Alheimurinn

Vetrarbrautin iðar af vatnsplánetum eins og jörðinni

Plánetur eins og jörðin myndast í rykskýjum sem eru full af ísögnum og kolefni, samkvæmt nýlegri rannsókn. Það gæti þýtt að stjörnuþoka okkar sé heimahöfn ótal vatnspláneta eins og jarðarinnar okkar.

BIRT: 23/03/2023

Stjarnfræðingar hafa um áraraðir leitað eftir jarðarlíkum plánetum í stjörnuþoku okkar. En til þess að pláneta geti hýst líf þarf að vera mikið af fljótandi vatni til staðar. Fram til þessa hafa stjarnfræðingar talið að vatn berist fyrst og fremst til plánetu með smástirnum og halastjörnum.

 

Nú sýnir byltingarkennd rannsókn frá Kaupmannahafnarháskóla að vatn hafi verið að finna í þeirri deiglu í geimnum sem plánetur myndast í.

Kannski er að finna ótal vatnsplánetur í Vetrarbrautinni sem eru með meginlönd og úthöf, rétt eins og jörðin.

Ryk þjappaðist saman í fimm milljón ár

Vísindamenn hafa reiknað út í tölvulíkani hve langan tíma það tekur fyrir plánetu að myndast og hvaða byggingarsteinar koma þar við sögu.

 

Rannsóknir þeirra sýna að jörðin myndaðist úr millimetralitlum vatns- og kolefnisögnum sem söfnuðust saman í þann klump sem við köllum jörðina.

 

Jörðin stækki fljótt í fyrstu. Rykið breyttist í smáa steina úr ís og kolefni sem þjöppuðust saman, þar til jörðin náði núverandi stærð á einungis fimm milljón árum.

 

Eftir því sem jörðin stækkaði, hækkaði hitinn og mikið af vatninu hvarf. Þrátt fyrir að hún sé hulin úthöfum, er vatn aðeins um 0,1 prósent af massa jarðar.

Þrjár forsendur lífs

Meira vatn í alheimi getur þýtt meira líf. En vatnið eitt og sér dugar ekki. Til að líf kvikni þarf minnst þrjár forsendur.

1: Fljótandi vatn

Allt líf sem við þekkjum þarfnast fljótandi vatns og því er það talið nauðsynleg forsenda lífs.
Næringarefni leysast einnig upp í vatni sem auðveldar lífverum að taka þau upp.

2: Mikilvæg frumefni

Lífverur samanstanda af ýmsum frumefnum sem raðast saman í amínósýrur og prótín. Þar sem öll frumefnin hafa myndast í stjörnum og iðrum sprengistjarna, eru þau dreifð um allan alheim.

3: Lífvænleg orka

Líf þarfnast orku. Á jörðinni nýta plöntur sér sólarljósið með ljóstillífun. En líf getur einni nýtt sér varmann frá t.d. eldvirkni eða geimgeislum.

Vatnsplánetur út um allt í alheimi

Þetta nýja líkan sem sýnir hvernig plánetur myndast getur þýtt að það er til langtum meira vatn í stjörnuþoku okkar og alheimi en menn hafa talið fram til þessa.

 

Tölvulíkanið sýnir nefnilega að allar plánetur fá álíka mikið magn af vatni þegar þær eru að myndast og því eru afar góðar líkur á því að líf finnist einhvers staðar milli stjarnanna.

 

Nú hlakka vísindamenn til að fá aðgang að næstu kynslóð geimsjónauka, svo þeir geti kannað lofthjúpa pláneta í öðrum sólkerfum til að staðfesta að vatn sé jafn útbreitt og niðurstöður þeirra sýna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN BJØRN-HANSEN

Getty Images,© NASA, ESA and G. Bacon (STScI), Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is