Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Finnst þér kóríander bragðast líkt og sápa? Þú ert ekki ein(n) um þá skoðun. Alls 17 prósent Evrópubúa gretta sig þegar þeir bragða á kryddjurt þessari. Skýringin er bæði fólgin í menningu okkar og erfðafræðinni.

BIRT: 02/03/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Vísindamenn hafa komist að raun um að þeir sem hafa óbeit á bragði og lykt af kóríander (coriandrum sativum), eiga það sameiginlegt að vera með erfðafræðilegt frávik á litningi 11.

 

Flestir þessara kvarta yfir að kóríander bragðist eins og sápa.

 

Frávikið á litningi 11 tengist erfðavísinum OR6A2 sem kóðar fyrir eiginleika okkar til að skynja lífræn efnasambönd sem nefnast aldehýð og minnt geta á sápu en þau eiga þátt í bragði og lykt af kóríander. Þetta er þó ekki unnt að skýra með erfðafræðinni einni saman.

 

Lestu einnig um frumbragðtegundina umami

Sumt fólk er með erfðafræðilegt frávik tengt skynjun aldehýða sem er að finna í kóríander. Bragðið getur minnt á sápu.

 

Þess vegna bragðast ávaxtasafi ekki vel eftir að þú burstar tennur

17 prósent Evrópubúa gretta sig yfir bragðinu

Hefðbundin fæða sem felur í sér kóríander á sennilega þátt í að íbúar víðs vegar um heim hafa vanist bragðtegundinni.

 

Í Evrópu, þar sem ekki er hefð fyrir mikilli notkun á kóríander, gretta 17% sig yfir bragðinu.

 

Í Suður-Asíu, Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum, þar sem kryddjurtin er býsna algeng, á þetta einungis við um þrjú til sjö prósent íbúanna.

BIRT: 02/03/2023

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is