Náttúran

Í náttúrunni úir og grúir af blekkingum og svikum

Meira kynlíf, aukaleg máltíð eða ókeypis barnfóstra. Enginn hörgull er á góðum ástæðum þegar dýr og plöntur fara á bakvið einhvern sömu tegundar, blekkja keppinautinn ellegar narra bráðina. Hjá mörgum þeirra er gabbið það sem skilur að líf og dauða. Öll brögð, allt frá fölskum angistarópum yfir í raunsanna leikþætti, eru því leyfileg þegar mestu svikahrappar náttúrunnar beita brögðum til að lokka kræsingar og álíka út úr öðrum.

BIRT: 04/11/2014

Fölsk augu reka óvini á flótta

Oxytenis fiðrildi • Oxytenis

 

Þegar lirfu Oxytenis fiðrildisins í Mið-Ameríku er ógnað þenur hún upp framhluta búksins, sem þá líkist slönguhaus, og vaggar til hliðanna. Þessi fölsku augu eru afar raunveruleg á að líta, með augasteinum, lithimnu og meira að segja litlum, hvítum bletti, sem minnir á ljósendurkast. Þessi ógnarmynd er þó einungis gabb, því lirfan er aðeins nokkrir sm á lengd og algerlega meinlaus. Engu að síður flýja mörg rándýr undan henni. Líffræðingar lýstu fölsku augunum áður fyrr þannig að lirfunni tækist að líkjast óvinum sínum með þeim. Nýlegar rannsóknir enskra líffræðinga hafa hins vegar leitt í ljós að fuglar forðast fiðrildi með greinilegt mynstur, óháð því hvort mynstrið minnir á augu eður ei. Líffræðingarnir eru því þeirrar skoðunar að hlutverk augnanna sé einfaldlega að hræða rándýr, umfram það að líkja eftir þeim.

 

Djúp rödd hrekur á flótta herskáa granna

Froskur • Rana Clamitans

 

 

Vor hvert óma vatnsból og ár í austanverðum Bandaríkjunum af hljóðum frosksins Rana clamitans. Hljóðum karldýranna er ætlað að halda í burtu keppinautum þeirra. Ef nágrannaerjur brjótast út geta tvö karldýr lent í slag, sem leiðir til þess að sterkara dýrið fer með sigur af hólmi, en í flestum tilvikum eru málin þó útkljáð á friðsamlegri hátt. Stór karldýr eru nefnilega með dýpri rödd en hin karldýrin og því nægir körlunum oft að hlusta á raddstyrk hvers annars. Bandarískir líffræðingar hafa hins vegar komist að raun um að litlu karldýrin eru að gabba. Þegar líffræðingarnir spiluðu upptöku með kalli stórs karldýrs, svöruðu litlu karldýrin með dýpri röddu en ella.

 

Huliðshjálmur gegnir hlutverki skjaldar

Glerkolkrabbi • Cranchiidae spp.

 

 

Opið hafið er hættulegur íverustaður. Þar er hvergi hægt að fela sig og lífshættulegt reynist að líkja eftir nokkrum hlut, því allir éta alla. Þennan vanda hafa varnarlausir glerkolkrabbarnir leyst á afar hugvitsamlegan hátt, þ.e. með því að gera sig gegnsæja. Einstaka líffæri, á borð við augu og lifur, er þó ekki hægt að gera gegnsæ. Glerkolkrabbarnir eru þess vegna með lýsandi frumur undir þessum tilteknu líffærum og fyrir vikið mást útlínur líffæranna út í augum rándýra sem horfa upp í áttina að sólarljósinu. Útkoman verður ósýnilegur kolkrabbi.

 

Lykt af kvendýri lokkar karldýr til geigskots

CRYPTOSTYLIS brönugras • Cryptostylis

 

 

Ástralska cryptostylis brönugrasið sendir frá sér angan sem minnir á lyktina af kvengeitungi. Lyktin laðar að karldýr svonefndra lissopimpla geitunga, sem „maka sig“ fyrirvaralaust með blóminu. Útlit blómsins og angan þess valda því að karlflugan hreyfir sig líkt og hann sé að eðla sig, með þeim afleiðingum að eins konar frjókornahulstur límast við aftari hluta búksins. Hugfanginn karlgeitungurinn sprautar að lokum sæði sínu yfir blómið. Þetta kemur sér afar vel fyrir brönugrasið, því færri kvendýr munu tímgast fyrir vikið og ófrjóvgað kvendýr af tegundinni lissopimpla eignast einungis karldýr sem afkvæmi. Niðurstaðan verður sú að fleiri karldýr verða tiltæk til að fræva brönugrösin, auk þess sem samkeppnin eykst, þannig að fleiri örvæntingarfullir karlar munu „maka sig“ með brönugrösunum.

 

Fölsk risakló hrekur á brott keppinautana

Fiðlukrabbi • Uca Vocans

 

 

Karlmennska fiðlukrabbans er fólgin í gríðarstórri klónni, sem hrekur á brott keppinauta og laðar að kvendýr. Þegar kvendýr nálgast láta allir karlarnir á svæðinu skyndilega öllum illum látum og veifa með risaklónni af öllum lífs- og sálarkröftum. Kvendýrin velkjast ekki í vafa og velja þann karlinn sem veifar best og er með lengstu klóna. Ef eitthvert karldýrið missir klóna getur það hvorki barist né nælt sér í maka. Bandarískir og suður-afrískir líffræðingar hafa veitt því eftirtekt að krabbar sem misst hafa klóna geta myndað eftirmynd af klónni á mjög skömmum tíma. Auðveldar reynist að útbúa eftirmyndina en raunverulegu fyrstu klóna en aftur á móti er hún brothætt og viðkvæm í bardaga. Eftirmyndin blekkir á hinn bóginn bæði keppinauta og kvendýr.

 

Gylliboð um kynlíf lokka bráðina að

Tálkvendi (eldflugur) • Photuris spp.

 

 

Líkt og við á um aðrar eldflugur gefa kvendýr tilheyrandi norður-amerísku tálkvendiseldflugunni frá sér birtu sem ætlað er að laða að karldýr sem eru tilbúin til að eðla sig. Þar sem karldýr eldflugunnar hegða sér nákvæmlega eins og önnur karldýr fljúga þeir viljugir til móts við táldragandi birtu kvendýrsins. Þar stöðvast leikurinn hins vegar ekki. Kvendýr þessi líkja nefnilega eftir ljósamerkjum annarra tegunda og lokka þannig einnig til sín karldýr annarra eldfluga. Þessir karlar fá hins vegar síður en svo þær ástúðlegu móttökur sem þá hafði dreymt um, heldur upplifa þeir mestu undrun lífs síns, því svikul kvenflugan ræðst á þá og étur þá upp til agna.

 

Sæt lykt tryggir líf í munaði

Maculinea Alcon bláfiðrildi • Maculinea Alcon

 

 

Eftir þriðju hamskiptin er lirfa þessa fiðrildis enn svo lítil að hún getur sig hvergi hrært. Lirfan getur því aðeins lifað af ef hún verður á vegi réttrar maurategundar og maurana lokkar hún til sín með sætum líkamsvökva. Ef réttu maurarnir gera vart við sig má lirfan vænta þess að lifa munaðarlífi. Lirfan líkir eftir angan mauralirfunnar til þess að telja maurunum trú um að um sé að ræða mauralirfu sem villst hefur af leið. Maurarnir flytja síðan fiðrildislirfuna heim í bú sitt. Þar breytist lirfan í þaulúthugsaðan sníkil, sem m.a. nærist á lirfum mauraþúfunnar. Á næstu 10 til 23 mánuðum verður lirfan 50 sinnum stærri en fósturforeldrarnir, sem halda áfram að fóðra hana, losa hana við úrgang og halda húð hennar sveppalausri.

 

Angistaróp heldur öðrum dýrum sömu tegundar fjarri kvöldverðarborðinu

Hulman-apar • Semnopithecus Entellus

 

 

Apahjörðin treystir á forystudýrið. Hann hefur yfirsýnina, reynsluna og ber ekki hvað síst ábyrgð á öryggi hjarðarinnar. Þess vegna bregðast kvendýrin og afkvæmin strax við þegar forystukarlinn sendir frá sér hátt aðvörunarhljóð. Karldýrið færir sér hins vegar í nyt traust hjarðarinnar ef hann finnur gómsætan bita sem hann hefur ekki í hyggju að deila með öðrum. Eitt einstakt aðvörunarkall nægir til að senda hjörðina efst upp í næsta tré þar sem dýrin álíta sig vera að forðast stórhættulegan hlébarða eða tígrisdýr. En á meðan lafhrædd hjörðin reynir að koma auga á óvininn, sem hvergi er sýnilegur, gæðir forystudýrið sér í mestu makindum á ljúffengri máltíðinni.

 

Köld karldýr verma sig í ástarkúlu að vetri til

Snákur • Thamnophis Sirtalis Parietalis

 

 

Karldýr sokkabandssnáksins geta líkt eftir ilmi kvendýrsins. Þegar karldýrin vakna upp úr vetrardvalanum og hafa þörf fyrir hlýju, beita þeir brögðum með því að líkja eftir kvendýrslyktinni í því skyni að verma sig og verja sig gegn rándýrum. Önnur karldýr halda nefnilega að um sé að ræða kvendýr og vefja sig fyrir vikið utan um karldýrin í stórri mökunarkúlu, sem veitir þeim hlýju. Að nokkrum dögum liðnum hættir karldýrið svo að ilma eins og kvendýr og er þá jafnframt tilbúið fyrir vorið.

 

Þykist vera dauð til að halda fjarri rándýrum

Norður-amerísk pungrotta • Didelphis virginiana

 

Norður-ameríska pungrottan læst vera dauð ef rándýr nálgast hana um of. Þessi látalæti fá dýr, sem ekki éta hræ, til að gefast upp. Pungrottan er mjög sannfærandi í þessu dauðaatriði sínu, sem staðið getur yfir í allt að sex klukkustundir. Dýrið gerir sig algerlega stíft, bregst ekki við hreyfingu, er með opin augu, tungan lafir út úr opnum munninum, andardrátturinn verður hægur og það losar sig við grænan illa lyktandi vökva úr endaþarminum. Atferlið gerir þó ekki ætíð það gagn sem því er ætlað, því stundum læst dýrið vera dautt á vegunum og einnig þegar óvinir á fjórum hjólum nálgast.

 

Lýsandi lostæti varðar leiðina að gini dauðans

Svartdjöfull • Melanocetus Johnsoni

 

 

Fyrir framan hausinn á svartdjöflinum, og mörgum öðrum djúphafsfiskum, er að finna lafandi líffæri, sem lýsir upp í endalausu myrkviði djúpsjávarins. Ljósið lokkar bráðina beint í vísan dauðann í stórhættulegu gini rándýrsins. Bráðin kemur einungis auga á lýsandi lostætið en í raun og veru er um að ræða umbreyttan brodd á bakugga fisksins. Þess ber þó að geta að einungis kvenfiskarnir eru útbúnir þessari tálbeitu.

 

Smáfuglaþrælar sem barnfóstrur

Gaukur • Cuculus Canorus

 

 
 

Evrópski gaukurinn lokkar vinnusama smáfugla til að klekja út ungunum fyrir sig og ala þá upp. Kvenfugl gauksins lagar lögun og liti eggjanna að útliti eggjanna í hreiðri fósturforeldranna. Þó svo að margir smáfuglar líði fyrir gráðuga unga gauksins, þá verpir hver gaukskvenfugl aðeins í hreiður einnar tiltekinnar fuglategundar og getur fyrir vikið lagað lögun og liti eggjanna að eggjum tiltekinnar tegundar fósturforeldra. Þessi eiginleiki erfist í móðurætt þannig að erfðavísarnir fyrir eggjaliti eru staðsettir á kynlitningum kvenfuglanna og erfast fyrir vikið frá móður til dóttur.

 

Ilmgildra lokkar skordýr í dauðann

Könnuber • Nepenthes spp

 

 

Í regnskóginum í Borneó lokka plöntur sem kallast könnuberar grunlaus skordýrin til sín með blöndu af blómailmi, réttu litunum og útfjólubláum geislum. Skordýrin setjast á stóru vökvafylltu könnurnar í von um að þau hafi fundið blóm fullt af hunangi. Skordýrin hafa hins vegar rangt fyrir sér, því kannan er ekkert annað er háþróuð dauðagildra, með sleipri brún, sem gerð er úr röðum af frumum. Brúnirnar eru sleipar sökum hunangs eða rigningarvatns sem borist hefur utan frá, með þeim afleiðingum að skordýrin renna og detta niður í djúpar könnurnar. Vökvinn er þannig úr garði gerður að hann heldur smádýrum föstum, sem síðan verða gleypt af banvænni blöndu af vefjaruppleysanlegum hvötum og eyðileggjandi sindurefnum.

 

 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

Heilsa

Langvinnur hósti er ef til vill arfgengur

Tækni

Þvinguð ófrjósemisaðgerð átti að uppræta heimsk börn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is