Menning og saga

Sovétríkin ruddu brautina fyrir afganska íslamista

Árið 1979 ákváðu Sovétmenn að taka völdin í hinu stríðshrjáða Afganistan. Innrásin misheppnaðist algerlega, m.a. vegna þess að uppreisnarhópar fengu mikinn stuðning frá Bandaríkjunum. Eftir tíu ára borgarastyrjöld var landinu breytt í íslamskt ríki sem brátt stóð í stríðsrekstri við mest allan heiminn.

BIRT: 31/10/2024

Skelfilegur hávaði gefur til kynna að verið sé að ráðast á forsetahöllina í útjaðrinum á Kabúl. Sprengingunni er fylgt eftir með endalausum hríðskotabyssuskotum.

 

Forseti Afganistans, kommúnistinn Hafizullah Amín, fyrirskipaði aðstoðarmanni sínum að leita liðsinnis hjá sovéska hernum. Sovétmenn höfðu nokkrum dögum áður sótt inn í landið, sennilega með það að markmiði að styðja forsetann í baráttu hans gegn mujahideen-stríðsmönnum en um var að ræða uppreisnarhreyfingu íslamista sem náð hafði á sitt vald 80 prósent af landinu.

 

„Það eru Sovétmenn sem skjóta“, svaraði aðstoðarmaður forsetans.

 

„Þú lýgur, það getur ekki verið rétt!“, hrópaði Amín í örvæntingu sinni og kastaði öskubakkanum í átt að unga manninum.

 

Rösklega 40.000 óbreyttir borgarar hafa misst lífið í stríðinu í Afganistan.

Það sem fyrst í stað líktist hjálparhönd Sovétmanna var í raun og veru innrás.

 

Stuttu eftir árásina á forsetahöllina höfðu Amín og 200 lífverðir hans fallið fyrir hendi 520 sérþjálfaðra sovéskra hermanna.

 

Innrás Sovétríkjanna

Árás Sovétmanna á forsetahöllina hinn 27. desember 1979 markaði upphafið að mörgum blóðugum árekstrum sem náðu hámarki með stríðinu í Afganistan árið 2001. Upphaflega sóttu sovésku innrásarherirnir hratt fram. Skriðdrekarnir ruddust inn dalina og fengu yfirráð yfir stórum hlutum landsins.

 

Uppreisnarsveitirnar sem áður höfðu barist gegn kommúnistastjórninni héldu bardögum sínum áfram gegn hernámsveldinu.

Það voru einkum mujahideen-stríðsmenn sem veittu sovéska hernum mótspyrnu í einkar erfiðum skæruhernaði sem studdur var af Bandaríkjamönnum en á dögum kalda stríðsins studdu þeir með ráðum og dáðum alla andsovéska tilburði alls staðar í heiminum.

 

Mujahideen-stríðsmennirnir voru því farnir að þiggja gríðarmikið af fé og vopnum áður en Sovétríkin gerðu innrásina.

 

Mujahideen- stríðsmennirnir og aðrir stríðsherrar komust fljótt til valda í mestöllu landinu og ríkishernum sem naut liðsinnis Sovétmanna, tókst einungis að hamla gegn þeim í stærri borgum.

Sundruð fortíð Afgana

– 1839

Bretar réðust inn í Afganistan í því skyni að koma í veg fyrir að Rússakeisari legði svæðið undir sig og ógnaði þannig bresku nýlendunni á Indlandi. Alls 15.000 breskir hermenn létu lífið í átökunum.

 

– 1878

Bretar réðust aftur til atlögu við Afgana og settu á laggirnar leppstjórn.

 

– 1919

Afganistan losnaði undan stjórn Breta. Landið var gert að konungsríki.

 

– 1933-1973

Prinsinn Mohammed Zahir Shah var krýndur konungur og hann tryggði landinu lengsta stöðugleikatímabil sem þar hefur þekkst.

 

– 1973

Forsætisráðherrann Daoud Khan steypti konunginum af stóli.

 

– 1978

Kommúnistaflokkurinn PDPA framdi valdarán og lét myrða Daoud. Nur Muhammad Taraki var kjörinn forseti, forsætisráðherra og aðalritari kommúnistaflokksins. Borgarastríð braust út milli uppreisnarhreyfingarinnar Mujahideen og kommúnistastjórnarinnar.

 

– 1979

Taraki tilnefndi skjólstæðing sinn Hafizullah Amín sem forsætisráðherra. Amín lét myrða forsetann og tók völdin. Borgarastríðið færðist í aukana.

 

Sovétríkin ráðast inn í Afganistan og forsetinn er myrtur. Mujahideen-stríðsmennirnir berjast gegn hernámsveldinu.

 

– 1989

Sovétmenn hörfa frá Afganistan eftir tíu ára stríðsrekstur.

 

– Upp úr 1990

Brottflutningur sovéska hersins skilur eftir sig valdatóm sem kommúnistar, mujahideen og ýmsir ólíkir stríðsherrar berjast um. Upp úr glundroða stríðsins myndast hreyfing Talíbana, íslamistískrar uppreisnarhreyfingar.

 

– 1996

Talíbanar komast til valda.

 

– 2001

Bandaríkjaher réðst inn í Afganistan, þegar stjórnin neitaði að framselja meinta Al Qaeda-hryðjuverkamenn

Það var ekki fyrr en eftir 10 ára bardaga sem dregið höfðu um 150.000 sovéskra hermanna og eina milljón Afgana til dauða sem Sovétmenn lýstu sig sigraða og skildu eftir sig sundraða og stríðshrjáða þjóð.

 

Gárungarnir kölluðu stríðið „Víetnam Sovétríkjanna“ og margir sagnfræðingar hallast að því að stríðsrekstur þessi hafi verið eina helsta ástæða þess að Sovétmenn lutu í lægra haldi í kalda stríðinu.

 

Bandaríkin studdu Talíbana

Eftir að Sovétríkin kölluðu hersveitir sínar heim aftur börðust stríðsherrarnir og mujahideen um völdin í landinu.

 

Árið 1993 tókst nokkrum af deiluaðilum loks að mynda ríkisstjórn, þó svo að ýmsir svæðisbundnir stríðsherrar hafi haldið bardögunum áfram og borgarastyrjöldin væri þannig ekki til lykta leidd.

 

Í allri þessari ringulreið urðu svo Talíbanar til en um er að ræða hreyfingu íslamista sem töluðu fyrir róttækri túlkun á kóraninum.

Hreyfingin öðlaðist fljótt stuðning almennings og var jafnframt studd fjárhagslega af Al Qaeda, arabískum hernaðarsamtökum sem tekið höfðu þátt í bardögum gegn Sovétmönnum.

 

Talíbanar hófu stríðrekstur gegn ríkisstjórninni í Afganistan og náðu völdum í landinu árið 1996 og breyttu því í íslamískt ríki með lögum íslams: Konur glötuðu öllum réttindum sínum, framhjáhaldi var refsað með því að grýta konur til dauða og þjófnaði með aflimun.

 

Þrátt fyrir augljós brot á mannréttindum voru Bandaríkin fyrst í stað hliðholl stjórninni sem áleit Talíbana geta tryggt stöðugleika á svæðinu.

Stríðið í Afganistan hefur kostað Bandaríkin hartnær eina billjón Bandaríkjadala, auk þess sem þúsundir hafa misst lífið.

Næstu ár á eftir tókst Talíbönum að brjóta á bak aftur flesta sjálfstæðu stríðsherrana og að herða tök íslamista í landinu, m.a. með því að sprengja upp tvö þekkt Búddalíkneski vorið 2001 en þau voru annars vegar 38 og hins vegar 53 metrar á hæð.

 

Stríðið gegn hryðjuverkum

2001 réðust Al Qaeda á Tvíburaturnana í New York, svo og varnarmálaráðuneytið í Washington.

 

Bandaríska leyniþjónustan rakti forsprakka hryðjuverkanna fljótt til Afganistan en Talíbanar sem stóðu í þakkarskuld við Al Qaeda, neituðu að framselja þá.

 

Fjórum vikum síðar svöruðu Bandaríkin og Bretar með innrás í Afganistan undir heitinu „Operation Enduring Freedom“ og studdu þannig stjórnarandstöðuherinn gegn Talíbanastjórninni.

 

Stríðið var hins vegar rétt að byrja.

Í STUTTU MÁLI: 

  • Þegar Bandaríkjamenn gerðu innrásina í Afganistan naut stórveldið stuðnings frá mestöllum heiminum og mörg lönd sendu hersveitir á staðinn, m.a. Norðmenn, Svíar og Danir.

 

  • Allar götur frá árinu 2006 hafði NATÓ stjórnað aðgerðunum. Alþjóðlegu öryggissveitirnar (ISAF) samanstóðu af u.þ.b. 120.000 hermönnum frá 47 löndum.

 

  • Eftir brátt 20 ára stríðsrekstur og yfir 3500 fallna hermenn úr alþjóðsveitunum hafði baráttuandinn dofnað verulega og fyrir vikið höfðu margar þjóðir sagt skilið við stríðið í Afganistan. 

 

  • Bandaríkjaforseti, Joe Biden, tilkynnti að bandarískar hersveitir myndu allar yfirgefa landið fyrir 11. september 2021 – en þegar Bandaríkjamenn fóru að draga herlið sitt til baka í apríl árið 2021 jókst óróinn í landinu.

 

  • Talíbanar sóttu fram og í sókn þeirra um sumarið veitti stjórnarher landsins nánast enga mótspyrnu.

 

  • Þann 15. ágúst náðu talibanar höfuðborginni Kabúl.

 

  • Mánudaginn 30. ágúst flugu síðustu bandarísku hermennirnir í skjóli myrkurs frá umsetnum flugvellinum í Kabúl.

 

MYNDSKEIÐ – Sjáðu myndir frá falli Kabúl:

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Kalika Bro-Jørgensen og Ida Buhl

© Shutterstock, © BBC News, Ritzau Scanpix

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jörðin

Fimm verstu mengunarslys sögunnar

Náttúran

Pálmaolía – hvað er pálmaolía? Og hvernig er hún unnin?

Heilsa

Er nauðsynlegt að bursta tennur?

Alheimurinn

Þess vegna getum við aldrei séð endamörk alheimsins: Geimurinn vex í burt frá okkur

Náttúran

Hve hár er hæsti foss Jarðar?

Alheimurinn

Byggilegustu pláneturnar: 24 plánetur taka jörðinni fram

Alheimurinn

Af hverju eru engar stjörnur grænar?

Læknisfræði

Nýtt lyf við getuleysi: Eitruð könguló getur bjargað kynlífi þínu 

Alheimurinn

Ofurleiðaraefni að finna í loftsteinum

Lifandi Saga

Krossferðaherinn sigraður með timburvögnum

Lifandi Saga

Kína verður aldrei aftur auðmýkt

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is