Stórar tölur verða auðveldlega of stórar til að við getum haft einhvern skilning á þeim. Þúsund er skiljanleg tala, kannski milljón líka en svo fer þetta að verða erfiðara.
Vísindamenn þurfa þó að nota stórar tölur til að lýsa veruleikanum – t.d. milljarða til að gefa hugmynd um fjölda stjarna í Vetrarbrautinni eða billjónir til að lýsa fjölda frumna í mannslíkamanum.
Billjón má skrifa sem 1012 – sem merkir 1 með 12 núllum á eftir. Í billjarði, 1015 bætast þrjú núll við og þannig áfram upp í hæstu töluna í þessari nafnarunu, sentilljón eða 10600, með 600 núllum.
Merking talna verður þó takmörkuð miklu fyrr. Talan 10100 sem nefnd hefur verið gogool er til dæmis hærri en sem nemur fjölda einda í alheiminum sem verður að teljast mesti fjöldi sem við gætum mögulega haft not fyrir.
Tölur eru of stórar fyrir alheiminn
En fjær raunveruleikanum er googloplex, 10googol og jafnvel googolplexian sem er 10googolplex.
Í stærðfræðilegri sönnunarfærslu geta þó birst enn hærri tölur, t.d. svonefnd Grahams-tala sem er svo stór að ekki væri rými í alheiminum til að skrifa hana alla, jafnvel þótt hver tölustafur væri ekki nema svonefnd Planck-lengd sem er minnsta hugsanlega lengd.
Talan 7 hefur sérstakt hlutverk í öllum mögulegum tengslum. Hvaðan kemur þetta hlutverk og vitum við hvers vegna?
Þessar tölur hafa skiljanlega merkingu
- Milljarðar (109): Það eru 200 milljarðar stjarna í Vetrarbrautinni.
- Billjónir (1012): Í líkamanum eru um 100 billjónir frumna.
- Trilljónir (1018): Á jörðinni eru um 7,5 trilljónir sandkorna.
- Kvadrilljónir (1024): Það eru 20 kvadrilljónir frumeinda í einu vatnsglasi.