Hvers vegna hefur talan sjö svona töfrandi merkingu?

Talan 7 hefur sérstakt hlutverk í öllum mögulegum tengslum. Hvaðan kemur þetta hlutverk og vitum við hvers vegna?

BIRT: 27/02/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Dulúð tölunnar sjö nær langt aftur. Elstu þekktu menningarsamfélögin sem höfðu hana í hávegum, voru Súmerar og Babýloníumenn (um 3000-1500 fyrir okkar tímatal) þar sem nú er Írak.

 

Í súmerskri goðafræði birtist talan talsvert og voru margir guðanna sérstaklega flokkaðir í sjö manna hópa.

 

Súmersk-babýlonska menningin er einnig fyrirmynd sjö-daga vikunnar sem við þekkjum í dag. Ekki er vitað með vissu hvers vegna talan sjö hafði töfrandi gildi fyrir Súmera og Babýloníumenn.

 

En líklegast er að Súmerar frá fornu fari hafi byggt þekkingu sína og notkun á tölunni sjö á ýmsum náttúrufyrirbærum. Það gætu verið sjö litir regnbogans eða sjö „reikistjörnur“ sem stjörnufræðingar þekktu á þeim tíma, nefnilega sólina, tunglið, Merkúr, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Síðan þá hafa önnur menningarsamfélög og trúarbrögð einnig tekið upp töfra tölunnar sjö.

 

Til dæmis var grunnurinn að mikilleika Rómarborgar, samkvæmt goðafræði, lagður af fyrstu sjö konungum borgarinnar en samkvæmt íslam skapaði Allah sjö himna hvern ofan á annan.

BIRT: 27/02/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is