Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Sælgæti með rottueitri, pylsur úr rottukjöti og mjólkurduft sem dregur ungabörn til dauða – óheiðarleiki á sviði matvæla hefur alla tíð verið afar útbreiddur og hefur oft haft banvænar afleiðingar.

BIRT: 29/10/2022

LESTÍMI: 10 MÍNÚTUR

Eitruð efni bættu bragðið

Hvar: Rómaveldi

Hvenær: Til forna

 

Í alfræðiorðabók sinni „Naturalis historia“ lýsti rómverski höfundurinn Pliníus hinn eldri

(23-79 e.Kr.) því að „miklu eitri sé varið í að láta vín bragðast vel og engu að síður undrumst við yfir að vínið sé ekki hollt fyrir okkur“.

 

Þessar eitruðu aðferðir sem Pliníus nefnir voru af margvíslegum toga.

 

Framleiðendur áttu það t.d. til að bæta mold, gifsi eða marmarasalla í vín til að bæta áferð þess og laða fram meira bragð. Þá tíðkaðist einnig að bæta í vín hunangi og trjákvoðu til að fá fram rétta sætubragðið.

 

Margir litu á þessi aukefni sem krydd sem einungis væru til þess fallin að bæta vínin.

 

Í sumum tilvikum var þó beinlínis um svik að ræða: Samviskulausir vínframleiðendur þynntu vín sín, m.a. með sjó í því skyni að salta vínin svo þau entust lengur.

Til forna þótti mikill ávinningur af því að bæta blýi í vín.

 

Afleiðingar þessa voru þær að vínið bragðaðist ákaflega illa og þeir sem drukku vín með sjávarsalti í fengu iðulega í magann.

 

Versta mengunin í vínum til forna stafaði þó frá afurð sem engan óraði fyrir að gæti verið skaðleg, þ.e. blýi. Pliníus hélt því fram að blý væri með öllu skaðlaust og mælti með að eilitlu blýi skyldi bætt út í víntunnur til að lengja geymsluþol vínsins.

 

Rómverjum fannst blý jafnframt bragðast einstaklega vel, vera hæfilega sætt og þótti bragðið bæta upp nánast hvaða lélega vín sem var.

 

Í dag vitum við að blý er eiturefni sem safnast upp í líkamanum og getur leitt af sér ófrjósemi karla, alvarlega sjúkdóma og þegar verst lætur, dregið fólk til dauða.

 

Saffran er dýrasta krydd heims.

Sala á fölsuðu saffrani leiddu til dauðadóms

Hvar: Í Evrópu

Hvenær: Á miðöldum

 

Árið 1444 var Jobst Findeker kaupmaður leiddur út á torgið í Nürnberg og brenndur lifandi. Glæpur hans var að hafa framleitt gervisaffran.

 

Svik með saffran hafa löngum verið meðal algengustu svika á sviði matvæla.

 

Ástæðan er að sjálfsögðu sú að saffran hefur alla tíð verið einstaklega dýrt krydd.

 

Framleiðslan er einstaklega tímafrek og krefst að sama skapi ómældrar vinnu en þess má geta að tína þarf og þurrka á bilinu 100.000 til 150.000 eintök af saffrankrókusum til að búa til eitt kíló af saffrani.

 

Þar sem saffran hefur ávallt verið einkar dýrt efni hafa margir sölumenn freistast til að selja ódýrari eftirlíkingar.

 

Algeng lausn fólst í að blanda þurrkuðum og fínmöluðum gullfífli saman við saffranið ellegar þá að dýfa ekta saffrani í hunang til að auka þyngdina og narra kaupandann með sætu bragðinu.

 

Saffransvik eru einnig algeng á okkar dögum en eftirspurnin eftir kryddinu er þó mun minni en áður.

Sögusagnir hermdu að enskir bakarar á 19. öld bættu muldum mannabeinum í brauð sín.

Sögusagnir hermdu að enskir bakarar á 19. öld bættu muldum mannabeinum í brauð sín.

Sögusagnir um innbökuð bein ollu hræðslu

Hvar: Stóra-Bretland

Hvenær: 1757

 

Eftir lélega hveitiuppskeru árið 1756 var hörgull á góðu brauði í Englandi. Fyrir vikið var tekin sú ákvörðun í þinginu að framleiða skyldi sérstakt neyðarbrauð með miklu magni af hveitiklíði í deiginu.

 

Neyðarbrauðið náði þó aldrei neinum vinsældum því lægri stéttirnar vildu bara hvítt brauð – líkt og yfirstéttin. Almennilegt hvítt brauð krafðist bestu fáanlegu tegundar af hveitimjöli.

 

Bakararnir beittu gömlu bragði í því skyni að geta boðið upp á brauð sem íbúarnir vildu borða.

 

Þeir hófu að blanda málmsaltinu álúni saman við deigið þegar bökuð voru brauð en efnið er notað sem aflitunarefni og til að súta með.

 

Brauð með álúni var nefnilega fíngert, svo og hvítt á litinn og leit út eins og hefðbundið hvítt brauð. Það bragðaðist hins vegar ekki eins og þegar bakararnir fóru að blanda sífellt meira af efninu í deigið til að geta framleitt mikið magn af hvítu brauði, byrjuðu viðskiptavinirnir að kvarta.

 

Margir fengu að sama skapi í magann af brauðinu og sögusagnir komust á kreik um að börn og gamalmenni hefðu dáið einkar kvalafullum dauðdaga eftir að hafa innbyrt svikabrauðið.

 

Haustið 1757 kom út bók þar sem því var haldið fram að margir bakarar hefðu gengið svo langt að blanda muldum mannabeinum í deigið.

 

Sögusagnir þessar ollu miklu fjaðrafoki í bresku dagblöðunum. Eitt mesta hneykslismál innan matvælaiðnaðarins var komið upp á yfirborðið og líkt og iðulega vill verða skiptust á sannar sögur og ýkjur.

 

Staðhæfingin um muldu mannabeinin var þó úr lausu lofti gripin en illt orð fór af breskum bökurum mörg næstu árin. Bannað var að bæta álúni í deig en því var þó haldið áfram um mörg ókomin ár.

Breti einn setti fyrir mistök rottueitur út í karamellur sínar árið 1858 þegar hann hugðist nota gifs í stað sykurs í karamellurnar.

Rottueitri blandað út í karamellur

Hvar: Stóra-Bretland

Hvenær: 1858

 

Það var ekkert launungarmál að slæleg gæði einkenndu iðulega kökur og sætindi sem selt var í Stóra-Bretlandi á 19. öld.

 

Ein afurð þótti þó sýnu verri en aðrar en með því er átt við karamellurnar sem börn landsins voru einkar sólgin í.

 

Sætindi þessi fólu títt í sér langtum minni sykur en upplýsingarnar sögðu til um, því sykur var dýr.

 

Þess í stað bættu framleiðendurnir ýmsum aukefnum í sælgæti þetta, svo sem gifsi eða kalksteinsmylsnu.

 

Lögð voru fram nokkur lagafrumvörp sem höfðu þann tilgang að uppræta svikin en breska þingið var hins vegar ekki mjög ginkeypt fyrir að samþykkja lög sem settu frjálsri verslun skorður.

 

Árið 1858 kom hins vegar upp „karamellueitrunin í Bradford“ og stjórnmálamenn gátu ekki setið aðgerðalausir lengur.

 

Málið kom upp þegar sælgætissölumaðurinn William Hardaker sem var með sölubás í Bradford, keypti karamellur af framleiðanda að nafni Joseph Neal.

 

Líkt og svo margir aðrir framleiðendur hafði Joseph Neal bætt sykurinn upp með gifsi sem hann keypti í apóteki á staðnum. Í stað þess að fá afhent gifs fékk hann fyrir mistök afhentan poka af rottueitri.

 

Karamellurnar voru bragðvondar og litu einkennilega út en það kom samt ekki í veg fyrir að Hardaker seldi þær á markaðnum í Bradford.

 

Rösklega 200 manns veiktust af rottueitrinu og minnst 20 þeirra létust.

 

Hneykslið kallaði á strangari reglugerð fyrir apóteksrekstur og jafnframt það hvaða aukefni mætti nota í matvælaframleiðslu.

Mjólkin í New York var þynnt út m.a. með vatni og hveiti allt fram til ársins 1860.

Brugghúsin framleiddu næringarlitla mjólk

Hvar: BNA

Hvenær: 1858

 

Þegar um miðja 19. öld var kúamjólk kynnt sem hin fullkomna fæða fyrir kornabörn í Bandaríkjunum.

 

Mjólkin þótti vera heilnæm og næringarrík og fólk áleit hana tryggja að börn yrðu stór og sterk.

 

Í raun réttri var sú mjólk sem stórborgarbúum bauðst að kaupa á þessum tíma hreint og beint heilsuspillandi. Sannleikurinn leit dagsins ljós í svonefndu „skólpmjólkurhneyksli“ sem komst í hámæli í New York árið 1858.

 

Hneykslismálið leiddi í ljós að mestöll sú mjólk sem íbúarnir höfðu getað keypt svo árum skipti átti alls ekki rætur að rekja til heilnæms landbúnaðar.

 

Mjólkin stafaði aftur á móti frá kúm sem læstar voru inni í dimmum vörugeymslum í grennd við brugghús bæjarins.

 

Kýrnar nærðust á úrgangsvatni frá brugghúsunum og í ljós kom að þessi svokallaða mjólk fól nánast enga næringu í sér.

 

Eigendur kúnna beittu svikum með því að þynna mjólkina út með vatni og bæta síðan í hana hveiti sem þykkti hana.

 

Út í þessa blöndu bættu þeir síðan gulrótarsafa, sem og gulu litarefni, í því skyni að beita brögðum á bragð- og lyktarskyn neytendanna.

 

Útbreiddur næringarskortur meðal barna í New York er talinn eiga rætur að rekja til þessarar mjólkur.

 

Á þessum tíma var talið að um 8.000 börn létu lífið árlega af völdum lélegrar mjólkur en sennilega eru tölurnar ýktar.

Á öndverðri 20. öld bættu bandarískir sláturhúsaverkamenn óhreinindum og sagi út í pylsurnar.

Á öndverðri 20. öld bættu bandarískir sláturhúsaverkamenn óhreinindum og sagi út í pylsurnar.

Rottuskít bætt í pylsur

Hvar: BNA

Hvenær: 1906

 

Árið 1906 gaf bandaríski rithöfundurinn Upton Sinclair út bókina „The Jungle“.

 

Í bók þeirri upplýsti Sinclair um matvælaframleiðsluna í bandarískum sláturhúsum.

 

Hann lagði einkum metnað sinn í að segja frá því hverju sláturhúsaverkamennirnir blönduðu saman við kjötið.

 

Lýsingin á pylsuframleiðslunni þótti fram úr hófi ógeðfelld, þar sem í ljós kom að í þeim gæti verið að finna nánast hvað sem var.

 

Í mörgum tilvikum var stuðst við kjöt sem þegar var byrjað að úldna. Þegar litarefnum og geymsluþolsefnum hafði verið bætt út í farsið var úldið kjötið sett í pylsugarnir.

 

Sinclair lýsti því jafnframt að óhreinindum og sagi væri oft bætt saman við pylsukjötið og í sumum tilvikum einnig rottukjöti og rottuskít.

 

Mál þetta olli gífurlegu hneyksli um gjörvöll Bandaríkin og sama ár nýtti Theodore Roosevelt forseti sér fjaðrafokið í kringum bók Sinclairs til að þvinga í gegn nýrri lagasetningu sem hafði það hlutverk að hreinsa til í ógeðfelldum matvælaiðnaðinum.

 

Upton Sinclair hafði þó ekki mikla trú á lagasetningu forsetans og áleit að svikin yrðu ekki upprætt með nýju lögunum.

 

Rithöfundurinn hafði lög að mæla. Ný hneykslismál fylgdu í kjölfarið á nýju lagasetningunni og það var ekki fyrr en skerpt hafði verið á lögunum nokkrum sinnum til viðbótar að bandarískum stjórnmálamönnum tókst að uppræta vandann.

Yfirmenn eins mjólkurbúsins í dómssal árið 2008. Refsingin nam allt frá fimm ára fangelsi og upp í lífstíðardóm. Tveir voru teknir af lífi.

Efnablöndur drógu kínversk börn til dauða

Hvar: Kína

Hvenær: 2008

 

Helstu hneykslismál Bretlands og Bandaríkjanna má rekja aftur til 19. aldar en á hinn bóginn hefur Kína áskotnast sá umdeildi heiður að vera helsta matarsvikaland heims á okkar dögum.

 

Í Kína eru nefnilega fullkomnar aðstæður fyrir matarsvik, því á undanförnum áratugum hafa átt sér stað gríðarlegir fólksflutningar sem hafa haft í för með sér miklar samfélagsbreytingar.

 

Flytja þarf mikið magn matvæla til hinna ört stækkandi stórborga og lítið eftirlit er með matvælaframleiðslu.

 

Breytingin hefur haft óteljandi mörg hneykslismál í för með sér. Í einu slíku máli komst t.d. upp um framleiðanda sem hafði safnað fitu úr skólpi stórborgar og selt neytendum sem fitu til manneldis.

 

Mesta athygli hlaut þó mjólkursvindlið mikla sem komst í hámæli árið 2008.

 

Nokkrir mjólkurframleiðendur, svo og framleiðendur þurrmjólkur, bættu köfnunarefnisríka efninu melamíni út í afurðir sínar til að láta mjólkina líta út fyrir að vera sérlega próteinríka.

 

Talið er að hundruð þúsunda barna hafi drukkið eitraða mjólkurafurðina.

 

Minnst sex börn létu lífið en sennilega voru þau enn fleiri.

 

Hneyksli þetta fékk mjög svo á yfirvöld og þótti vera til marks um að ríkisstjórnin gæti engan veginn tryggt öryggi allra matvæla sem seld eru í landinu.

 

Sýni sem valin voru af handahófi á árinu 2003 leiddu í ljós að um það bil fimmtungur allra matvæla sem seld eru í Kína uppfylla ekki kröfur heilbrigðisyfirvalda þar í landi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Magnus Västerbro

Shutterstock,

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

5

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

6

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

1

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

2

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

3

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

4

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

5

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

6

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Í spænsku borgarastyrjöldinni lifði hermaður nokkur það af, líkt og fyrir kraftaverk, að fá byssukúlu gegnum heilann. Eftir þetta gat hermaðurinn lesið dagblöðin á hvolfi. Atburðurinn veitti vísindamönnum nýja innsýn í starfsemi heilans.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is