Lifandi Saga

Vísindi á villigötum

Lánsamur fornleifafræðingur sem hlotið hafði í vöggugjöf „hendur guðs“, óendanlegt magn af ofur venjulegu vatni og þunguð kona sem fæddi kanínur. Hvað eftir annað hefur svikahröppum tekist að gabba venjulegt fólk, svo og gjörvallan vísindaheiminn, með stórmerkum uppfinningum sem þeir þóttust hafa gert.

BIRT: 05/06/2022

1. Kona fæddi 17 kanínur

Segja má að fæðingarlæknirinn John Howard hafi orðið meira en lítið hissa árið 1726 þegar kona úr hópi sjúklinganna hans, að nafni Mary Toft, fæddi níu andvana kanínur á örfáum dögum.

 

Aðrir nafntogaðir læknar voru kallaðir til og þeir urðu vitni að fjölgun dýranna en alls ól konan 17 andvana kanínur.

Englandskonungur hrinti af stað rannsókn til að komast að hinu sanna í kanínufæðingamálinu.

Sagan fór eins og eldur í sinu en læknarnir höfðu þó ekki tök á að lýsa þessum stórviðburði á sama hátt og þeir höfðu vonað, því Mary Toft viðurkenndi að hafa sjálf komið afkvæmunum fyrir í grindarholi sínu í því skyni að öðlast frægð og vegleg eftirlaun.

Lesendur dagblaðsins The New York Sun komust að raun um, sér til mikillar furðu, að tunglið væri verulega lífvænlegur staður.

2. Gyllt mánafólk komst á forsíður blaðanna

Hinn 25. ágúst 1835 sagði blaðamaðurinn Richard Adams Locke frá því í dagblaðinu The New York Sun að breski stjörnufræðingurinn John Herschel hefði fundið líf á tunglinu. Herschel átti að hafa komið auga á halalaus bjórdýr í sjónauka sínum sem lifðu í kofum og kunnu að nota eld.

 

Þremur dögum síðar var sett met í sölu eintaka af dagblaðinu en þann dag seldust alls 19.360 eintök þegar greint var frá heilu samfélagi manna sem minntu á leðurblökur og voru gulir á húð.

 

Fulltrúar kristniboðsfélaganna fóru strax að velta því fyrir sér hvernig breiða mætti út hinn kristilega boðskap til leðurblökufólksins en þá viðurkenndi Locke að fréttin væri uppspuni frá rótum.

 

Greinaröðina samdi hann sem tilraun til að bjarga dagblaðinu, því lesendaskarinn hafði skroppið saman til muna. Björgunaraðgerðin tókst því dagblaðið var gefið út áfram allt til ársins 1950. Locke var hins vegar rekinn.

Sjúklingar Mesmers fengu oft hrikaleg köst af völdum meðhöndlunarinnar.

3. Segulmagn var örugg lækning

Árið 1774 setti austurríski læknirinn Franz Mesmer fram þá kenningu að heilsufar fólks réðist af sérstöku segulsviði. Þeir sem höfðu yfir að ráða of litlu segulmagni – sem hann nefndi dýrslegan segulkraft, veiktust, að hans mati.

 

Til allrar hamingju hafði Frank Mesmer sjálfur yfir að ráða ofgnótt af þessum dýrslega segulkrafti sem hann taldi ljá sér lækningagetu. Með því að snerta handleggi sjúklinga sinna í nokkrar klukkustundir tókst Mesmer að fá viðkomandi til að ganga um í leiðslu en slíkt ástand taldi hann vera hverjum og einum einstaklega heilnæmt.

Mesmer læknaði fjölda manns í einu með notkun stórs viðarbala sem fylltur var af vatni og málmstöng sem hver sjúklingur hélt í.

Mesmer flutti til Parísar árið 1778 og einungis tveimur árum síðar var dýrasegulsvið orðið svo vinsælt að hann gaf sér ekki lengur tíma fyrir einstaklingsviðtöl. Þess í stað læknaði hann heilu hópana af sjúklingum á sama tíma.

 

Þeir áttu að halda í stöng sem stóð í vatnskeri og þannig gátu sjúklingarnir læknast af öllu mögulegu, frá gallsteinum yfir í blindu.

 

Meira að segja drottningin Marie-Antoinette var gjörsamlega heilluð af Mesmer en sérfræðingateymi Loðvíks 16. kom hins vegar upp um „lækninn“, með þeim afleiðingum að hann flýði í útlegð.

4. Hafmeyja samanstóð af hálfum apa og hálfum fiski

Árið 1842 gátu furðu lostnir íbúar New York-borgar virt fyrir sér þurrkaðar leifar hafmeyjar. Þessu hélt „enski hefðarmaðurinn“ dr. J. Griffin að minnsta kosti fram en hann hafði haft veruna með sér heim frá Fiji-eyjum.

 

Hafmeyjunni var komið fyrir á safni og laðaði þar að ógrynni gesta næstu 20 árin, allt þar til í ljós kom að Griffin var ósvikinn Ameríkani og starfaði fyrir hringleikahúsið Barnum.

 

Rannsóknir leiddu í ljós að hafmeyjan var samsett úr efri hlutanum af apa sem festur hafði verið við sporð af fiski.

Kammerer ásakaði aðstoðarmann sinn um að hafa haft rangt við í rannsóknunum.

5. Blautt kynlíf leiddi af sér svartar vörtur

Austurríski líffræðingurinn Paul Kammerer gerði allt sem hann gat til að sanna hvernig áunnir eiginleikar, á borð við stóra vöðva, gætu gengið í erfðir.

 

Hann staðhæfði að sér hefði tekist að fá froskategund sem einungis makaði sig á landi, til að mynda svartar vörtur á afturlöppunum sem að öðrum kosti gögnuðust dýrunum við eðlun í vatni og að vörtur þessar hefðu síðan erfst til næstu kynslóðar froskanna.

 

Sérfræðingur var fenginn til að skoða vörturnar nánar en sá komst að raun um að þær væru gerðar úr bleki sem sprautað hefði verið undir húð dýranna.

 

Orðspor Kammerers beið verulegan hnekki eftir þetta og hann skaut sig örfáum dögum síðar.

Himneskar myndir þrykktar á stein

Fyrir einum 300 árum leituðu nokkrir drengir til þýsks prófessors að nafni Johann Beringer en drengirnir þóttust hafa fundið nokkra steina með sérstökum myndum á: Halastjörnur með hala, sólina með andlit og hebresku bókstafina YHVH sem tákna Jehóva.

 

Beringer var sannfærður um að þetta hlyti að vera verk guðs og dreif sig í að rita vísindalega ritgerð um steinana. Skömmu áður en til stóð að birta ritgerðina viðurkenndu starfsbræður hans að þetta væri allt saman gabb.

 

Beringer neitaði að trúa þeim og steypti sér í botnlausar skuldir í tilraun til að kaupa upp öll eintökin af ritgerðinni.

6. Steinaldarfólk klætt gallabuxum

Þegar filippínskur stjórnmálamaður rakst fyrir tilviljun á þjóðflokk sem aldrei hafði komist í snertingu við umheiminn og lifði lífi steinaldarfólks, ætlaði allt um koll að keyra.

 

Árið 1971 gerði stjórnmálamaðurinn Manuel Elizalde stórkostlega uppgötvun á eynni Mindanao á Filippseyjum, lengst inni í regnskóginum: Hann rakst nefnilega á Tasaday-þjóðflokkinn sem aldrei hafði komist í snertingu við umheiminn.

 

Öllum 26 meðlimum ættflokksins var lýst á þann veg að um væri að ræða frumstæðustu þjóð heims: Íbúarnir bjuggu í hellum, notuðu einföld steináhöld og gengu í fötum sem voru gerð úr laufi.

 

Tasaday-þjóðflokkurinn stundaði hvorki veiðar né akuryrkju, heldu lifðu íbúarnir einvörðungu á því sem þeir fundu í regnskóginum, auk þess sem orðin „vopn“, „stríð“ og „óvinur“ var ekki að finna í orðaforða þeirra.

 

Sögusagnir um þessa frumstæðu paradís fóru um allan heim og þess má geta að gerð var vinsæl heimildarmynd um ættflokkinn árið 1972. Sama ár ferðaðist straumur af frægu fólki, m.a. flugmaðurinn Charles Lindbergh, til staðarins en einum hópi fólks var þó meinaður aðgangur að svæðinu, þ.e. sjálfstæðum vísindamönnum.

Manuel Elizalde (fyrir miðju) talaði við Tasaday-íbúana með aðstoð túlks.

Eftir fall Marcos-stjórnarinnar árið 1986 var aðgangur að svæðinu opnaður og tveir blaðamenn fundu Tasaday-hellana í regnskóginum. Hellarnir höfðu verið yfirgefnir en blaðamennirnir fundu fyrrum hellisbúana engu að síður.

 

Þeir bjuggu í litlum húsum í þorpi einu í grenndinni þar sem þeir klæddust gallabuxum og stuttermabolum. Brátt kom í ljós að Elizalde hafði greitt þessum 26 íbúum fyrir að þykjast vera hellisbúar.

 

Í kjölfarið hófust viðamiklar rannsóknir á því hvað eiginlega væri satt og hvað logið í öllu þessu máli.

 

Vísindamennirnir komust að raun um að Tasaday-þjóðflokkurinn hefði lifað í mikilli einangrun en Elizalde hefði fengið þá til að þykjast vera enn frumstæðari í því skyni að öðlast athygli heimspressunnar.

Martin Fleishmann (t.v.) hélt því fram að hann hefði framleitt orku í vatnsglasi.

Kaldur samruni reyndist vera heitt loft

Öll orkuvandamál heims voru leyst á einu bretti hinn 23. mars 1989 en þann dag tilkynntu efnafræðingarnir Stanley Pons og Martin Fleischmann að þeir hefðu myndað svokallaðan kaldan samruna við stofuhita með venjulegum eldhúsáhöldum.

 

Uppgötvun mannanna var kölluð „sú markverðasta síðan eldurinn var uppgötvaður“ en þar sem hvorki þeim tveimur, né nokkrum öðrum hefur tekist að endurtaka tilraunina var hún fljótt flokkuð sem gabb. Pons og Fleischmann var í kjölfarið úthýst úr heimi vísindamanna.

Geðritinn var aðallega leigður út til stórverslana og kvikmyndahúsa.

Vél gat lesið persónuleikann

Árið 1931 kynntu hugmyndaríkur uppfinningamaður að nafni Henry C. Lavery og starfsbróðir hans, verslunarmaðurinn Frank P. White, með stolti geðrita sinn, vélina sem lesið gat persónuleika fólks.

 

Geðritinn byggði á höfuðlagsfræði sem gekk út á það að unnt væri að lesa persónuleika fólks með hliðsjón af ójöfnum á höfuðkúpunni og segja með því móti til um geðrænt bolmagn eigandans, svo og skapgerð hans.

 

Geðritinn mældi alls 32 ólíka staði á höfuðkúpunni sem hver átti að tákna tiltekið skapgerðareinkenni, jafnvel virðingu sem var staðsett efst á höfðinu og ritinn mat einkennin síðan með hliðsjón af kvarða sem var á bilinu „ófullnægjandi“ yfir í „algerlega framúrskarandi“.

 

Á árunum upp úr 1930 höfðu vísindin þegar hafnað geðritanum sem einskærri dellu en tækið naut engu að síður mikillar hylli og aflaði eigendunum gríðarmikilla tekna.

Fujimura afsakaði sig og hneigði djúpt þegar hann var staðinn að verki fyrir lygar sínar.

Fornleifafræðingur sem stjórnaðist af djöflinum

Hann var nefndur „hendur guðs“ en það verður að viðurkennast að Shinichi Fujimuras bjó yfir einstökum hæfileikum til að finna gamla fjársjóði. Á aðeins örfáum árum reis stjarna hans frá því að vera óþekktur leikmaður á sviði fornleifagraftar yfir í það að verða eftirsóttur sérfræðingur.

 

Sit Fujimura gerði fyrstu merku uppgötvunina árið 1981 þegar hann fann 40.000 ára gamla steinleirsmuni, þá elstu sem fundist hafa í Japan. Næstu árin eftir þetta tók hann þátt í mýmörgum uppgröftum víðs vegar í landinu.

 

Það skipti eiginlega engu máli hvar hann stakk fingrunum niður í jörðina, alls staðar tókst honum að finna merka muni. Þetta lán hans náði hámarki hinn 22. október árið 2000 þegar Fujimura tilkynnti að hann og teymi hans hefðu fundið leifar af áhöldum og hýbýlum sem væru meira en 600.000 ára gömul. Um var að ræða elstu byggð í heimi og fundurinn vakti geysimikla athygli um gjörvallan heim.

 

Örfáum dögum síðan birti dagblaðið Mainichi Shimbun svo þrjár myndir á forsíðu blaðsins sem sýndu Fujimura vera að grafa í jörðu sum þeirra steináhalda sem hann seinna sjálfur hafði grafið úr jörðu.

 

Fujimura viðurkenndi að hafa beitt brögðum en aðeins í þetta eina skipti. Frekari rannsóknir leiddu hins vegar í ljós að brögð höfðu verið í tafli í 159 af þeim alls 178 uppgröftum sem hann hefði tekið þátt í. „Ég lét freistast af djöflinum“, útskýrðu „hendur guðs“.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Stine Overbye & Bue Kindtler-Nielsen

© The Stapleton Collection/Bridgeman Images,© Library of Congress,© Josse/Bridgeman Images,© Archives Charmet/Bridgeman Images,© Daderot,© Bettmann/Getty Images,© Panther Media GmbH/Imageselect,© Bettmann/Getty Images,© Bettmann/Getty Images,© Margot Ingoldsby/AP/Ritzau Scanpi,© Imago History Collection/Imageselect,© AFP/Ritzau Scanpix

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

5

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

6

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

6

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Sagt er að franska drottningin María Antonía, betur þekkt sem Marie-Antoinette, hafi orðið hvíthærð kvöldið áður en hún var hálshöggin árið 1793. Er þetta yfirleitt hægt?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is