Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

Stjörnumerki þitt passar ekki við þig og Mars verkar ekki á þig. Núna eru flestir vísindamenn sammála um að stjörnuspeki sé óttaleg þvæla. En sú hefur ekki alltaf verið raunin. Reyndar getum við þakkað stjörnuspekingum fyrri tíma fyrir sumar mikilvægustu uppgötvanir stjörnufræðinnar.

BIRT: 04/05/2024

Í dag heldur þú að þú getir haft fulla stjórn á lífinu. Þér finnst þú verða að prófa að þvinga allt í rökrétt samhengi. Láttu það eiga sig. Þú skalt fremur trúa því að allt hafi sér sína náttúrulegu skipan. Það er ekki mögulegt að komast að því hvað gerist á morgun.

 

Ofangreind orð eru frá daglegri stjörnuspá í stjörnuspeki – appinu Co-Star sem nýtur nú vaxandi vinsælda. Á einungis sex árum frá því að það kom fram árið 2017 hefur appið náð meira en 20 milljón niðurhölum. Og Co-Star er ekki sér á báti.

 

Aragrúi af öppum, bloggum og Instagram-reikningum snúast núna um hefðbundnar stjörnuspár eins og voru í tímaritum og dagblöðum.

Mikael Meister sem hefur skrifað þessa grein, er samkvæmt stjörnuspekinni hrútur. Stjörnur og plánetur ættu því að gera hann sjálfsöruggan. Hrúturinn er fyrsta merkið í dýrahringnum og því eiga manneskjur sem fæðast í þessu merki að vera hvatvísar og tilbúnar að einhenda sér í ný verkefni.

Sem dæmi spanderuðu Bandaríkjamenn árið 2019 um 5.500 milljón krónum á tíu vinsælustu stjörnuspeki-öppin en aðeins um 3.300 milljónum árinu áður – aukning um 64,7%.

 

Og tæknifjárfestirinn Anarghya Vardhana hefur sagt við New York Times að Co-Star geti orðið álíka stórt og Spotify sem núna er með um 500 milljón notendur á heimsvísu.

 

Hvort heldur maður fylgi þessari tískusveiflu eða trúi á stjörnuspár eru flestir menn sammála um að stjörnuspeki sé alls ekki nein vísindi.

 

En reyndar hefur stjörnuspekin sögulega séð fléttast saman við sinn þurra staðreyndamiðaða ættingja, stjörnufræðina. Jafnvel einn stofnandi stjörnufræði nútímans, Tycho Brahe, gerði stjörnuspá.

 

Hann spáði því t.d. að Kristján fjórði, konungur Danmerkur, myndi ekki eignast mörg börn. Kóngurinn er talinn hafa eignast 24.

 

Þrátt fyrir slík mistök er stjörnuspekin grundvöllurinn í raunverulegum athugunum og skrám yfir stjörnurnar og pláneturnar og hreyfingar þeirra. Reyndar getum við lært ýmislegt af sögu störnuspekinnar – til að skilja á milli vits og vitleysu.

Stjörnumerkin færast til

Fyrir um 3.000 árum vissu stjörnuspekingar ekki að þyngdaráhrif hnika til snúningsöxli jarðar. Þess vegna passar ekki tímasetningin núna milli stjörnutákna dýrahringsins og eiginlegra stjörnumerkja á himni lengur.

1. Sólin „reikar“ í gegnum stjörnumerkin

Frá jörðu séð virðist sem sólin gangi í gegnum stjörnumerkin í hring sem nefnist sólbaugur. Ef þú getur t.d. séð stjörnumerkið vatnsberann að nóttu til, þá er sólin stödd í gagnstæðu merki eða ljóninu.

2. Stefna jarðar hnikast til

Jörðin er kúla sem snýst um eigin öxul en öxullinn hnikast til vegna þyngdaráhrifa sólar og tungls. Þetta fyrirbæri nefnist pólvelta og á um 25.800 árum veltur möndullinn heilan hring.

3. Skopparakringla færir stjörnumerkin til

Þar sem jörðin snýst eins og skopparakringla, færast stjörnumerkin einnig til. Útgangspunktur stjörnuspekinnar er sá að sólin væri stödd í hrútnum við vorjafndægur. Sú var líka raunin með stjörnuhimininn um árið 1000 f.Kr. en árið 2000 var sólin í allt öðru stjörnumerki, fiskunum, við vorjafndægur.

4. Sólin fer í gegnum 13 stjörnumerki

Reyndar fer sólin í gegnum 13 stjörnumerki á einu ári. 13. stjörnumerkið nefnist naðurvaldi og „fyllir bilið“ á milli sporðdrekans og bogmannsins. En stjörnuspekin heldur fast við sína skiptingu í 12 svið og þess vegna eru stjörnumerkin samt sem áður 12.

Babýlóníumenn skópu stjörnuspeki

Stjörnuspekin eins og við þekkjum hana núna varð til í ríki Babýlóníumanna, einhvern tímann um 2000 f.Kr. Babýlóníumenn þróuðu töflur yfir hreyfingar stjarna og pláneta með því að skoða næturhimininn.

 

Tímabil Satúrnusar var sem dæmi 59 ár en síðan gátu Babýlóníumenn séð að þetta fyrirbæri varðandi Satúrnus endurtók sig á himninum. Þeir nýttu sér stjarnfræðilegar athuganir sem grunn fyrir eins konar viðvörunarstjörnuspeki.

 

Þetta kerfi átti að spá fyrir um stórviðburði í heimi sem annars virtist stjórnast af hendingu með sínum náttúruhamförum, uppskerubrestum og fjölmörgum öðrum hremmingum manna sem voru annars óútskýranlegar.

 

Um árið 600 f.Kr. þróuðu Babýlóníumenn viðvörunarkerfi þetta enn frekar með tólf stjörnutáknum sem eru nú viðtekin í vestrænni stjörnuspeki.

 

Þeir tóku eftir því hvernig sólin „flakkaði“ yfir himininn á einu ári. Þessu næst greindu þessir fornu stjörnuskoðendur hvernig tiltekið stjörnumerki dúkkaði upp á næturhimninum þegar sólin hafði náð á tiltekinn stað á „flakki“ sínu sem fékk nafnið zodiakus-dýrahringurinn.

 

Stjörnuspekingarnir skiptu dýrahringnum upp í tólf jafn stór svæði yfir 30 gráður og tileinkuðu hverju svæði stjörnutákn – óháð því hvernig tiltekin stjörnumerki sem má sjá með sjónauka, fylli í raun upp í „svæði“ sín.

Mikkel er alls ekki hrútur Þegar Babýlóníumenn lögðu grunninn að stjörnuspekinni voru þeir vissir um að sólin væri í stjörnumerkinu hrútnum frá 21. mars til 20. apríl. Þar sem höfundur þessarar greinar er fæddur 13. apríl, er hann því hrútur. En snúningsöxull jarðar hefur hnikast til frá tímum Babýlóníumanna. Vegna þess er sólin ekki stödd þann 13. apríl í stjörnumerkinu hrútnum, heldur er hún í fiskunum.

Stjörnutákn og stjörnumerki eru þannig ekki sami hluturinn. Stjörnumerkin má greina frá jörðu – alls finnast 88 slík sem alþjóðlegt samband stjörnufræðinga samþykkir og telja m.a. Karlsvagninn og Óríón.

 

Stjörnutákn hins vegar eru vissulega nefnd eftir tólf raunverulegum stjörnumerkjum en síðan hætta líkindin. Ef Babýlóníumenn hefðu verið afar nákvæmir ættu þeir sem dæmi að hafa skipt dýrahringnum upp í þrettán svið, ekki tólf.

 

Sólin fer á einungis átta dögum, ekki 30, í gegnum stjörnumerkið sporðdrekann. Næstu 18 daga fer hún í gegnum stjörnumerkið naðurvalda – sem er oft talið vera 13. stjörnutáknið – þrátt fyrir að vestræn stjörnuspeki segi að farið sé beint frá sporðdreka yfir í bogmanninn.

Sporbraut Merkúrs gabbar augun – og stjörnuspekingana

Þegar Merkúr er á svonefndu undanhaldi eða viðsnúningi, virðist hann hreyfast „aftur á bak“ á himninum um tíma og samkvæmt stjörnuspekinni veit það ekki á gott. En fyrirbærið er sjónhverfing sem stafar af því að Merkúr þeytist mun hraðar um sólina en jörðin.

Merkúr og jörðin hringa sólina í sömu stefnu

Merkúr er sú pláneta sem er næst sólu en jörðin er þriðja í röðinni. Meðan Merkúr er næst sólu í 46 milljón km fjarlægð, er jörðin í 150 milljón km fjarlægð eða þrisvar sinnum fjær. Pláneturnar hringa sólina rangsælis í sömu stefnu.

Merkúr „færist“ lengstum til vinstri

Séð frá jörðu virðist Merkúr „reika“ til vinstri á himninum löngum stundum, því plánetan hringar sólu á 88 dögum, miðað við 365 daga jarðar. Merkúr virðist því stefna í sömu átt í um þrjá mánuði, þar til hann nær jörðu á braut sinni.

Merkúr „snýr við“, meðan hann þeytist fram hjá jörðu

Merkúr tekur fram úr jörðu. Meðan það gerist þá virðist Merkúr breyta um stefnu, frá okkur séð hér niðri á jörðinni. Það tekur Merkúr um þrjár vikur að taka fram úr jörðu og eftir það virðist plánetan á ný færast frá hægri til vinstri í þrjá mánuði.

Júpíter og Venus hafa áhrif á loftslag jarðar

Fabúleringar stjörnuspekinga um áhrif plánetanna á hversdagslíf manna byggja einkum á hindurvitnum en jörðin verður samt fyrir áhrifum annarra pláneta. Vísindamenn frá m.a. Rutgers University hafa sannað að þyngdaráhrif Júpíters og Venusar „hnykkja til“ sporbraut jarðar og þannig hve mikið sólarljós við fáum. Þeir hafa reiknað út að pláneturnar tvær verka á loftslagið í um 450.000 ára hringrásum sem hafa varað í minnst 215 milljón ár. Þær höfðu þannig áhrif á loftslagið meðan risaeðlurnar voru uppi.

Newton veitir náðarhöggið

Grikkirnir tóku við verki Babýlóníumanna um árið 200 f.Kr. en bættu við nýjum víddum. Sem dæmi voru það Grikkirnir sem þróuðu persónulegar stjörnuspár.

 

En Grikkirnir uppgötvuðu einnig að staða sólar miðað við tólf stjörnumerkin hnikast til á lengri tíma.

 

Babýlóníumenn höfðu ákveðið að sólin standi í stjörnumerkinu hrútnum á tilteknum tímapunkti á ári hverju og afgangurinn að tímaskeiðum stjörnutáknanna var reiknað út frá þeim punkti en Grikkirnir komust að því að stjörnumerkin færast til.

 

Snúningsöxull jarðar „sveiflast“ um í hring eins og skopparakringla – fyrirbæri sem nefnist pólvelta. Það tekur jörðina um 25.800 ár að ná heilum hring. Þetta felur í sér að tímaskeið stjörnutáknanna passa ekki við þau stjörnumerki sem þau eru nefnd eftir í þúsundir ára.

Mars stýrir ekki þessari grein

Höfundur þessarar greinar er hrútur og samkvæmt stjörnuspekinni er ríkjandi pláneta merkisins Mars. Í raun hefur Mars hverfandi áhrif á líf jarðar – sem dæmi aðeins fræðileg áhrif á sjávarföll sem nema milljónasta hluta af áhrifum tunglsins.

Stjörnuspekin þurfti að mæta margvíslegum áskorunum til að viðhalda vísindalegu gildi sínu.

 

Það þurfti sem dæmi margvíslegar málalengingar þegar hugmyndin um jörðina sem miðju hrundi, þegar Kópernikus sýndi fram á að sólin væri miðja sólkerfisins.

 

Á 18. öld kom Isaac Newton síðan með þyngdarlögmál sitt þar sem sýnt var stærðfræðilega fram á pólveltuna:

 

Þyngdaráhrif frá sólu og tungli „toga“ jörðina í hring í 25.800 ára langri hringrás.

 

Þetta var nánast rothögg fyrir vísindamennsku stjörnuspekinnar.

 

Á næstu 300 árum stækkaði gjáin milli stjörnuspeki og stjörnufræði. Stjörnufræðin þróaði sífellt betri og nákvæmari aðferðir við að skoða himintunglin en goðsagnakenndar fullyrðingar stjörnuspekinnar urðu augljósari.

 

Núna virðist stjörnuspekin fjarlægari stjörnufræðinni heldur en nokkru sinni fyrr í sögunni. Stjörnufræðingar hafa m.a. uppgötvað um 4.000 plánetur í öðrum sólkerfum, tekið mynd af svartholi og mælt þyngdarbylgjur frá árekstri nifteindastjarna.

 

Við höfum öðlast innsýn í alheim sem stjörnuspekingar geta aldrei státað af frá vísindalegu sjónarhorni.

Hrúturinn brennur upp

Hrúturinn á að vera ástríðufullur frumkvöðull sem brennur upp vegna þess að hann stjórnast af Mars sem stendur fyrir dirfsku og kraft og jafnvel árásargirni. Hrúturinn geymir í raun gasplánetu sem er með heilar fjórar stjörnur í kringum sig.

Engu að síður heldur stjörnuspekin áfram að tala til fólks um heim allan – einnig þeirra sem áhuga hafa á náttúruvísindum.

 

Rannsókn meðal um 10.000 nemenda í náttúruvísindum við The University of Arizona árið 2011 sýndi sem dæmi að 78% þeirra litu á stjörnuspeki sem meira eða minna vísindalegt fyrirbæri.

 

Og stjörnuspekingar um heim allan leitast ennþá við að fella nýjar athuganir inn í gamla kerfið með stjörnutáknunum, t.d. kom út bókin The Black Hole Book árið 2018.

 

Þar leitast stjörnuspekingurinn Alex Miller við að útskýra hvernig svarthol passar ágætlega við stjörnuspeki. Bókin er samsuða af stjarneðlisfræði og stjörnutáknum og bulli.

 

Og þannig halda vísindamenn áfram að auka þekkingu okkar á stjörnuhimninum meðan stjörnuspekingar setja stjarnfræðilega þekkingu niður í persónulegar stjörnuspár – sem þú getur lesið í stjörnuspeki-appi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MIKKEL MEISTER

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is