Maðurinn

Líkamstjáningin afhjúpar lygarann

Fjöldi þekktra einstaklinga hefur logið í beinni útsendingu - þar á meðal forsetar og íþróttamenn. Margir hverjir eru sannfærandi en samt geta svipbrigði og líkamstjáning afhjúpað þá. Hér getur þú lært að sjá í gegn um lygina.

BIRT: 13/01/2024

MAÐURINN – SÁLFRÆÐI

 

LESTÍMI: 3 MÍNÚTUR

Tvisvar til tíu sinnum á dag– svo oft ljúgum við.


Karlmenn ljúga oftast til að líta vel út og konur til að öðrum líði vel. En hvað kemur upp um lygarann?


Sjáið myndböndin hér fyrir neðan og útskýringarnar sem fylgja um hugarheim lygarans.

Lygari 1: Bill Clinton


Þáverandi forseti Bandaríkjanna neitaði að hafa verið í nánu sambandi við ungan starfsnema, Monicu Lewinsky.

 

Þannig var hann afhjúpaður!

 

Fjarlægð í málfari

 

Til að fjarlægja sig frá atburðunum sem viðkomandi neitaði að hafa tekið þátt í getur lygari ómeðvitað skapað fjarlægð í málfari.

 

Þessa tækni notaði Bill Clinton, þegar hann talaði um Monicu Lewinsky sem ,,that woman“. Hefði hann nefnt hana á nafn væri lygin ekki eins augljós.

Lygari 2: John Edwards


Það komst upp um samband bandaríska forsetaframbjóðandans við konu sem varð ólétt. Edwards hélt því gallharður fram að hann væri ekki faðir barnsins. Seinna kom í ljós að það var lygi.

 

Þannig var hann afhjúpaður!

 

Mótsagnakennd hegðun

 

Þegar John Edwards var spurður hvort hann væri til í að fara í próf, hristi hann hausinn en á sama tíma sagðist hann glaður vilja taka faðernispróf.

 

Lítið samhengi milli orða og líkamshreyfinga þýðir oft að einstaklingur sé að ljúga.

 

Karl Gústaf Svíakonungur gerði sömu mistök þegar hann var spurður í viðtali árið 2011 hvort til væru vafasamar myndir af honum þegar hann heimsótti nektarklúbb. Hann svaraði neitandi en kinkaði kolli á sama tíma.

 

Lygari 3: Lance Armstrong

 

Hjólreiðakappinn neitaði árið 2005 að hafa tekið inn ólögleg lyf. Það kom svo á daginn að það var ekki rétt og hinn sjöfaldi sigurvegari Tour de France hjólreiðakeppninnar var sviptur öllum sínum titlum.

 

Svona var hann afhjúpaður!

 

Blikkar sjaldan augunum


,,I have never doped“ sagði hann með nánast starandi augnaráði í viðtali frá árinu 2005. En sannleikurinn var að Armstrong hafði kerfisbundið notað ólögleg efni í mörg ár.

 

Einstaklingar sem ljúga, blikka augum sjaldnar. Ástæðan er að þeir nota mun meiri heilaorku í að einbeita sér að lyginni. En á sama hátt blikka þeir augum meira eftir að hafa logið.

Þetta getur líka komið upp um lygarann

 

Bæði kynin taka lengri þagnir en venjulega á meðan þau segja lygasögu.


Heilinn þarf meiri tíma til að spinna upp sögu en til að segja frá raunverulegum minningum. Í raun mæla sálfræðingar viðbragðstímann sem gæti verið vísbending um að viðkomandi sé að ljúga.

 

Lygari hefur enga vörn gegn heilaskanna


Sálfræðin getur afhjúpað ytri merki um að verið sé að ljúga. Með nýjum heilaskönnum er beinlínis hægt að sjá lygina í ennisblaðinu.

 

 

Texti Antje Gerd Poulsen og Anne Lykke

HÖFUNDUR: ANTJE GERD POULSEN OG ANNE LYKKE

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju veldur ofnæmi kláða?

Náttúran

Milljarðar grameðlna hafa lifað á jörðinni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is