Af hverju er froða alltaf hvít?

Hvernig stendur á því að froðan sem myndast við strönd er alltaf hvít, þótt vatn sé litlaust?

BIRT: 31/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Þegar bylgjur brotna á strönd eða skerjum blandast loft við vatnið og sjórinn freyðir.

 

Froðan er í rauninni bara loftbólur með þunnri vatnshimnu og froðan sýnist hvít vegna þess að ljósið endurkastast af vatnshimnunni án þess að brotna niður í liti.

 

Froðuþörungurinn Phaeocystis getur þó líka átt þátt í hvíta litnum. Þörungurinn er umlukinn prótínríkri, hlaupkenndri himnu sem brotnar í smátt og verður að froðu í brimrótinu.

 

Öfugt við sjávarlöðrið sem fellur saman og hverfur á skömmum tíma, liggur þörungafroðan lengi kyrr á ströndinni. Aðrir þörungar geta litað froðuna gula eða brúna.

 

En það gildir líka þegar maður hellir gosdrykk í glas eða setur t.d. litaða löðursápu í baðvatn, að froðan verður ljós að lit. Þetta stafar sömuleiðis af því að vatnshimnur endurkasta ljósinu sem er jú oftast hvítt.

 

Ef þú ferð í freyðibað eða drekkur bjórglas í herbergi með rauðri lýsingu virðist froðan líka rauðleit, því þá er það rauða ljósið sem endurkastast.

BIRT: 31/01/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.