Alheimurinn

Nú vilja stjörnufræðingar spjalla við geimverur

Útvarpsmerki þéttpakkað með tónlistarbútum frá jörðu nær árið 2030 í fyrsta sinn til fjarlægrar fjarplánetu, þar sem skilyrði eru talin heppileg fyrir líf. Nú er verið að þýða ný boð til framandi vitsmunavera, pakka þeim saman og senda af stað með hárnákvæmum leysisendi.

BIRT: 19/04/2023

„Wow!“ skrifar Jerry M. Ehman með rauðum kúlupenna á blaðið.

 

Stjarnfræðingurinn fer í gegnum gögn einn ágústdag árið 1977 frá útvarpssjónaukanum Big Ear þegar óvanalegur kóði meðal endalausra raða af 1 –, 2 – og 3 – tölum fá hann til að sperra upp augun.

 

Runan „6EQUJ5“ sýnir útvarpsbylgjur sem eru 30 sinnum öflugari en örbylgjukliður geimsins.

 

Ehman dregur strax hring um rununa áður en hann skrifar bókstafina sem merki þessi eru síðan nefnd eftir.


 Mánuði eftir Wow! – merkin beina stjarnfræðingarnir Big Ear í átt að stjörnumerkinu Bogamanninum en bylgjurnar bárust þaðan. En þetta 72 sekúndna langa útvarpsboð endurtóku sig aldrei.

 

Síðan þá hafa stjarnvísindamenn fengið betri og öflugari sjónauka og skanna sífellt stærri snið af himni. Án árangurs.

 

Boðin sem Ehman sá eru ennþá þau einu mögulegu sem gætu verið komin frá framandi geimverum.

Vísindamenn þýða algild boð

Eldri skilaboð til geimvera fólust í tilvísunum í menningu og tákn. Hjá samtökunum METI vilja menn nýja gerð skilaboða með tilvísunum í staðreyndir sem eru algildar hvar sem er í alheiminum, svo sem stærðfræði og efnafræði.

Innihaldið ákvarðað

Frumefnin og lögmál þeirra eru hin sömu alls staðar í alheiminum. Þess vegna er lotukerfið upplagt sem inntak skilaboða. Menning sem er nógu þróuð til að greina slík skilaboð hlýtur jafnframt að geta afkóðað módel yfir röðun og númer frumefna.

Boðin kóðuð

Módelinu er breytt í svarta ramma um hvíta reiti. Rauðir kassar tákna atómnúmer hvers frumefnis sem tvíundartölu. Vetni er númer 1 og tvíundartalan er líka 1. Liþíum sem er númer þrjú hefur tvíundartöluna 11 o.s.frv.

Litir notaðir sem boð

Til að senda módelið þarf fyrst að túlka litina á útvarpsbylgjuformi, þar sem ein tíðni táknar svarta rammann, önnur hvíta reitinn og sú þriðja rauðu töluna. Með útvarpsbylgjuloftneti má senda allar þrjár tíðnibylgjurnar samtímis.

Tíðnin sýnir litinn

Með breytingu á sveiflutíðni er lyft undir tíðni hvers litar í t.d. tíundapart úr sekúndu til að gefa til kynna að einn kassi eigi að vera rauður. Á meðan er sveiflutíðni annarra lita óbreytt. Þannig má í áföngum tengja þessi þrenn boð við súlurnar í módelinu.

Biðtíminn er nú orðinn of langur fyrir nýju stofnunina METI sem hyggst hafa samband við mögulegar heimaplánetur geimvera.

 

Markmiðið er að koma á laggirnar viðvarandi spjalllínu sem krefst skýrra skilaboða, betrumbættra aðferða til að senda boð og hárnákvæma greiningu á fjarplánetum sem mögulega hýsa líf.

 

Leitin felur í sér margvíslegar spurningar um hverjir gætu verið þarna úti – og hvort þeir séu vinsamlegir.

 

Aðrar plánetur ættu að hýsa líf

Leitin að viti bornum verum í geimnum fór eiginlega fyrst af stað með Project Ozma árið 1960 þegar stjarnvísindamaðurinn Frank Drake rannsakaði útvarpsboð frá tveimur sólarlíkum stjörnum.

 

Leitin gekk undir skammstöfuninni SETI – Search for Extra Terrestial Intelligence – og þessi alþjóðlega samvinna hefur frá árinu 1984 tengst kalifornísku stofnuninni SETI Institute.

 

 Stofnunin og aðrir vísindamenn, eins og Nóbelsverðlaunahafinn í eðlisfræði árið 2019 Diter Quiloz, eru sannfærðir um að við getum ómögulega verið alein í alheimi.

32 útvarpsbylgjuboð eru núna á leið frá jörðu til fjarplánetna og stjarna.

Í Vetrarbrautinni einni saman benda útreikningar til að allt að tíu milljarðar pláneta fyrirfinnist sem liggja á byggilegu svæði þar sem hitinn frá stjörnu er hvorki of mikill eða of lítill.

 

Þrátt fyrir að nýjar rannsóknir hafi minnkað þessi svæði munu samt sem áður finnast milljarðar mögulegar plánetur með sömu forsendur fyrir líf eins og á jörðu.

 

 En finnist líklega líf á öðrum plánetum, af hverju höfum við ekki fengið neina heimsókn?

 

Þetta er kjarninn í þversögn Fermis sem nefnd er eftir ítalska eðlisfræðingnum Enrico Fermi.

 

Ein útskýring er sú að við séum alein í alheimi því að önnur lífsform eru lítt þróuð eða hafi dáið út.

 

Önnur skýring er svokölluð dýragarðstilgáta: að framandi verur haldi sér einfaldlega til hlés en fylgist með öðrum plánetum eins og íbúar jarðar hafa gert til þessa.

Stjörnufræðingarnir semja boð til geimvera eftir Zipfs-lögmálinu sem m.a. hljóð hnúfubaka fylgja. Samkvæmt því lögmáli kemur mest notaða hljóð eða orð tvöfalt oftar fyrir en það næstalgengasta.

METI International er klofningshópur frá SETI Institute og er markmið hans að kanna dýragarðstilgátuna með því að greina í sífellu framandi verum frá tilvist okkar.

 

METI stendur fyrir Messenging Extra Terrestial Intelligence og þessi sjálfstæða rannsóknarstofnun sendi árið 2017 fyrstu skilaboðin á braut til fjarlægrar fjarplánetu sem kann að vera byggileg.

 

Táknræn boð missa marks

Yfir 30 skilaboð hafa á síðustu 50 árum verið send út í geim.

 

Árið 2012 sendi hinn 305 metra stóri Arecibo – úvarpssjónauki í Puerto Rico sem dæmi svar við Wow! – merkjunum.

 

Svarið inniheldur meira en 10.000 tíst og myndbönd frá bæði venjulegu og vel þekktu fólki.

 

Markmið skilaboðanna var einkum að vekja athygli á lífi í geimnum, en einnig var þetta auglýsing fyrir sjónvarpsstöðina National Geographic og þátt hennar um geimverur.

 

Önnur skilaboð eru að sama skapi aðallega táknræn, eins og þegar NASA sendi árið 2008 bítlalagið „Across the Universe“ til Pólstjörnunnar.

Norskt loftnet sendir geimverum tónlist

Eiscat-radarinn nálægt Tromsö í Noregi sendi 2017 heil 18 músíkbrot á tíu sekúndum í átt að plánetunni GJ273 b. Hin vænta svardagsetning árið 2043 var hluti boðanna.

Fræg boð send frá Karíbahafi

Fræg geimboð heita eftir Arecibo-útvarpssjónaukanum í Púertó Ríco. Því miður varð alvarlegt óhapp árið 2020 þess valdandi að þetta stóra loftnet verður rifið.

Twitter-boð ná til dvergstjörnu árið 2031

Árið 2013 gátu einstaklingar fengið að senda Twitter-boð frá Jamesburg Earth-stöðinni í Bandaríkjunum í átt til stjörnunnar GJ 526 sem er í 17,6 ljósára fjarlægð.

Norskt loftnet sendir geimverum tónlist

Eiscat-radarinn nálægt Tromsö í Noregi sendi 2017 heil 18 músíkbrot á tíu sekúndum í átt að plánetunni GJ273 b. Hin vænta svardagsetning árið 2043 var hluti boðanna.

Fræg boð send frá Karíbahafi

Fræg geimboð heita eftir Arecibo-útvarpssjónaukanum í Púertó Ríco. Því miður varð alvarlegt óhapp árið 2020 þess valdandi að þetta stóra loftnet verður rifið.

Twitter-boð ná til dvergstjörnu árið 2031

Árið 2013 gátu einstaklingar fengið að senda Twitter-boð frá Jamesburg Earth-stöðinni í Bandaríkjunum í átt til stjörnunnar GJ 526 sem er í 17,6 ljósára fjarlægð.

 Meira að segja hin byltingarkenndu Arecibo – skilaboð sem voru send út í geim árið 1974 frá stjörnusjónauka með sama nafni áttu einkum að sýna fram á getu sjónaukans.

 

Boðin missa reyndar marks þar sem stjörnuklasinn M13 hefur flust til þegar boðin ná fram árið 22155.

 

Engu að síður voru boðin fyrsta markvissa viðleitni mannkyns til að greina æðri lífsformum utan við sólkerfið frá tilvist okkar.

 

Skilaboðin voru mótuð af m.a. Frank Drake og hinum víðfræga stjarnfræðingi NASA, Carl Sagan, og innihéldu tvíundarkóðaða teikningu fulla af fróðleik um jörðina, t.d. talnakerfi okkar, form mannslíkamans og sameindirnar sem mynda DNA.

 

 Forseti METI International, Douglas Vakoch, telur Arecibo – skilaboðin innihalda of miklar upplýsingar og að geimverur muni ekki geta skilið þetta táknkerfi mannanna.

 

Af þessum sökum hefur vísindamannateymi METI leitað til sálfræðinga og málfræðinga en helsta verkefni þeirra er að semja skilaboð sem sérhver greind vera getur skilið.

Leysir opnar spjallglugga til framandi heima

1
Leysiljós sent frá jörðu

Innrauður tveggja megavatta leysir skýtur ljósi að litlum spegli. Geislinn speglast niður á 30 metra loftnetsdisk sem sendir tífalt sterkari boð en það innrauða ljós sem berst frá sólinni.

2
Nágrannastjörnu berast boðin

Drægni leysibyssunnar er allt upp í 20.000 ljósár en hittnin er best við t.d. Proxima Centauri í 4,2 ljósára fjarlægð frá okkur. Þar getur geislinn hitt fjarplánetuna Proxima b af mikilli nákvæmni.

3
Geimspjallið hefst

Fyrst vilja menn ná að senda boð sem aðrar vitsmunaverur skilja og svara. Það verður eins konar handaband og sýnir að tengslum er komið á. Síðan má senda skeyti fram og til baka með leysigeislum.

Hnúfubakar og internet úthafanna

Eðli málsins samkvæmt er ekki vitað hvernig geimverur eiga í samskiptum sín á milli.

 

Vísindamenn við METI rannsaka þess í stað hnúfubaka sem sannarlega tala saman þó við getum ekki skilið þá.

 

 Hvalirnir eru áhugaverðir því söngvar þeirra styðjast við sérstakta tækni og fylgja tilteknum mynstrum. Þeir nýta sér t.d. úthöfin sem internet vegna þess að hljóð dreifist fimm sinnum hraðar út í vatni en í lofti.

 

Þannig geta hvalirnir t.d. kallað sín á milli yfir mörg þúsund kílómetra.

Hlustaðu á boðin og sæktu þér fróðleik

Alls 38 tíu sekúndna hljóðbrot ná til fjarplánetunnar GJ 273 í nóvember 2030. Á vefsetrinu sonarcalling.com má hlusta á þessa kyndugu sinfóníu og sjá hvernig METI pakkar boðunum saman. En þar er líka annan áhugaverðan fróðleik að finna. Allur texti er þó að sjálfsögðu á ensku.

Vísindamenn leitast því við að greina hvernig hvalirnir umbreyta skilaboðum sínum í hljóðbylgjur.

 

 Hvalirnir virðast einnig geta skilið ófullkomin skilaboð, rétt eins og við mennirnir skiljum setningar þó að við heyrum ekki öll orðin í þeim.

 

Þetta stafar mögulega af því að söngur hvalanna fylgir svokölluðu lögmáli Zipfs, sem er nefnt eftir málfræðingnum George Zipf.

 

Lögmálið segir að algengasta orð í tungumáli – eða hvalamáli – kemur helmingi oftar fram en næst algengasta orðið, þrisvar sinnum oftar en það þriðja algengasta o.s.frv.


 Þrátt fyrir að lögmál Zipfs leiði ekki til skilnings á söngi hvalanna afhjúpar það mynstur samnafna í tungumáli, sem METI gæti nýtt til að semja skilaboð sín til geimveranna.

 

Orðabók afkóðar boð

Ef framandi siðmenning býr yfir tækni til að fanga útvarpsboðsendingar hlýtur hún einnig að skilja stærðfræði.

 

METI nýtir því tvíundartalnakerfi úr 0 og 1 til að kóða skilaboðin í eins konar litlum myndum sem nefnast bitmaps úr harla fáum pixlum.

„Það er of seint fyrir okkur að reyna að dyljast í alheiminum og við eigum því að ákveða hvernig við ætlum að kynna okkur.“

Douglas Vakoch, forseti hjá METI.

Tvíundarkóðinn er þýddur yfir í útvarpsbylgjur þar sem ein tiltekin grunntíðni stendur fyrir 0 og litlu hærri tíðni stendur fyrir 1.

 

Skiptingin milli þessara tveggja tíðna teiknar upp lítið svonefnt „bitmap“ með hverjum pixlinum á fætur öðrum.

 

 Þegar METI sendir sín fyrstu skilaboð með EISCAT – sjónaukanum í Tromsö í Noregi var innihaldið litlir tónlistarbútar.

 

Bitarnir var kóðaðir sem bitmap úr bogalínum yfir mismunandi tíðni hljóðs sem geimverur geta sett saman í tónlistarbúta.

 

Skilaboðin áttu að sýna fram á innbyggt kerfi tónlistar sem eins konar algilt mál.

Leyndardómar mannkyns á ferð um tómið

Í seinni tíð hafa stjörnufræðingar varað við því að mannkynið afhjúpi leyndardóma sína en það er þegar orðið of seint. Í hálfa öld hafa bæði myndir og útvarpsboð greint frá stöðu jarðar, hráefnum og mannkyninu.

Geimverum sendar nektarmyndir

1972 og 1973 voru geimförin Pioneer 10 og 11 send út í geiminn með stefnu út úr sólkerfinu. Lendi þessi geimför einhvern tíma hjá geimverum munu tvær gullhúðaðar álplötur sýna þeim karl og konu án klæða. Til viðbótar sýnir platan leið geimfarsins út úr sólkerfinu.

Komutími: Óþekktur – rétt eins og komustaður.

Gallalaus tákn eru örugg

Níu skilaboð voru send í átt að níu stjörnum frá Jevpatorija-radarnum í Úkraínu 1999. Hver boð í þessu „geimávarpi“ voru 23 síður og m.a. var lýst stærð Júpíters í hlutfalli við sólina, tákn fyrir tölurnar 0-9 og pí og Pýþagórasarreglan voru skýrð. Táknin voru gallaþolin og viðtakandi átti því að geta skilið stök tákn þótt önnur hefðu skemmst.

Komutími: Frá 2036 til 2069.

Gullplata til stjarnanna

Geimförin Voyager 1 og 2 fóru héðan 1977, hvort með sína gullhúðuðu hljómplötu. Á plötunum eru myndir og hljóð frá jörðu, t.d. fuglasöngur, þrumur og hjartsláttur. Á annarri hliðinni eru leiðbeiningar um hvernig spila eigi plötuna, hvernig teikna skuli myndir út frá hljóðum og upplýsingar um staðsetningu sólkerfisins út frá tifstjörnum.

Komutími: Óþekktur – rétt eins og komustaður.

Teiknisería um lífríki jarðar

Arecibo-boðin frá 1974 voru fyrstu útvarpsboðin sem beinlínis var beint út fyrir sólkerfið. Í því eru 73 línur og 23 tákn í hverri. Boðin mynda grafískar myndir sem einkum lýsa efnafræði lífsins á jörðinni. Boðin munu þó fara dálítið fram hjá settu marki, stjörnuþyrpingunni M13.

Komutími: 22155.

Innifalið í skilaboðunum var lítil geimorðabók sem er ætlað að hjálpa viðtakendum að afkóða innihaldið.

 

Orðabókin útskýrir grunnþekkingu um líf okkar á jörðu, eins og tölurnar 0 – 9, reikningsdæmi, upplýsingar um frumefni og eðlisfræðilegar mælieiningar eins og metra og sekúndur.

 

Flækjustigið eykst smám saman þar til viðtakendur geta skilið merkinguna með bogalínunum. Þannig leitast vísindamennirnir hjá METI að kenna geimverum, líkt og þegar fullorðinn kennir barni.

 

Ný skilaboð eiga að ná á áfangastað

Helsta áskorunin við að hafa samband við framandi hnetti felst í hinum gríðarlegu óravíddum geimsins.

 

Þrátt fyrir að fyrri skilaboð fari á ljóshraða eiga þau flest ennþá hundruða ljósára ferðalag fyrir höndum áður en þau ná marki.

 

Ljósár er sú vegalengd sem ljós og önnur rafsegulgeislun eins og útvarpsbylgjur fara á einu ári.

 

Svarið við Wow! – rununni er t.d. 15.500 ljósár frá áfangastað, stjörnuklasanum M55, og það líða minnst 31.000 ár áður en vænta má svars – ef einhver nær yfirhöfuð að fanga skilaboðin.

 

Til þess að ná beinni línu milli pláneta þarf að beina skilaboðunum til fjarpláneta í geimnágrenni okkar.

Stórir skynjarar neðanjarðar finna svokallaðar fiseindir. Stjörnufræðingar telja að geimverur geti mögulega sent boð með slíkum eindum sem þá væru myndaðar í risastórum hröðlum.

Frá því að fyrsta fjarplánetan fannst árið 1992 hafa 4100 uppgötvast með geimsjónaukum eins og Hubble og Kepler.

 

Út frá m.a. stærð stjörnu og fjarplánetu, innbyrðis fjarlægð milli þeirra og samsetningu lofthjúpsins geta stjarnvísindamenn áætlað hvort plánetuna sé að finna á byggilegu svæði, hvort hún er bergpláneta og þar með hvort mögulega megi finna þar vitiborið líf.

 

 Tónlistarbútarnir sem METI sendi út árin 2017 og 2018 stefna að fjarplánetunni GJ 273 b, sem er einungis í 12,4 ljósára fjarlægð frá jörðu og fyrstu skilaboðin munu ná þangað í nóvember árið 2030.

 

Svo fremi plánetan hýsi vitiborna siðmenningu, sem hefur yfir útvarpssjónaukum að ráða, gæti svar borist til baka árið 2043.

 

Núna hefur þó enginn hugmynd um hvort þar sé að finna líf yfirhöfuð, en nýir sjónaukar geta skerpt sýn METI í leitinni.

4,2 ljósár er vegalengdin til næstu byggilegu plánetu, Proxima Centauri b.

 Gervihnöttur NASA, TESS, hefur frá árinu 2018 fundið mögulega kandídata í bergplánetum nærri stjörnu í okkar geimnágrenni.

 

Og núna er stóri geimsjónaukinn, James Webb, kominn á loft. Þá getur ristastór 6,5 metra spegill súmað inn á sameindasamsetningu í lofthjúpi plánetanna og fundið merki um t.d. ildi, vatn og metan – og þar með kannski líf.


 Langtímaáform METI er bæði að hnitmiða skilaboðunum að bestu vísbendingum stjörnusjónaukanna um byggilegar plánetur, en einnig að skjóta dreifðum höglum og senda skilaboð til milljónir fjarpláneta nærri jörðu í von um tiltölulega skjót svör.

 

Jörðin hefur afhjúpað sjálfa sig

Í beinni mótsögn gegn þessu markmiði METI er að finna undirritaða yfirlýsingu frá árinu 2015 þar sem m.a. vísindamenn við SETI Institute og Elon Musk, stofnandi Space X, hafa skrifað undir.

 

Í yfirlýsingunni er að finna áhyggjur yfir mögulegu óvinveittu viðmóti geimvera. „Hnattræn, vísindaleg, pólitísk og mannúðleg umræða verður að eiga sér stað áður en nokkur skilaboð eru send,“ segir í yfirlýsingunni.

Þrennum boðum beint til vitsmunavera

Nýir stjörnusjónaukar greina fjölmarga staði þar sem vitsmunaverur gætu hafa þróast og kannski áttað sig á boðum frá okkur. Nú þegar eru boð á leiðinni til slíkra hnatta.

Ofurjörð fær tónlistarkennslu

Fjarplánetan GJ 273 b fær árið 2030 tónlistarbút frá jörðu. GJ 273 b fer um tíu sinnum nær stjörnu sinni en jörðin en ljós stjörnunnar er svo dauft að þarna gæti verið líf.

10.000 boð berast í kúlulaga stjörnuþyrpingu

Wow!-skilaboðin frá 1977 komu frá stjörnuþyrpingunni Messier 55. Hvað olli þessari merkjasendingu er óvíst. Árið 2012 voru 10.000 twitterboð send til baka í 15.500 ljósára ferð til þyrpingarinnar.

Grannar læstrar plánetu gætu verið lífvænlegir

Árið 2008 voru boðin „A Message From Earth“ send í átt að plánetunni Gliese 581 c. Sú pláneta snýr reyndar alltaf sömu hlið að sól sinni og loftslag því svipað og á Venusi en tvær plánetur í nágrenninu gætu hýst líf.

Þrennum boðum beint til vitsmunavera

Nýir stjörnusjónaukar greina fjölmarga staði þar sem vitsmunaverur gætu hafa þróast og kannski áttað sig á boðum frá okkur. Nú þegar eru boð á leiðinni til slíkra hnatta.

Ofurjörð fær tónlistarkennslu

Fjarplánetan GJ 273 b fær árið 2030 tónlistarbút frá jörðu. GJ 273 b fer um tíu sinnum nær stjörnu sinni en jörðin en ljós stjörnunnar er svo dauft að þarna gæti verið líf.

10.000 boð berast í kúlulaga stjörnuþyrpingu

Wow!-skilaboðin frá 1977 komu frá stjörnuþyrpingunni Messier 55. Hvað olli þessari merkjasendingu er óvíst. Árið 2012 voru 10.000 twitterboð send til baka í 15.500 ljósára ferð til þyrpingarinnar.

Grannar læstrar plánetu gætu verið lífvænlegir

Árið 2008 voru boðin „A Message From Earth“ send í átt að plánetunni Gliese 581 c. Sú pláneta snýr reyndar alltaf sömu hlið að sól sinni og loftslag því svipað og á Venusi en tvær plánetur í nágrenninu gætu hýst líf.

 Útvarpssendingar um áratugaskeið hafa hins vegar þegar myndað aragrúa af skilaboðum um hnöttinn sem ferðast út í geim á ljóshraða.

 

Fræðilega séð getur framandi siðmenning fangað veika útvarpssendingu af vinsælu Bing Crospy lagi frá árinu 1933 í allt að 85 ljósára fjarlægð frá jörðu.

 

„Það er of seint að fela okkur í alheimi og því verðum við að ákveða hvernig við hyggjumst kynna okkur sjálf,“ sagði forseti METI, Douglas Vankoch, í viðtali árið 2018.


 Meðan þessar deilur eiga sér stað ráðgerir METI næstu skilaboð: sjónræna framsetningu á lotukerfinu sem sýnir hvernig við staðsetjum frumefni í töflu.

 

Samtökin vonast til þess að senda skilaboðin með öflugum sjónauka, t.d. Arecibo.

 

Nýjar veiðilendur sjónaukanna

Wow! – merkin er ennþá helstu vísbendingarnar um mögulega framandi siðmenningu.

 

Stjarnfræðingurinn Antonio Paris staðhæfði árið 2017 að merkin væru upprunnin frá tveimur halastjörnum en Jerry Ehman, sem uppgötvaði merkið, telur ekki mögulegt að halastjörnur geti gefið svo skammvinn merki.

 

Hins vegar eru flestir sammála um að merkin geti ekki verið upprunnið frá jörðu.


 SETI Institute heldur áfram leitinni að vitibornu lífi.

 

Á komandi árum munu hinir bandarísku Allen Telescope Arris 350 sjónaukar rannsaka meira en milljón stjörnur í leit að útvarpsbylgjum.

 

Á meðan vinna aðrir stjarnfræðingar að því að víkka út leit SETI eftir öðrum merkjum en útvarpsbylgjum, t.d. innrauðri geislun frá leysigeislum eða agnarsmáum öreindum, fiseindum, sem fræðilega má senda út með gríðarstórum öreindahröðlum.


Samkvæmt Nóbelsverðlaunahafanum Dider Queloz munum við innan 30 ára öðlast tækni til að finna líf á framandi plánetum og innan 100 ára munum við finna fyrstu geimverurnar. Fram til þess verðum við að njóta endalausrar kyrrðar alheims.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Mikkel Meister

© Lotte Fredslund/Henning Dahl Hoff/SPL

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.