Tækni

Tilviljanir skópu helstu sigra vísindamanna

Hirðulaus líffræðingur, þungbúinn dagur og hundur sem gat ekki haldið í sér þvagi. Tilviljanir hafa marg oft gagnast vísindamönnum og lagt grunninn að fjölmörgum merkum uppgötvunum þeirra.

BIRT: 03/03/2023

Sýklalyf - penisílin

Sóðaskapur drap bakteríurnar

Óvænt sumarfrí og draslaraleg rannsóknarstofa leiddi lækninn á sporið á bakteríudrepandi pensilíni.

 

Skoski líffræðingurinn Alexander Fleming var framúrskarandi rannsakandi, hvers helsti vandi var að hann vanrækti tiltekt á rannsóknarstofu sinni.

 

Árið 1928 var Fleming að greina stafílókokkabakteríur. Sem liðsforingi í fyrri heimsstyrjöldinni hafði hann séð fjölda hermanna deyja vegna sýkinga og Fleming dreymdi um að finna lyf sem gæti drepið bakteríur.

 

En slíkt kraftaverkalyf var hvergi að finna. Það hjálpaði heldur ekki leitinni þegar hann þurfti nokkuð óvænt að fara í sumarfrí með fjölskyldu sinni.

 

Fleming yfirgaf – eins og jafnan – rannsóknarstofu sína í mikilli óreiðu og gleymdi m.a. að fjarlægja glerskálar með stafílókokkum sem hann hafði sett út í horn.

Fleming uppgötvaði að kringum sveppinn voru engar bakteríur. 

Þegar hann snéri aftur uppgötvaði hann glerskálarnar og sá að ein þeirra var með myglusvepp. Og á dularfullan hátt voru bakteríurnar í kringum sveppinn horfnar.

 

Fleming einangraði strax sveppinn og uppgötvaði að hann seytti frá sér öflugu bakteríudrepandi efni. Margra ára langri leit hans að slíku efni var nú loksins lokið og árið 1945 var hann verðlaunaður fyrir sóðaskapinn á rannsóknarstofunni með Nóbelsverðlaununum í læknisfræði.

Híeróglýfur - helgrúnir

Árum saman reyndu helstu sérfræðingar að þýða helgrúnirnar á Rosetta-steininum, þar til Champollon tókst það.

Steinn leysti óskiljanlegt letur

 

Árið 1799 voru franskir hermenn Napóleóns að stækka virki sitt í borginni Rosetta í Egyptalandi. Þeir rifu niður ævafornan borgarmúr til að nýta steinana í varnarvirki. Fyrir tilviljun uppgötvuðu Frakkarnir dag einn, að einn þessara fornu steina hafði verið slípaður og á hann rituð einhver undarleg tákn.

Þessi dularfulli steinn var sendur til Kaíró, þar sem teymi vísindamanna tilkynnti yfirvöldum að hér væri kominn einstakur fundur. Dularfullu táknin reyndust vera forngríska, demótíska og myndleturstákn eða helgrúnir.

Tvö síðastnefndu tungumálin höfðu verið óskiljanleg fyrir sérfræðinga um aldaraðir en með því að bera gríska textann saman við hina tvo tókst um síðir að þýða þann demótíska. Það var svo hinn franski Jean-François Champollon sem leysti ráðgátuna um myndleturstáknin árið 1822.

1.Híeróglýfur

Gleymdist á fjórðu öld - en afkóðað árið 1822 með aðstoð frá demótísku og forngrísku.

2. Demótíska

Var almennt ritmál Forn Egyptalands og var loks ráðið í byrjun 19. aldar.

3. Forngríska

Var þekkt af vísindamönnum – t.d. úr stórum bindum forngrískra bókmennta.

Erfðaefni - DNA

Aðrir hlutu heiður fyrir einstakan fund

Nýútskrifaði læknirinn Friedrich Miescher var heyrnarskertur og ákvað því að einbeita sér að rannsóknum í stað þess að sinna sjúklingum.

Miescher dreymdi um að verða læknir, en varð að gefa drauminn upp á bátinn vegna þess að hann var heyrnarskertur.

Hann hafði einkum áhuga á vefsjúkdómum og rannsakaði gaumgæfilega sáraumbúðir með blóði og vilsu sem rannsóknarstofan fékk frá lækni. Hann flokkaði hvít blóðkorn úr graftarvilsunni og árið 1869 tókst honum að ná óburðugri sýru út úr blóðfrumunum.

 

Miescher kallaði efnið nuklein eða kjarna og hann uppgötvaði að efnið var einnig að finna í öðrum frumugerðum.

 

Þetta þótti svo byltingarkennt að yfirmaður hans fyrirskipaði honum að endurtaka allar tilraunirnar. Þessi þáttaskil voru því fyrst opinberuð tveimur árum síðar.

 

Því miður fyrir Miescher hafði hann enga hugmynd um að hann hefði fundið erfðaefni mannsins, DNA.

 

Svisslendingurinn lést aðeins 51 árs gamall, áður en hann hafði lokið rannsóknum sínum. Það var síðan þýski lífefnafræðingurinn Albrecht Kossel sem hlaut Nóbelsverðlaunin 1910 fyrir að kortleggja samsetninguna á kjarnasýru Mieschers.

Stroksýni

Auðvelt próf afhjúpaði krabba

Georg Papanicolaou hafði greint breytingar við egglos í frumum marsvínskvendýra. Árið 1923 rannsakaði hann vökva úr legi kvenmanna í smásjá til að kanna hvort þar væri að finna sambærilegt fyrirbæri.

Svo vildi til að ein þeirra var með leghálskrabbamein og sér til furðu gat Papanicolaou séð krabbafrumurnar.

 

Hann var strax meðvitaður um mikilvægi uppgötvunarinnar og viss um að kanna mætti hvort konur væru með þetta krabbamein með einföldu stroksýni.

 

Slíkt próf er einnig þekkt á ensku sem „Papanicolaou-próf“.

Örbylgjuofn

Bráðið súkkúlaðistykki leiddi til örbylgjuofnsins.

Árið 1945 heimsótti verkfræðingurinn Percy Spencer rafbúnaðar- og vopnaverksmiðju, þar sem hann skoðaði svokallað magnetron. Meðan hann stóð þarna og virti fyrir sér búnaðinn varð hann var við að súkkúlaðistykki í jakkavasa hans var farið að bráðna.

Bráðnað Mr. Goodbar súkkulaðistykki frá leiddi til uppfinningar örbylgjuofnsins árið 1945.

Kannski valda örbylgjurnar þessu, hugsaði Spencer með sér og mætti síðar með poppmaís í poka sem hann setti fyrir framan tækið. Brátt var pokinn fullur af poppkorni.

 

Tilraunin sýndi að örbylgjur gátu hitað upp mat – og örbylgjuofninn var fæddur.

Fyrsti örbylgjuofninn fyrir heimili var 1,5 m hár og vó heil 350 kg.

Geislavirkni

Þungbúinn himinn afhjúpaði geislavirkni

Eðlisfræðingurinn Henri Becquerel setti árið 1896 dálítið af úrani á ljósnæma plötu, pakkaði öllu saman í pappír og fór með það út úr húsi. Kenning hans var sú að geislar sólar myndu fá úranið til að senda frá sér geislun sem myndi greinast á plötunni.

Því miður var himininn skýjaður svo Becquerel fór aftur inn í hús og setti pakkann í skúffu. Nokkru seinna framkallaði hann plötuna og sá að úranið hafði skilið eftir ummerki þrátt fyrir að sólargeislar hafi hvergi komið við sögu. Því var ljóst að úran sendir frá sér geisla og geislavirkni hafði uppgötvast.

Bólusetning

Mjaltastúlka útrýmdi skelfilegum sjúkdómi

Sem drengur heyrði Edward Jenner mjaltastúlku segja að hún myndi aldrei fá bólusótt, því hún hefði þegar smitast af kúabólu – vægari útgáfu af þessum banvæna sjúkdómi.

Hann ályktaði sem svo að þeir sem hefðu smitast af vægari gerð sjúkdómsins mynduðu með sér ónæmi.

Jenner smtaði lítinn strák með bólusótt til að sanna að hann hefði fundið lækningu við sjúkdómnum.

Til að prófa kenningu sína smitaði Jenner árið 1796 8 ára dreng með kúabólu. Drengurinn fékk smá hita en jafnaði sig svo en Jenner hélt ótrauður áfram.

 

Nokkrum mánuðum síðar sprautaði hann bólusóttarveiru í strákinn. Til allrar hamingju reyndist staðhæfing mjaltastúlkunnar vera rétt og drengurinn lifði þetta af.

 

Til að sannfæra tortryggna kollega sína þurfti Jenner að endurtaka tilraun sína á mörgum öðrum börnum – þar á meðal á 11 mánaða gömlum syni sínum. Til heiðurs mjaltastúlkunni nefndi Jenner uppgötvunina „vaccine“ sem er leitt af latneska orðinu fyrir „kú“: vacca.

 Örbylgjukliður

Óþolandi suð staðfesti „Miklahvell“

Tveir eðlisfræðingar töldu dúfnaskít orsaka truflandi óhljóð í loftneti þeirra – en í raun höfðu þeir fundið hljóð frá tilurð alheims.

Eðlisfræðingarnir Penzias og Wilson hlutu margvíslegan heiður fyrir að uppgötva örbylgjukliðinn.

Bandarísku eðlisfræðingarnir tveir, þeir Arno Penzias og Robert Wilson, voru árið 1964 að fínstilla heimsins stærsta útvarpssjónauka.

 

Þeim til mikillar armæðu skilaði búnaður þeirra – sem átti að fanga útvarpsbylgjur utan úr geimi – ævinlega einhverju óþolandi suði sem þeir gátu ekki losnað við.

 

Þeir voru sannfærðir um að fugladrit væri sökudólgurinn svo þeir skutu því allar dúfur á svæðinu og hreinsuðu gaumgæfilega allan skít af loftnetinu.

 

Árangurinn lét á sér standa svo næst sléttuðu þeir út allar misfellur á samskeytum loftnetsins – án árangurs.

 

Kollegi þeirra benti ráðþrota eðlisfræðingunum á verkefni við Princeton University þar sem „Miklihvellur“ var rannsakaður – kenningunni um að alheimur hafi orðið til í ægilegri sprengingu.

Þeir sem stóðu að því verkefni höfðu getið þess í grein að það ætti að vera hægt að mæla örbylgjukliðinn – t.d. með stóru útvarpsloftneti.

 

Kolleginn útskýrði fyrir þeim félögunum að suðið gæti verið dauf geislun frá því að alheimur varð til.

 

Fundir með vísindamönnunum við Princeton staðfestu þann grun: Penzias og Wilson höfðu fyrir tilviljun staðfest kenninguna um Miklahvell. Fyrir „framtakið“ hlutu þeir Nóbelinn árið 1978.

Insúlín

Fíknar flugur komu mönnum á sporið

Árið 1889 tóku tveir þýskir læknar eftir því að flugnager hafði safnast yfir hlandpolli sem tilraunahundur hafði skilið eftir sig. Joseph von Mering og Oscar Minkowski botnuðu ekkert í því hverju þetta sætti.

 

Þeir ákváðu að greina þvagið og komust að því að í því var að finna mikið magn af sykri. Hundurinn var því augljóslega með sykursýki.

Þeir voru áfram furðu lostnir. Hundurinn hafði verið heilbrigður fáeinum dögum áður, þegar hann kom á rannsóknarstofuna. Síðar höfðu læknarnir fjarlægt brisið úr honum til að kanna áhrif aðgerðarinnar á meltinguna.

 

Læknarnir lögðu nú allar vangaveltur um meltinguna á hilluna því eitt var augljóst: Hundurinn hafði fengið sykursýki þegar brisið var fjarlægt. Því var ljóst að brisið seytir einhverju efni sem stýrir sykurmagni í blóðinu.

 

Þrátt fyrir fjölmargar tilraunir tókst þeim félögunum Minkowski og von Mering ekki að greina mikilvægi insúlíns en erfiði þeirra lagði grunninn að því að aðrir vísindamenn gátu síðar staðfest það.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JESPER ROVSING

© Ritzau scanpix/AKG-Images,© DEA/G. DAGLI ORTI/De Agostini/Getty Images,© University of Tübingen,© shutterstock,© Evan-Amos/Bettmann/gettyimages,© Evan-Amos/Bettmann/gettyimages,© Christophel Fine Art/UIG/Getty Images,© National Park Service

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

5

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

6

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

1

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

2

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

3

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

4

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

5

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

6

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Í spænsku borgarastyrjöldinni lifði hermaður nokkur það af, líkt og fyrir kraftaverk, að fá byssukúlu gegnum heilann. Eftir þetta gat hermaðurinn lesið dagblöðin á hvolfi. Atburðurinn veitti vísindamönnum nýja innsýn í starfsemi heilans.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is