koma þar á friði.

 

Árið 2008 réðust hermenn Pútíns inn í annað fyrrum Sovétlýðveldi, Georgíu og hernámu þar héruðin Abkasíu og Suður-Ossetíu.

„Sá sem óskar sér þess að Sovétríkin snúi aftur hefur engan heila. En sá sem ekki saknar Sovétríkjanna hefur ekkert hjarta.“

Vladimir Pútín

Vladimir Pútín ræður yfir um milljón manna her. Við bætist um 700.000 manna varalið. Pútín sést hér ganga meðfram heiðursverði serbneskra hermanna í Belgrad 2019.

Tímalína: Ævi og ferill Pútíns

  • 1952

Vladimir Pútín fæðist í Leningrad. Báðir foreldrar hans vinna í verksmiðju. Einu systkini Vladimirs, bræðurnir Albert og Viktor, hafa dáið áður en hann fæðist.

 

  • 1975

Pútín lýkur lögfræðiprófi frá Leningradháskóla. Sama ár er hann ráðinn til KGB.

 

  • 1983

Pútín giftist Ljudmilu og þau eignast fljótlega dæturnar Mariu og Yekatarinu.

 

  • 1985-90

Pútín starfar sem útsendari KGB í Dresden í Austur-Þýskalandi. Opinberlega er hann þar sem túlkur.

 

  • 1991

Pútín segir upp starfi sínu hjá KGB og fer að vinna fyrir fyrrum lærimeistara sinn, Anatolij Sobtjak, nýkjörinn borgarstjóra í Leningrad.

 

  • 1996

Pútín flytur til Moskvu og fær starf í stjórnarráðinu á vegum ríkisstjórnar Borisar Jeltsín forseta.

 

  • 1998

Vladimir Pútín er skipaður yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar.

 

  • 1999

Jeltsín gerir Pútín að forsætisráðherra og þegar forsetinn dregur sig í hlé þann 31. desember verður Pútín starfandi forseti. Pútín veitir Jeltsín friðhelgi gegn mögulegri lögsókn.

 

  • 2000

Pútín er kjörinn forseti Rússlands með ríflega helmingi allra atkvæða.

 

  • 2008

Nýr forseti, Dmitri Medvedev, útnefnir Pútín forsætisráðherra. Í raun fer Pútín áfram með öll völd.

 

  • 2012

Pútín er aftur kjörinn forseti Rússlands.

 

  • 2022

Pútín skipar hernum að ráðast inn í Úkraínu.

Sex árum síðar innlimuðu Rússar Krímskaga sem tilheyrt hafði Úkraínu frá 1954 og sama ár hófst líka afdráttarlaus stuðningur Rússa við uppreisnarmenn í austustu héruðum Úkraínu, Luhansk og Donetsk. Innrásin í Úkraínu er framhald af þeim átökum.

 

Árásarhneigð og harkaleg framganga Pútíns þarf þó ekki endilega að koma á óvart. Hann óx upp við mjög erfiðar aðstæður og hefur alla tíð þurft að lifa eftir því lögmáli að hinir sterkustu lifi af.

 

Sjálfur komst hann þannig að orði í október á árlegum fundi hins alþjóðlega Valdaj-klúbbs í Sotji árið 2015:

 

„Fyrir 50 árum kenndi götulífið í Leningrad mér eina reglu: Ef bardagi er óhjákvæmilegur, gildir að slá fyrst.“

VLADIMIR PÚTÍN - MEISTARI KARLMENNSKUÍMYNDAR

Allan valdaferil sinn hefur þessi rússneski forseti lagt mikla áherslu á ímynd sína sem karlmennskan uppmáluð. Hann hefur látið mynda sig með vélhjólamönnum, við að skutla hvali, leggja tígrisdýr að velli og beran að ofan á hestbaki á frostköldu landi Síberíu.

Vladimir Pútín situr fyrir á mynd á Krím ásamt vélhjólamönnum – nánar tiltekið úr vélhjólaklúbbnum Næturúlfunum.

Bjargaði kvikmyndagerðarfólki frá árás tígrisdýrs

Árið 2008 heimsótti Vladimir Pútín þjóðgarðinn Ussuri þar sem verið var að kvikmynda lífshætti síberíutígurs, afar sjaldgæfrar tegundar. Öllum að óvörum gerði tígrisdýrið skyndilega árás en að sögn rússneskrar sjónvarpsstöðvar tókst Pútín að stöðva árásina með því að skjóta deyfilyfi í dýrið.

 

„Þetta var kraftaverk,“ sagði einn kvikmyndagerðarmaðurinn í viðtali við rússneska ríkissjónvarpið.

 

Myndin af Pútín með annað hnéð ofan á deyfðu tígrisdýrinu fór um allan heim en síðan hefur verið efast um uppruna hennar. Árið 2012 fullyrtu rússneskir umhverfisverndarsinnar að tígrisdýrið á myndinni væri komið úr dýragarði og hefði verið flutt mörg hundruð kílómetra leið áður en það var myndað með forsetanum.

 

Ber að ofan á hestbaki í Síberíu

Árið 2009 birti Pútín myndir frá frídögum í Tuvahéraði í Síberíu og var greinilega að leggja áherslu á hreysti sína. Þar sást hann m.a. á hestbaki í grænum hermannabuxum með blátt stálblik í augum á hrjóstrugu landi í Síberíu – og ber að ofan. Sumar myndirnar sýndu hins vegar mannlegri hlið á honum en þar sást hann gefa hestinum úr lófa sér eftir þennan reiðtúr.

 

Skaut hval með lásboga

Pútín hefur gert það að eins konar íþrótt sinni að finna upp á ýmis konar tiltækjum sem sýna karlmennsku hans, hreysti og ást á rússneskri náttúru. Árið 2010 birti hann almenningi – vana sínum trúr – myndir úr sumarleyfi sínu. Þar mátti m.a. sjá leiðtogann skjóta hval með lásboga. Örin var gerð til þess að ná sýni úr dýrinu. Það var að vísu ekki fyrr en í fjórðu tilraun sem Pútín tókst að hæfa þetta stóra sjávarspendýr.

 

Í félagsskap vélhjólagengja

Rússneski vélhjólaklúbburunn Næturúlfarnir hefur um 5.000 meðlimi. Klúbburinn er gallharður í stuðningi við Pútín og aðdáunin virðist gagnkvæm. Svo mikið er víst að leiðtogi klúbbsins hefur fengið orðu frá Pútín vegna „starfs í þágu móðurlandsins“. Vladimir Pútin lætur reglubundið sjá sig með leðurklæddum meðlimum klúbbsins til að rækta ímynd sína sem harðasti naglinn.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen

Getty Images,© Wikimedia Commons,© SPUTNIK/Alamy Stock Photo,© Sasa Dzambic/Shutterstock

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

3

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

4

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

5

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

6

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is