Egypska múmían sem oft er nefnd æpandi múmían er jarðneskar leifar prinsins Pentawer (ca. 1173 – 1155 f.Kr.).
Hann var sonur Ramses 3. faraós og framdi prinsinn sjálfsmorð eftir að hafa reynt að velta eigin föður úr sessi og taka völdin.
Það var móðir Pentawers, Tiye sem stóð að baki valdaránstilrauninni. Hún var ein af mörgum konum faraós og dreymdi um að sonur hennar yrði faraó í staðinn fyrir krónprinsinn Ramses 4.
Egypskar heimildir greina frá því að Tiye hafi átt marga bandamenn og hafi fengið aðgang að kvennabúrinu þar sem faraóinn – samkvæmt segulómun af múmíu hans – var skorinn á háls.
Þrátt fyrir vel heppnað konungsmorð náði Pentawer þó ekki að setjast í hásætið. Kringumstæðurnar eftir valdaránið eru óljósar en vitað er að Ramses 4. tók völdin og lét dómstól dæma mæðginin Tiye og Pentawer.
Niðurstaða dómsins var sú að 28 persónur voru teknar af lífi. Pentawer slapp í fyrstu en var neyddur til að fremja sjálfsmorð, líklega með því að hengja sig.
Líkið af þessum svikula prinsi var ekki smurt eftir viðteknum forskriftum Egypta, heldur voru innyflin aðeins fjarlægð og vafin inn í geitarskinn sem var álitið óhreint.
Ástæðan fyrir þessum æpandi andlitsdráttum múmíunnar er óljós.
Ein kenning er sú að líkið hafi ekki verið smurt með réttum hætti og að vöðvarnir í andlitinu hafi þess vegna dregist saman með þessum árangri. Egypski prinsinn Pentawer var líklega 18 – 20 ára þegar hann dó.