Stam er í raun talgalli þar sem um er að ræða slælega samhæfingu á milli framburðar, hljóðmyndunar og öndunar. Þetta táknar að talið verður höktandi og mikið um endurtekningar eða lengingar.
Vísindamenn vita enn ekki fyrir víst hvers vegna sumir stama en ástæðunnar er sennilega að leita í ýmsum ólíkum þáttum.
Á því leikur enginn vafi að sálarlífið vegur þungt hvað stam áhrærir. Þetta má m.a. sjá á því að stam versnar iðulega þegar einstaklingurinn sem í hlut á fyllist streitu eða kvíða.
Þá getur stamið að sama skapi horfið alfarið þegar einstaklingurinn kætist eða gleymir sér.
Líkamlegi þátturinn skiptir enn fremur máli hvað stam snertir.
Talfærin geta lokast þannig að loft komist slælega leiðar sinnar eða alls ekki. Þá getur stam einnig gengið í erfðir, en þess má geta að þeir sem stama eiga í helmingi tilvika ættingja sem einnig stama.
Stam er þrisvar til fjórfalt algengara meðal pilta en stúlkna og þess má geta að um einn hundraðshluti barna í kringum sex ára aldur stamar.